Fleiri fréttir

23 létust í Kína af völdum fellibylsins

Að minnsta kosti tuttugu og þrír létust þegar fellibylurinn Chanchu gekk yfir suðurhluta Kína í gær. Talið er að tala látinna eigi þó eftir að hækka nokkuð því fjölmargra er saknað, þar á meðal tæplega þrjátíu víetnamskra sjómanna sem voru á veiðum á kínverskum vötnum.

Glitnir hækkar vexti af húsnæðislánum

Vextir af húsnæðislánum Glitnis hækka upp í 4,9% á mánudag, úr því að vera 4,15% fyrir hálfu örðu ári, þegar bankarnir hófu samkeppni á íbúðalánamarkaði. Hækkunin hefur ekki áhrif á kjör þeirra, sem þegar hafa tekið lán. Vextir af óverðtryggðum lánum verða líka hækkaðir. Í tilkynningu frá Glitni segir að þetta sé gert eftir að Seðlabankinn tilkynnti hækkun stýrivaxta í gær.

Skotbardagar í Gaza-borg

Skotbardagar brutust út í Gaza-borg í nótt á milli nýskipaðrar öryggissveitar Hamas-samtaka Palestínumanna og lögreglumanna hliðhollir Fatah-hreyfingunni.

Forkaupsréttur á jörð

Ekki var fallist á forkaupsrétt eins eigenda jarðarinnar Garðs í Aðaldælahreppi að öðrum hlutum hennar samkvæmt dómi Hæstaréttar. Fór maðurinn fram á riftun samninga við aðra kaupendur vegna þessa.

Stefnuskrá Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ kynnt

Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ kynntu stefnuskrá sína í dag og mun megináhersla vera lögð á ábyrga fjármálastjórn, börnin í fyrsta sæti og málefni eldri borgara. Þá stefna Sjálfstæðismenn í bænum á að koma á rafrænni upplýsinga- og þjónustuveitu, tryggja fjölbreytt framboð lóða í bæjarfélaginu og byggingu mennngarhúss í miðbæ Mosfellsbæjar.

Breytingar geti lækkað matarverð um 20 prósent

Samtök verslunar og þjónustu segja að matarverð geti lækkað um hátt í 20 prósent ef breytingar verði gerðar á skatta- og gjaldaumhverfi á matvörumarkaði. Samtökin vilja frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum í skrefum en vilja breytingar á vörugjöldum og virðisaukaskatti sem fyrst.

Siðanefnd blaðamanna klofnaði

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands klofnaði í fyrsta sinn í 16 ár þegar nefndin úrskurðaði í kæru Steingríms Ólafssonar á hendur DV fyrir umfjöllun blaðsins á morðinu á Jóni Þór Ólafssyni sem fannst myrtur í El Salvador en Steingrímur er bróðir hins látna. Meirihluti siðanefndar komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn þriðju grein siðareglnanna.

Stúdentaóeirðir í Chile

Háskólastúdentar í Chile mótmæltu í dag háum fargjöldum í almenningsfarartæki í höfuðborginni Santiago. Lögregla sprautaði vatni til að dreifa mótmælendunum þegar sló í brýnu milli unga fólksins og lögreglumanna. Stúdentarnir hópuðust þó fljótt saman aftur og veittust aftur að lögreglu.

Misjöfn viðbrögð við Da Vinci víða um heim

Bækur voru brenndar í Moskvu í dag þegar kvikmyndin um um Da Vinci lykilinn var frumsýnd þar. Biskuparáðstefna kaþólsku kirkjunnar í Indlandi lagðist hins vegar gegn því að myndin yrði bönnuð.

Vilja allir hækka laun leikskólakennara

Talsmenn flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnakosninga telja allir að hækka beri laun leikskólakennara og efla faglegt starf innan leikskólanna með fjölgun menntaðra leikskólakennara. Þetta kom fram á fundi haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

Glitnir hækkar vexti

Í framhaldi af vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands um 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta sem kynnt var fyrr í dag, hefur Glitnir ákveðið að hækka óverðtryggða vexti sína um 0,60-0,75 prósentustig. Breytingin tekur gildi frá og með 22. maí segir í tilkynningu frá Glitni.

Garðabær kaupir vatn frá Kópavogi

Bæjarstjórar Garðabæjar og Kópavogs undirrita á morgun samning um að Garðabær kaupi allt að 2 milljónum tonna af vatni á ári til íbúa sinna og fyrirtækja frá Vatnsveitu Kópavogs, frá og með fyrri hluta árs 2007.

Syngjandi frambjóðandi

Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona og frambjóðandi, er í aðalhlutverki á fjörugum vinnustaðafundum F-listans í Reykjavík, syngur revíur og leiðir fjöldasöng milli þess sem Ólafur F. Magnússon flytur boðskap um bætt kjör aldraðra og flugvallarmál.

Bausch & Lomb innkallar linsuvökvann

Framleiðendur Renu MoistureLoc, mest selda linsuvökva á Íslandi, og í heiminum öllum, hafa ákveðið að stöðva dreifingu hans og innkalla útistandandi birgðir. Óttast er að hann geti undir ákveðnum kringumstæðum valdið hornhimnubólgu sem aftur getur leitt til blindu.

Hrafnshreiður við umferðargötu

Hrafnshjón hafa gert sér hreiður aðeins tvo metra frá umferðargötu í helsta athafnahverfi Reykjavíkur. Starfsmenn fyrirtækis í nágrenninu fæða hrafnana daglega.

Bílvelta við Garðheima

Tveir bílar skullu saman með þeim afleiðingum að annar þeirra valt á Reykjanesbraut á móts við Garðheima nú rétt í þessu, engin slys urðu á fólki en báðir bílarnir eru mikið skemmdir. Talið er að annar bílstjórinn hafi verið í svigakstri, og rakst hann utan í vörubifreið með þeim afleiðingum að hann skall utan í annan bíl sem valt við höggið.

Einstæðir karlar vaxandi hópur

Fátækt og einangrun er vaxandi vandamál á Íslandi, að mati viðmælenda í nýrri athugun Rauða krossins. Aldraðir, fatlaðir, öryrkjar og einstæðar mæður eru sem fyrr mesti áhættuhópurinn, en einstæðir karlmenn og innflytjendur eru vaxandi hópur og jafnframt þeir sem erfiðast er að hjálpa.

Guðrún Kristjánsdóttir hlýtur viðurkenningu úr Pollock-Krasner sjóðnum

Nýlega hlaut Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarkona, styrk úr Pollock-Krasner sjóðnum, sem er alþjóðlegur listasjóður, stofnaður af Lee Krasner, ekkju Jacksons Pollock, en þau voru bæði heimsþekktir bandarískir listamenn. Sjóðurinn er mikils virtur, valnefnd hans er skipuð viðurkenndu fagfólki innan hins alþjóðlega listgeira og miklar kröfur gerðar til styrkþega. Styrkurinn þykir vera mikil viðurkenning fyrir þá listamenn sem hann hljóta. Guðrún stundaði myndlistarnám í Reykjavík og í Frakklandi og hefur sýnt verk sín víða um heim á undanförnum tveimur áratugum. Á síðasta ári voru tvær einkasýningar á verkum hennar í New York, auk sýningar í Gallerí 100° í húsi Orkuveitunnar í Reykjavík. Framundan hjá Guðrúnu eru ýmis verkefni og sýningar, bæði hér heima og erlendis.

FL Group skilar 6.644 milljóna króna hagnaði

Hagnaður FL Group samstæðunnar fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2006 var 6.644 milljónir króna samanborið við 28 milljóna króna hagnað árið áður. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður tímabilsins 5.839 milljónir króna, samanborið við 25 milljónir króna árið áður. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu nam 33,8%.

Lífeyrissjóðirnir sem sveiflujöfnun

Lífeyrissjóðirnir geta verið nokkurs konar varagjaldeyrissjóður vegna fjárfestinga sinna erlendis segir Seðlabankastjóri. Hann telur að lífeyrissjóðirnir geti dregið úr gengissveiflum vegna þess hvernig þeir stýra fjárfestingum sínum erlendis.

Rændi lyfjum í apóteki vopnaður exi

Lögreglan í Kópavogi leitar manns sem ruddist inn í apótek Lyfs og heilsu við Smiðjuveg á ellefta tímanum í morgun og rændi þaðan lyfjum. Maðurinn kom inn í verslunina vopnaður exi og heimtaði lyf af starfsfólki sem hann fékk.

Bankarnir verða að efna loforðin

Bankarnir verða að standa við loforð sín um að draga úr útlánum segir Davíð Oddsson Seðlabankastjóri. Hann segir jafnframt að enn hafi ekkert komið fram sem sýni fram á að fasteignamarkaðurinn sé að kólna.

Tveggja ára dómur fyrir fíkniefnabrot

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir að eiga og ætla að selja umtalsvert magn af fíkniefnum. Fíkniefnin fundust við leit á veitingastað í eigu mannsins en um var að ræða amfetamín í ýmsu formi.

Fyrsta skóflustungan tekin að byggingu knattspyrnuhúss við Vallarkór

Á morgun föstudag mun Kópavogsbær og Ístak h.f. undirrita samning um byggingu fullkomins knattspyrnuhúss við Vallarkór í Kópavogi. Um leið verður tekin fyrsta skóflustunga að húsinu en þar með er hafin bygging heilsu-, Íþrótta- og fræðaseturs í Kópavogi í samræmi við samning Kópavogsbæjar og Íþróttaakademíu Íslands sem undirritaður var í nóvember s.l.

Menntaskemmtigarður í Laugardalnum

Í dag var undirritaður samningum um þróun Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Reykjavíkurborg hefur breytt deiliskipulagi Laugardalsins og eru framtíðarplönin sú að standa fyrir uppbyggingu á svæðinu sem miðar að því að byggja upp svæði sem verði einskonar "menntaskemmtigarður"

Rafmagn komið á í Grafarvogi

Rafmagn er komið á þann hluta Grafavogs, sem varð rafmagnslaus um kl. 15:00 í dag. Bilun varð í háspennustreng á framkvæmdasvæði við Vesturlandsveg.

Ókeypis á Þjóðminjasafnið 20.- 31. maí

Aðgangur að Þjóðminjasafni Íslands verður ókeypis dagana 20.-31. maí í tilefni af því að safnið fékk sérstaka viðurkenningu í samkeppi Evrópuráðs safna fyrir skömmu.

Hluti af Grafarvogi rafmagnslaus

Fyrir nokkrum mínútum varð háspennubilun í Grafarvogi með þeim afleiðingum að stór hluti hverfisins er án rafmagns. Leit er hafin að biluninni og viðgerð hefst eins fljótt og auðið er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur

18 ára stúlka fékk dóm fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun 18 ára stúlku í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, og til greiðslu sakarkostnaðar, en vísaði frá skaðabótakröfu ákæruvaldsins upp á röskar 400 þúsund krónur.

Fuglaflensa greinist í alifuglum í Danmörku

Alifuglar hafa greinst með H5 afbrigði fuglaflensu í Danmörku. Sjúkdómurinn greindist í fuglum á búi í Hudslev rétt hjá Kerteminde á Fjóni. Fuglar á búinu hafa verið aflífaðir og lögregla er að setja upp eftirlit á tíu kílómetra svæði í kringum búið.

Klekkt á neytendum

Meira ósamræmi er á milli verðs í hillum og afgreiðslukössum í einstökum matvöruverslunum nú en nokkru sinni fyrr, og geta verslanaeigendur átt yfir höfði sér stjórnvaldssektir vegna þessa.

Kjörsókn eykst dag frá degi

2664 höfðu kosið utan kjörfundar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjavík rétt fyrir hádegi í dag. Tíu dagar eru í kosningar og eykst kjörsókn dag frá degi.

5 ára fangelsi fyrir manndrápstilraun og fleiri brot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Ólaf Hrafn Magnússon í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir, kynferðisbrot og vörslu barnakláms. Ólafur barði mann þangað til hann missti meðvitund og stakk hann í bakið á Menningarnótt í fyrra.

Völd konungs skert

Völd Gyanendra konungs í Nepal skerðast töluvert samkvæmt nýrri ályktun sem þing landsins samþykkti í morgun.

Segjast ekki hafa boðið Gísla Einarssyni sæti á lista

Forystumenn Frjálslynda flokksins segja ekkert hæft í þeirri „gróusögu" að flokkurinn hafi í undanfara kosningabaráttu boðið Gísla S. Einarssyni, fyrrverandi alþingismanni Samfylkingar, sæti á framboðslista Frjálslyndra og óháðra á Akranesi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.

Nýrri öryggissveit mótmælt

Tugir vopnaðra Fatah-liða hröktu vara-forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna á flótta úr borg á Vesturbakkanum í morgun, þar sem hann var kominn til fundar. Spenna milli stuðningsmanna Hamas og Fatah á Vesturbakkanum hefur magnast síðustu daga, sér í lagi eftir að heimastjórn Hamas stofnaði eigin öryggissveit í gær.

Dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir ýmis brot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Ólaf Hrafn Magnússon í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir, kynferðisbrot og vörslu barnakláms.

Efasemdir um ágæti vaxtahækkana

Vaxandi efasemda er farið að gæta um að stýrivaxtahækkanir þjóni lengur tilgangi sínum, og að úr þessu geti þær jafnvel farið að hafa neikvæð áhrif.

Vaxandi skuldsetning ungra einhleypra karla

Ungir einhleypir karlmenn og einstæðar mæður eru skuldsettust allra og í erfiðustu fjárhagskröggunum. Jón Kristjánsson, félagsmálaráðherra, ætlar að láta kanna stöðu einstæðra karla sérstaklega.

Átta létust í Kína af völdum fellibyls

Átta létu lífið, þar af tvö börn, þegar fellibylurinn Chanchu skall á suðurströnd Kína í morgun. Bylurinn hafði áður orðið þrjátíu og sjö að bana á Filippseyjum. Hátt í milljón manns hefur þurft að yfirgefa heimili sín í Suður-Kína vegna bylsins.

Kona deyr úr fuglaflensu í Egyptalandi

Sjötíu og fimm ára gömul kona í Egyptalandi lést úr fuglaflensu í morgun. Talsmaður Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar staðfesti þetta. Þar með hafa sex orðið flensunni að bráð þar í landi. Konan bjó í suðurhluta landsins og hafði að sögn komist í tæri við sýkta fugla.

Stýrivextir í sögulegu hámarki

Stýrivextir Seðlabankans hækka í 12,25 prósent samkvæmt ákvörðun sem bankastjórn Seðlabankans tilkynnti í morgun. Stýrivextir hafa aldrei verið hærri en þeir eru núna.

Þráðlaust net á vellinum í sumar

Og Vodafone hefur tekið í notkun þráðlaust net (Hot Spot) á öllum völlum í efstu deild karla og kvenna í sumar, alls 13 völlum.

Má sletta skyri eða klifra upp í byggingakrana?

Má sletta skyri eða klifra upp í byggingakrana? Hve langt mega yfirvöld ganga til að hefta mótmælendur? Þetta er meðal þeirra spurninga sem ræddar verða á málþingi um mótmæli og lýðræði sem ReykjavíkurAkademían stendur að í dag.

Sjá næstu 50 fréttir