Garðabær kaupir vatn frá Kópavogi 18. maí 2006 20:17 Bæjarstjórar Garðabæjar og Kópavogs undirrita á morgun samning um að Garðabær kaupi allt að 2 milljónum tonna af vatni á ári til íbúa sinna og fyrirtækja frá Vatnsveitu Kópavogs, frá og með fyrri hluta árs 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingastjóra Garðabæjar. Bæjarstjórarnir undirrita á sama tíma viljayfirlýsingu um uppbyggingu á sameiginlegu hesthúsasvæði við Kjóavelli þar sem gert er ráð fyrir að sameinað hestamannafélag Gusts og Andvara hafi aðstöðu. Vatnið sem Garðabær kaupir frá Kópavogi, samkvæmt samningnum, kemur frá borholum í landi Vatnsenda en þar fyrirhugar Vatnsveita Kópavogs að taka vatnsveitu í notkun á fyrri hluta árs 2007. Um leið er stefnt er að því að leggja niður vatnsveitu í Dýjakrókum í Garðabæ í áföngum frá árinu 2008 til ársins 2010. Sveitarfélögin munu vinna saman að tillögu að breyttri skilgreiningu á vatnsverndarsvæðum, samkvæmt svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið, í samræmi við þessar breytingar á vatnsöflun. Samningurinn nær til ársloka 2047 og er óuppsegjanlegur af hálfu Kópavogs til þess tíma. Garðabær greiðir 3,44 kr. fyrir hvern rúmmetra á tímabilinu 2007-2017. Á tímabilinu 2018-2027 greiðir Garðabær 6,08 kr. fyrir rúmmetra og 8,10 kr. á árunum 2028-2047. Bæjarfélögin lýsa jafnframt yfir vilja sínum til að vinna í sameiningu að því að skipuleggja hesthúsasvæði og athafnasvæði fyrir hestamenn á Kjóavöllum, en breytingar á vatnsvernd gera slíka uppbyggingu fýsilega. Gert er ráð fyrir að hestamannafélögin Gustur í Kópavogi og Andvari í Garðabæ sameinist og byggð verði upp mannvirki á Kjóavöllum sem verði aðstaða hins nýja félags. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ segir mikinn ávinning vera af samningnum fyrir Garðbæinga. "Með því að semja um kaup á vatni frá Vatnsveitu Kópavogs, sem ætlar að fara í mikla uppbyggingu í Vatnsendakrikum, er Garðbæingum tryggt nægt og gott vatn til framtíðar. Ég tel að samningurinn sé hagstæður fyrir Garðabæ og við náum með honum að tryggja öryggi í vatnsöflun á mjög sanngjörnu verði. Um leið er ánægjulegt að hægt sé að byggja upp enn glæsilegri aðstöðu fyrir hestamenn í landi Garðabæjar og tryggja þeim æfinga- og keppnissvæði eins og best gerist." Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi er einnig ánægður með samninginn en með honum er hestamönnum í Kópavogi og Garðabæ tryggð framtíðaraðstaða á góðum stað þar sem sveitarfélögin tvö mætast. "Með samningnum er náð afar góðri nýtingu á verðmætu landi á höfuðborgarsvæðinu sem er öllum til hagsbóta auk þess að með samningnum er skotið traustari stoðum undir fyrirhugaða vatnsveitu Kópavogs." Samningurinn verður undirritaður í félagsheimili Andvara á Kjóavöllum kl. 17 á morgun, föstudaginn 19. maí. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira
Bæjarstjórar Garðabæjar og Kópavogs undirrita á morgun samning um að Garðabær kaupi allt að 2 milljónum tonna af vatni á ári til íbúa sinna og fyrirtækja frá Vatnsveitu Kópavogs, frá og með fyrri hluta árs 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingastjóra Garðabæjar. Bæjarstjórarnir undirrita á sama tíma viljayfirlýsingu um uppbyggingu á sameiginlegu hesthúsasvæði við Kjóavelli þar sem gert er ráð fyrir að sameinað hestamannafélag Gusts og Andvara hafi aðstöðu. Vatnið sem Garðabær kaupir frá Kópavogi, samkvæmt samningnum, kemur frá borholum í landi Vatnsenda en þar fyrirhugar Vatnsveita Kópavogs að taka vatnsveitu í notkun á fyrri hluta árs 2007. Um leið er stefnt er að því að leggja niður vatnsveitu í Dýjakrókum í Garðabæ í áföngum frá árinu 2008 til ársins 2010. Sveitarfélögin munu vinna saman að tillögu að breyttri skilgreiningu á vatnsverndarsvæðum, samkvæmt svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið, í samræmi við þessar breytingar á vatnsöflun. Samningurinn nær til ársloka 2047 og er óuppsegjanlegur af hálfu Kópavogs til þess tíma. Garðabær greiðir 3,44 kr. fyrir hvern rúmmetra á tímabilinu 2007-2017. Á tímabilinu 2018-2027 greiðir Garðabær 6,08 kr. fyrir rúmmetra og 8,10 kr. á árunum 2028-2047. Bæjarfélögin lýsa jafnframt yfir vilja sínum til að vinna í sameiningu að því að skipuleggja hesthúsasvæði og athafnasvæði fyrir hestamenn á Kjóavöllum, en breytingar á vatnsvernd gera slíka uppbyggingu fýsilega. Gert er ráð fyrir að hestamannafélögin Gustur í Kópavogi og Andvari í Garðabæ sameinist og byggð verði upp mannvirki á Kjóavöllum sem verði aðstaða hins nýja félags. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ segir mikinn ávinning vera af samningnum fyrir Garðbæinga. "Með því að semja um kaup á vatni frá Vatnsveitu Kópavogs, sem ætlar að fara í mikla uppbyggingu í Vatnsendakrikum, er Garðbæingum tryggt nægt og gott vatn til framtíðar. Ég tel að samningurinn sé hagstæður fyrir Garðabæ og við náum með honum að tryggja öryggi í vatnsöflun á mjög sanngjörnu verði. Um leið er ánægjulegt að hægt sé að byggja upp enn glæsilegri aðstöðu fyrir hestamenn í landi Garðabæjar og tryggja þeim æfinga- og keppnissvæði eins og best gerist." Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi er einnig ánægður með samninginn en með honum er hestamönnum í Kópavogi og Garðabæ tryggð framtíðaraðstaða á góðum stað þar sem sveitarfélögin tvö mætast. "Með samningnum er náð afar góðri nýtingu á verðmætu landi á höfuðborgarsvæðinu sem er öllum til hagsbóta auk þess að með samningnum er skotið traustari stoðum undir fyrirhugaða vatnsveitu Kópavogs." Samningurinn verður undirritaður í félagsheimili Andvara á Kjóavöllum kl. 17 á morgun, föstudaginn 19. maí.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira