Garðabær kaupir vatn frá Kópavogi 18. maí 2006 20:17 Bæjarstjórar Garðabæjar og Kópavogs undirrita á morgun samning um að Garðabær kaupi allt að 2 milljónum tonna af vatni á ári til íbúa sinna og fyrirtækja frá Vatnsveitu Kópavogs, frá og með fyrri hluta árs 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingastjóra Garðabæjar. Bæjarstjórarnir undirrita á sama tíma viljayfirlýsingu um uppbyggingu á sameiginlegu hesthúsasvæði við Kjóavelli þar sem gert er ráð fyrir að sameinað hestamannafélag Gusts og Andvara hafi aðstöðu. Vatnið sem Garðabær kaupir frá Kópavogi, samkvæmt samningnum, kemur frá borholum í landi Vatnsenda en þar fyrirhugar Vatnsveita Kópavogs að taka vatnsveitu í notkun á fyrri hluta árs 2007. Um leið er stefnt er að því að leggja niður vatnsveitu í Dýjakrókum í Garðabæ í áföngum frá árinu 2008 til ársins 2010. Sveitarfélögin munu vinna saman að tillögu að breyttri skilgreiningu á vatnsverndarsvæðum, samkvæmt svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið, í samræmi við þessar breytingar á vatnsöflun. Samningurinn nær til ársloka 2047 og er óuppsegjanlegur af hálfu Kópavogs til þess tíma. Garðabær greiðir 3,44 kr. fyrir hvern rúmmetra á tímabilinu 2007-2017. Á tímabilinu 2018-2027 greiðir Garðabær 6,08 kr. fyrir rúmmetra og 8,10 kr. á árunum 2028-2047. Bæjarfélögin lýsa jafnframt yfir vilja sínum til að vinna í sameiningu að því að skipuleggja hesthúsasvæði og athafnasvæði fyrir hestamenn á Kjóavöllum, en breytingar á vatnsvernd gera slíka uppbyggingu fýsilega. Gert er ráð fyrir að hestamannafélögin Gustur í Kópavogi og Andvari í Garðabæ sameinist og byggð verði upp mannvirki á Kjóavöllum sem verði aðstaða hins nýja félags. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ segir mikinn ávinning vera af samningnum fyrir Garðbæinga. "Með því að semja um kaup á vatni frá Vatnsveitu Kópavogs, sem ætlar að fara í mikla uppbyggingu í Vatnsendakrikum, er Garðbæingum tryggt nægt og gott vatn til framtíðar. Ég tel að samningurinn sé hagstæður fyrir Garðabæ og við náum með honum að tryggja öryggi í vatnsöflun á mjög sanngjörnu verði. Um leið er ánægjulegt að hægt sé að byggja upp enn glæsilegri aðstöðu fyrir hestamenn í landi Garðabæjar og tryggja þeim æfinga- og keppnissvæði eins og best gerist." Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi er einnig ánægður með samninginn en með honum er hestamönnum í Kópavogi og Garðabæ tryggð framtíðaraðstaða á góðum stað þar sem sveitarfélögin tvö mætast. "Með samningnum er náð afar góðri nýtingu á verðmætu landi á höfuðborgarsvæðinu sem er öllum til hagsbóta auk þess að með samningnum er skotið traustari stoðum undir fyrirhugaða vatnsveitu Kópavogs." Samningurinn verður undirritaður í félagsheimili Andvara á Kjóavöllum kl. 17 á morgun, föstudaginn 19. maí. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Bæjarstjórar Garðabæjar og Kópavogs undirrita á morgun samning um að Garðabær kaupi allt að 2 milljónum tonna af vatni á ári til íbúa sinna og fyrirtækja frá Vatnsveitu Kópavogs, frá og með fyrri hluta árs 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingastjóra Garðabæjar. Bæjarstjórarnir undirrita á sama tíma viljayfirlýsingu um uppbyggingu á sameiginlegu hesthúsasvæði við Kjóavelli þar sem gert er ráð fyrir að sameinað hestamannafélag Gusts og Andvara hafi aðstöðu. Vatnið sem Garðabær kaupir frá Kópavogi, samkvæmt samningnum, kemur frá borholum í landi Vatnsenda en þar fyrirhugar Vatnsveita Kópavogs að taka vatnsveitu í notkun á fyrri hluta árs 2007. Um leið er stefnt er að því að leggja niður vatnsveitu í Dýjakrókum í Garðabæ í áföngum frá árinu 2008 til ársins 2010. Sveitarfélögin munu vinna saman að tillögu að breyttri skilgreiningu á vatnsverndarsvæðum, samkvæmt svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið, í samræmi við þessar breytingar á vatnsöflun. Samningurinn nær til ársloka 2047 og er óuppsegjanlegur af hálfu Kópavogs til þess tíma. Garðabær greiðir 3,44 kr. fyrir hvern rúmmetra á tímabilinu 2007-2017. Á tímabilinu 2018-2027 greiðir Garðabær 6,08 kr. fyrir rúmmetra og 8,10 kr. á árunum 2028-2047. Bæjarfélögin lýsa jafnframt yfir vilja sínum til að vinna í sameiningu að því að skipuleggja hesthúsasvæði og athafnasvæði fyrir hestamenn á Kjóavöllum, en breytingar á vatnsvernd gera slíka uppbyggingu fýsilega. Gert er ráð fyrir að hestamannafélögin Gustur í Kópavogi og Andvari í Garðabæ sameinist og byggð verði upp mannvirki á Kjóavöllum sem verði aðstaða hins nýja félags. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ segir mikinn ávinning vera af samningnum fyrir Garðbæinga. "Með því að semja um kaup á vatni frá Vatnsveitu Kópavogs, sem ætlar að fara í mikla uppbyggingu í Vatnsendakrikum, er Garðbæingum tryggt nægt og gott vatn til framtíðar. Ég tel að samningurinn sé hagstæður fyrir Garðabæ og við náum með honum að tryggja öryggi í vatnsöflun á mjög sanngjörnu verði. Um leið er ánægjulegt að hægt sé að byggja upp enn glæsilegri aðstöðu fyrir hestamenn í landi Garðabæjar og tryggja þeim æfinga- og keppnissvæði eins og best gerist." Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi er einnig ánægður með samninginn en með honum er hestamönnum í Kópavogi og Garðabæ tryggð framtíðaraðstaða á góðum stað þar sem sveitarfélögin tvö mætast. "Með samningnum er náð afar góðri nýtingu á verðmætu landi á höfuðborgarsvæðinu sem er öllum til hagsbóta auk þess að með samningnum er skotið traustari stoðum undir fyrirhugaða vatnsveitu Kópavogs." Samningurinn verður undirritaður í félagsheimili Andvara á Kjóavöllum kl. 17 á morgun, föstudaginn 19. maí.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira