Innlent

Hélt konu í íbúð hennar

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og frelsissviptingu fyrir að hafa í september í fyrra ráðist á konu og haldið henni nauðugri í íbúð hennar.

Meint árás átti sér stað á heimili konunnar. Manninum er gefið að sök að hafa tekið hana hálstaki og hent henni til og frá. Hann er síðan kærður fyrir að hafa haldið henni nauðugri í íbúðinni í tvær klukkustundir.

Honum er einnig gefið að sök að hafa í febrúar ruðst inn í sömu íbúð og neitað að yfirgefa hana. Konan krefst 800.000 króna í bætur og að maðurinn verði dæmdur til refsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×