Vilja allir hækka laun leikskólakennara 18. maí 2006 22:19 Talsmenn flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnakosninga telja allir að hækka beri laun leikskólakennara og efla faglegt starf innan leikskólanna með fjölgun menntaðra leikskólakennara. Þetta kom fram á fundi haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Það var Reykjavíkurdeild Félags leikskólakennara sem stóð fyrir fundinum en þar kynntu frambjóðendur stefnu sinna flokka í málefnum leikskóla. Allir voru þeir sammála um að töluverðar framfarir hefðu orðið í málaflokknum í tíð R-listans en engu að síður biðu mörg verkefni á næstu árum. Talið barst meðal annars að gjaldfrjálsum leikskóla. Allir flokkarnir hafa hann á stefnuskrá sinni nema Sjálfstæðisflokkurinn sem leggur meiri áherslu á að tryggja fyrst öllum vistun fyrir börn sín eftir að fæðingarorlofi lýkur. Fram kom á fundinum að það kosti um tvo milljarða á ári að gera leikskóla gjaldfrjálsa en ekki fengust skýr svör um það á fundinum hvaðan þeir fjármunir ættu að koma. Umræðan um gjaldfrjálsan leikskóla er nátengd umræðu um leikskólann sem fyrsta skólastigið og töldu talsmenn allra flokka að starfið innan leikskólanna yrði sífellt metnaðarfyllra. Þeir sögðu þó engu að síður mikilvægt að efla enn frekar faglegt starf á leikskólunum og efla tengsl grunn- og leikskóla. Fram kom að liður í eflingu á faglegu starfi á leikskólum væri að fá fleiri faglærða starfsmenn inn á leikskólana, en eins og kunnugt er plagaði mannekla marga leikskólana í vetur. Til þess að lokka fleiri leikskólakennara til starfa í leikskólum þyrfti að hækka launin enn meira en gert hefði verið nú eftir áramót. Benti einn fundargesta þá á að samningar við leikskólakennara væru lausir í haust og því verður fróðlegt að fylgjast með hvort þeir sem stjórna borginni eftir kosningar fylgi orðunum eftir með gjörðum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Talsmenn flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnakosninga telja allir að hækka beri laun leikskólakennara og efla faglegt starf innan leikskólanna með fjölgun menntaðra leikskólakennara. Þetta kom fram á fundi haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Það var Reykjavíkurdeild Félags leikskólakennara sem stóð fyrir fundinum en þar kynntu frambjóðendur stefnu sinna flokka í málefnum leikskóla. Allir voru þeir sammála um að töluverðar framfarir hefðu orðið í málaflokknum í tíð R-listans en engu að síður biðu mörg verkefni á næstu árum. Talið barst meðal annars að gjaldfrjálsum leikskóla. Allir flokkarnir hafa hann á stefnuskrá sinni nema Sjálfstæðisflokkurinn sem leggur meiri áherslu á að tryggja fyrst öllum vistun fyrir börn sín eftir að fæðingarorlofi lýkur. Fram kom á fundinum að það kosti um tvo milljarða á ári að gera leikskóla gjaldfrjálsa en ekki fengust skýr svör um það á fundinum hvaðan þeir fjármunir ættu að koma. Umræðan um gjaldfrjálsan leikskóla er nátengd umræðu um leikskólann sem fyrsta skólastigið og töldu talsmenn allra flokka að starfið innan leikskólanna yrði sífellt metnaðarfyllra. Þeir sögðu þó engu að síður mikilvægt að efla enn frekar faglegt starf á leikskólunum og efla tengsl grunn- og leikskóla. Fram kom að liður í eflingu á faglegu starfi á leikskólum væri að fá fleiri faglærða starfsmenn inn á leikskólana, en eins og kunnugt er plagaði mannekla marga leikskólana í vetur. Til þess að lokka fleiri leikskólakennara til starfa í leikskólum þyrfti að hækka launin enn meira en gert hefði verið nú eftir áramót. Benti einn fundargesta þá á að samningar við leikskólakennara væru lausir í haust og því verður fróðlegt að fylgjast með hvort þeir sem stjórna borginni eftir kosningar fylgi orðunum eftir með gjörðum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira