Innlent

5 ára fangelsi fyrir manndrápstilraun og fleiri brot

MYND/Vísir

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Ólaf Hrafn Magnússon í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir, kynferðisbrot og vörslu barnakláms. Ólafur barði mann þangað til hann missti meðvitund og stakk hann í bakið á Menningarnótt í fyrra. Einnig var hann dæmdur fyrir að hafa margoft haft samræði við stúlku sem þá var 12 og 13 ára og hafa tekið klámfengnar myndir af henni sem enduðu á Netinu. Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að Ólafur Hrafn sé ungur að árum, en hann er nítján ára, og virðist hafa vilja til að taka sig á í lífinu. Þá hafi hann að hluta játað þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×