Skjótráðir stjórnmálamenn gerðu jafntefli við stórmeistara 18. maí 2006 17:49 Sjaldan hafa stjórnmálamenn sést taka ákvarðanir jafnhratt og í húsi Taflfélags Reykjavíkur í dag. Nýtt landslið Íslands í skák skoraði á nokkra borgarfulltrúa og alþingismenn í hraðskák. Að veði var sæti í landsliðinu. Nýtt landslið Íslendinga í skák var kynnt en það mun keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíumótinu í skák sem hefst í Tórínó nú á laugardaginn og stendur til 4. júní. Landsliðinu barst óvæntur liðsauki þegar Jóhann Hjartarson, stigahæsti stórmeistari Íslendinga frá upphafi ákvað að ganga til liðs á ný. Jóhann hefur ekki keppt á Ólympíumóti í tíu ár og átta ár eru síðan hann keppti á móti í fullri lengd. Hann segist ekki vera í jafn góðu formi nú og þegar hann stóð á hátindi ferilsins en segist þó vonast til að verða landsliðinu að gagni og efast blaðamaður ekki um að gagnið verði mun meira en hinn hógværi Jóhann Hjartarson vill vera af að láta. Til að hita sig upp fyrir Ólympíumótið bauð landsliðið stjórnmálamönnum úr ýmsum áttum til hraðskákar, þar mættu borgarfulltrúar, alþingismenn og einn ráðherra. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands lagði sæti landsliðsmannanna að veði ef einhver stjórnmálamannanna næði sigri. Reynslan af refskák stjórnmálanna nýttist pólitíkusunum vel, því tveir þeirra náðu jafntefli við stórmeistarana. Halldór Blöndal gerði jafntefli við Þröst Þórhallsson og Geir Haarde utanríkisráðherra hafði betri stöðu og betri tíma þegar hann samdi um jafntefli við Jóhann Hjartarson. Það verður þó að fylgja sögunni að stjórnmálamennirnir fengu talsverða forgjöf, þeir höfðu fimm mínútur til að hugsa gjörðir sínar en landsliðsmennirnir aðeins eina mínútu til umráða. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira
Sjaldan hafa stjórnmálamenn sést taka ákvarðanir jafnhratt og í húsi Taflfélags Reykjavíkur í dag. Nýtt landslið Íslands í skák skoraði á nokkra borgarfulltrúa og alþingismenn í hraðskák. Að veði var sæti í landsliðinu. Nýtt landslið Íslendinga í skák var kynnt en það mun keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíumótinu í skák sem hefst í Tórínó nú á laugardaginn og stendur til 4. júní. Landsliðinu barst óvæntur liðsauki þegar Jóhann Hjartarson, stigahæsti stórmeistari Íslendinga frá upphafi ákvað að ganga til liðs á ný. Jóhann hefur ekki keppt á Ólympíumóti í tíu ár og átta ár eru síðan hann keppti á móti í fullri lengd. Hann segist ekki vera í jafn góðu formi nú og þegar hann stóð á hátindi ferilsins en segist þó vonast til að verða landsliðinu að gagni og efast blaðamaður ekki um að gagnið verði mun meira en hinn hógværi Jóhann Hjartarson vill vera af að láta. Til að hita sig upp fyrir Ólympíumótið bauð landsliðið stjórnmálamönnum úr ýmsum áttum til hraðskákar, þar mættu borgarfulltrúar, alþingismenn og einn ráðherra. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands lagði sæti landsliðsmannanna að veði ef einhver stjórnmálamannanna næði sigri. Reynslan af refskák stjórnmálanna nýttist pólitíkusunum vel, því tveir þeirra náðu jafntefli við stórmeistarana. Halldór Blöndal gerði jafntefli við Þröst Þórhallsson og Geir Haarde utanríkisráðherra hafði betri stöðu og betri tíma þegar hann samdi um jafntefli við Jóhann Hjartarson. Það verður þó að fylgja sögunni að stjórnmálamennirnir fengu talsverða forgjöf, þeir höfðu fimm mínútur til að hugsa gjörðir sínar en landsliðsmennirnir aðeins eina mínútu til umráða.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira