Fleiri fréttir

Forsætisráðherra Fiji flýr landið

Forsætisráðherrahjónin á Fiji flúðu eyríkið flugleiðis fyrir sólarupprás að þarlendum tíma, - Fiji-eyjar eru 12 tímabeltum á undan Íslandi, að sögn þarlendrar útvarpsstöðvar. Ekki hefur verið gefið upp opinberlega hvort, og þá hvert, hjónin flúðu. Hermenn stjórnarhersins höfðu lokuðu Qarase inni á heimili sínu í gærkvöldi. Bainimarama hershöfðingi lýsti því yfir í morgun að herinn hefði tekið völdin á eyjunum.

Yuschenko býður þinginu byrginn

Viktor Yuschenko, forseti Úkraínu, ætlar að bjóða þinginu byrginn, og fyrirskipa að utanríkisráðherra landsins sitji sem fastast eftir að þingið samþykkti vantrauststillögu á hendur honum og innanríkisráðherra Úkraínu í síðustu viku , sem báðir eru hollvinir forsetanum og appelsínugulu byltingunni sem kom honum til valda.

Bretar afhenda Alþjóðabankanum 50 milljón pund

Bretar sögðust í dag ætla að greiða Alþjóðabankanum 50 milljón pund, jafnvirði tæplega 6,75 milljarða íslenskra króna, sem Bretar höfðu neitað að greiða bankanum nema stefnu hans gagnvart þróunarlöndum yrði breytt. Bankinn hefur síðan sagst munu breyta stefnu sinni að skilyrða þróunaraðstoð við efnahagsbreytingar í hjálparþurfi landi.

Vill sýna börnunum upprunaleg landamæri Ísraels

Menntamálaráðherra Ísraels vill að kennslubækur sýni börnum landamæri landsins eins og þau voru fyrir árið 1967 þegar Ísrael lagði undir sig Vesturbakka Jórdanar, Gaza-ströndina, Austur-Jerúsalem og Gólan-hæðirnar. Hægrimenn hafa reiðst mjög þessari tillögu ráðherrans sem segir breytinguna nauðsynlega til að börn skilj sögu landsins.

Geislavirkar skyttur á Emirates Stadium

Leifar geislavirka efnisins pólons 210 fannst á heimavelli breska fótboltaliðsins Arsenal, á Emirates Stadium í Norður-London. Breskir leyniþjónustumenn reyna nú að rekja slóð morðingja rússneska njósnarans Litvinenkos, sem lést af völdum póloneitrunar.

Óblíðar móttökur fyrir nýaðflutta Hornfirðinga

Tveir menn hafa lagt fram kæru á Höfn í Hornafirði á hendur hópi unglingspilta vegna ofbeldisárásar aðfaranótt síðastliðins laugardags. Fréttastofa útvarps greindi frá þessu í kvöld. Mennirnir tveir eru nýfluttir til Hornafjarðar og segir lögreglan það því miður ekki einsdæmi að nýbakaðir Hornfirðingar fái óblíðar móttökur við komuna.

Mikið mannfall uppreisnarmanna í A-Kongó

Rúmlega 150 uppreisnarmenn létust í átökum við friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Austur-Kongó í síðustu viku að því er embættismenn S.þ. greindu frá í dag. Þeir sögðu einnig að fjöldi uppreisnarmannanna hefði gefist upp í kjölfar mannfallsins. Þetta er mesta mannfall sem sést hefur í átökum friðargæsluliða í A-Kongó.

Fjórða valdaránið á 19 árum

Herinn á Fídji-eyjum rændi völdum í nótt og hneppti forsætisráðherra landsins í stofufangelsi. Þetta er fjórða valdaránið á eyjunum síðan 1987.

Gildir einu hvort skilgreint sem borgarastyrjöld

Tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir Bandaríkjamenn ekki á sigurbraut í Írak. Fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ástandið þar verra en borgarastyrjöld. En á meðan tekist er á um hvort borgarastyrjöld geisi þar deyja fjölmargir Írakar víðsvegar um landið á degi hverjum og fyrir ættingju þeirra gildir einu hvernig átökin í Írak eru skilgreind.

Bóndi ákærður fyrir spjöll við álver á Reyðarfirði

Ábúandinn á Kollaleiru í Reyðarfirði, sagði fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag, að honum liði eins og flóttamanni í eigin landi. Hann er sakaður um að hafa valdið Bechtel vinnutjóni á álverssvæðinu en sjálfur segir hann að fyrirtækið hafi valdið honum tjóni með ólöglegu athæfi á jörð hans.

Vildu hækka eigin kjör um 75%

Sjálfstæðismenn í Árborg fullyrða að þeir hafi staðið í vegi fyrir áformum framsóknarmanna í bæjarstjórn um allt að 75% kjarabót til bæjarfulltrúa. Upp úr samstarfinu slitnaði á föstudag með gagnkvæmum brigslyrðum. Eyþór Arnalds vísar því til föðurhúsanna að hans hagsmunir hafi nokkuð með uppslit samstarfsins að gera.

Matisse á Íslandi

Menning upp á tvo milljarða verður til sýnis í Listasafni Íslands í jólamánuðinum og geta þá landsmenn í fyrsta sinni barið verk eftir sjálfan Matisse augum á íslenskri grundu.

14 milljarða afgangur

Borgarsjóður verður rekinn með 14 milljarða afgangi á næsta ári, í stað eins milljarðs halla á þessu ári, segir borgarstjóri sem kynnti fjárhagsáætlun borgarinnar í dag. Bókhaldsleikir, segir oddviti Samfylkingar. Hann segir útgjöld aukast umfram tekjur.

Ætluðu að keyra Sigtúnsreitinn í gegn

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins í Árborg segja að sér hafi verið ljóst þegar boðað var til fundar um Sigtúnsreitinn að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að "keyra málið í gegn þrátt fyrir að umbeðin gögn vantaði." Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem bæjarfulltrúarnir sendu frá sér nú í kvöld.

Serbinn Seselj í lífshættu vegna mótmælasveltis

Serbíumenn báðu stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í dag að senda serbneska öfgaþjóðernissinnann Vojislav Seselj á sjúkrahús í Belgrad. Heilsu hans hefur hrakað gríðarlega út af mótmælasvelti. Seselj hefur verið vistaður í Haag síðan hann gaf sig fram árið 2003 en réttarhöldum yfir honum var frestað um óákveðinn tíma á föstudaginn.

Nektardansinn er skattfrjáls listviðburður

Dómstóll í Noregi úrskurðaði í dag að nektardansstaðir þyrftu ekki að greiða virðisaukaskatt af starfsemi sinni, því hún félli í flokk með listrænum viðburðum og starfsmennirnir væru listamenn. Skattstjóri í Noregi hafði stefnt skemmtistaðnum Blue Engel fyrir að neita að rukka viðskiptavini um 25% skatt á inngöngumiða.

Gates vill ekki ráðast á Íran

Bandaríkin munu ekki ráðast á Íran nema allt annað hafi verið reynt. Þetta tilkynnti Robert Gates, sem mun taka við embætti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna af Donald Rumsfeld, í dag. Hann segist þess fullviss að Íranar séu að smíða kjarnavopn en segir að Bandaríkin ættu fyrst að reyna diplómatískar leiðir til þrautar með milligöngu samstarfsríkja.

Ákveðið á morgun hvort ríkislögreglustjóri beri vitni

Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp úr um það á morgun hvort Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, og Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, skuli bera vitni fyrir dómnum, vegna ákæru verjenda Baugsfjölskyldunnar um að þeir séu vanhæfir, til að fara með ákærur á hendur henni. Þinghald í málinu er síðan á dagskrá eftir hádegi á morgun.

Hátt í 50 létust í rútuslysi í Perú

Að minnsta kosti 45 létust þegar troðfull rúta hrapaði ofan í gljúfur í Andesfjöllunum í suðurhluta Perús seint í gærkvöld. Frá þessu greindi lögregla í Perú í dag. Hún telur líklegast að bílstjóri rútunnar hafi ekið of greitt og misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún steyptist ofan í 500 metra djúpt gljúfur.

Laun hækka um 2,9 prósent um áramót

Allir almennir kjarasamningar ríkisins við félög opinberra starfsmanna, félög innan ASÍ og fleiri hækka um 2,9 prósent um áramótin í stað 2,25 prósenta samkvæmt kjarasamningum. Er þetta í samræmi við samkomulag forsendunefndar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem gert var í fyrra á grundvelli verðlagsþróunar.

Segir Bandaríkjamenn ekki á sigurbraut í Írak

Robert Gates, tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við yfirheyrslur fyrir varnamálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að hann teldi ekki að Bandaríkjamenn væru á sigurbraut í Írak.

Fær 23 milljónir vegna mistaka í brjóstastækkunaraðgerð

Tveir læknar voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða konu rúmar tuttugu og þrjár milljónir króna í bætur vegna mistaka í aðgerð. Konan fór í brjóststækkunaraðgerð en á meðan á aðgerðinni stóð hætti hún að anda og fékk hjartastopp.

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðuvesturkjördæmi ákveðinn

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi var ákveðinn á fundi í Valhöll á síðastliðinn laugardag. Miðstjórn flokksins á eftir að samþykkja hann en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem sigraði prófkjör flokksins í kjördæminu leiðir listann.

Hörður hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2006

Hörður Áskelsson hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2006. Verðlaunin voru afhent í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Herði verlaunin en Hörður er tónlistarmaður og kórstjóri.

Maliki hyggst boða til ráðstefnu vegna ástandsins í Írak

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hyggst senda erindreka til nágrannaríkjanna á næstunni til þess að leita eftir samstarfi um að auka öryggi í Írak. Þá hyggst hann boða til ráðstefnu meðal ríkjanna um sama efni.

Þrjár milljónir vinnustunda án alvarlegra slysa

Starfsmenn við Fjarðaálsverkefnið á Reyðarfirði náðu þeim áfanga á laugardaginn var að vinna þrjár milljónir vinnustunda án þess að slys yrðu á staðnum sem leiddu til vinnutaps. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fjarðaálsverkefninu.

Glitnir opnar skrifstofu í Shanghai

Glitnir opnaði í dag skrifstofu í Shanghai í Kína sem hefur það hlutverk að veita almenna fjármálaþjónustu á áherslusviðum bankans á alþjóðavettvangi en það eru meðal annars matvælaiðnaður, sjávarútvegur, sjálfbær orkuframleiðsla og skipaiðnaður.

Álit Samkeppniseftirlitsins vegna RÚV-frumvarps

Samkeppniseftirlitið segir nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. skekkja samkeppnisstöðu keppinautanna og stríða gegn anda samkeppnislaga. Þetta kemur fram í áliti sem eftirlitið lagði fyrir menntamálanefnd vegna málsins.

Öryggisvitund í samfélaginu verði þróuð með markvissum hætti

Lagt er til að unnið verði að því með markvissum hætti að þróa öryggisvitund í samfélaginu og áhersla verði lögð á að byggja upp traust á upplýsingasamfélaginu, öryggi innviða þess og samkeppnishæfni samkvæmt skýrslu starfshóps samgönguráðherra um netöryggi og öryggi fjarskipta.

Mannskæðar árásir í Bagdad

30 hafa fallið í þremur sprengjutilræðum og einni skotárás í Írak í morgun. Árás var gerð á rútu sem var að flytja sjía-múslima í norðurhluta Bagdad. 14 týndu lífi og fjórir særðust. Stuttu síðar sprungu þrjár bílsprengjur í suðurhluta Bagdad. Þar féllu sextán manns og talið að vel á þriðja tug vegfarenda hafi særst.

Flugfélög minnka losun gróðurhúsalofttegunda

Alþjóðasamtök flugfélaga hafa ákveðið að draga losun gróðurhúsalofttegunda um tíu prósent milli áranna 2000 og 2010. Þetta kom fram í máli Jóns Karls Ólafssonar, forstjóra Icelandair Group, á fundi Samtaka atvinnulífsins um loftslagsmál og atvinnulífið í dag.

Leita aðstoðar í Rússlandi

Breskir lögreglumenn hafa formlega beðið rússneska starfsfélaga sína um aðstoð við rannsókn á dauða rússneska njósnarans Alexanders Litvinekons. Eitrað var fyrir honum með geislavirku efni. Fyrrverandi leyniþjónustumaður í Rússlandi segir stjórnvöld í Moskvu hafa myrt Litvinenko og segist hafa mikilvægar sannanir þess efnis.

Heimildarmynd um fanga í Afganistan veldur deilum í Danmörku

Stjórnarandstaðan í Danmörku hefur farið fram á skýringar frá ríkisstjórn landsins vegna upplýsinga sem fram koma í heimildarmynd sem frumsýnd var í Kaupmannahöfn í gær. Myndin heitir Hið leynilega stríð og þar er greint frá því að danskir hermenn í Afganistan hafi í mars árið 2002 afhent Bandaríkjaher 31 stríðsfanga sem síðan hefðu verið pyntaðir.

Völdum rænt í fjórða sinn á 19 árum

Herinn á Fídji-eyjum rændi völdum í nótt og hneppti forsætisráðherra landsins í stofufangelsi. Forseti Fiji-eyja segist ekki styðja valdaránsmenn.

Rússar ekki samstarfsþýðir

Saksóknari rússneska ríkisins, Yuri Chaika, hélt í dag fréttamannafund og sagði að ef einhverjir rússneskir ríkisborgarar verði grunaðir um græsku í eitrunarmálinu svokallaða muni rússnesk lögregla yfirheyra þá og það verði réttað yfir þeim í Rússlandi. Chaika sagði ennfremur að enginn myndi verða framseldur til Bretlands.

Tímamót við Kárahnjúkavirkjun

Búið er að opna aðrennslisgöngin sem ætlað er að flytja Jöklu úr Hálslóni yfir í stöðvarhúsið í Fljótsdal. Borað var í gegnum síðasta haft ganganna klukkan hálf ellefu í morgun.

Segir erfiðar samningalotur framundan

Formaður nefndar Evrópusamtaka atvinnulífsins um loftslagsbreytingar telur að árangur hafi náðst á loftslagráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenía í síðasta mánuði. Hann varar þó við erfiðu samningaferli næstu árin.

Gjaldskrár borgarinnar hækki um 8,5 prósent

Fjármálasvið borgarinnar hefur lagt það til við öll svið borgarinnar að hækka gjaldskrár um 8,5 prósent til að mæta auknum kostnaði á næsta ári. Gjöld fyrir börn á frístundaheimilum í Reykjavík hækka um tæp níu prósent um áramót og hafa þá hækkað um næstum fimmtán prósent á einu ári.

Niðurlægði þingflokk Samfylkingarinnar

Guðjón Ólafur Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksinsk segir fá eða engin dæmi um að formaður flokks hafi niðurlægt þingmenn sína með þeim hætti sem formaður Samfylkingarinnar hafi gert í ræðu á flokkstjórnarfundi flokksins um helgina, þegar hún sagði þjóðina ekki treysta þingflokknum.

Fráleit ásökun um óheiðarleika

Eyþór Arnalds segir það tilhæfulaust að tengja samstarfsslit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Selfossi við sína persónu eða hagsmuni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa einnig til föðurhúsanna ásökunum um óheiðarleika í starfi í bæjarstjórninni og standa við fullyrðingar sínar um að steytt hafi á óhóflegum tillögum framsóknarmanna um allt að 70% hækkun til bæjarfulltrúa.

Sjá næstu 50 fréttir