Skjótráðir stjórnmálamenn gerðu jafntefli við stórmeistara 18. maí 2006 17:49 Sjaldan hafa stjórnmálamenn sést taka ákvarðanir jafnhratt og í húsi Taflfélags Reykjavíkur í dag. Nýtt landslið Íslands í skák skoraði á nokkra borgarfulltrúa og alþingismenn í hraðskák. Að veði var sæti í landsliðinu. Nýtt landslið Íslendinga í skák var kynnt en það mun keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíumótinu í skák sem hefst í Tórínó nú á laugardaginn og stendur til 4. júní. Landsliðinu barst óvæntur liðsauki þegar Jóhann Hjartarson, stigahæsti stórmeistari Íslendinga frá upphafi ákvað að ganga til liðs á ný. Jóhann hefur ekki keppt á Ólympíumóti í tíu ár og átta ár eru síðan hann keppti á móti í fullri lengd. Hann segist ekki vera í jafn góðu formi nú og þegar hann stóð á hátindi ferilsins en segist þó vonast til að verða landsliðinu að gagni og efast blaðamaður ekki um að gagnið verði mun meira en hinn hógværi Jóhann Hjartarson vill vera af að láta. Til að hita sig upp fyrir Ólympíumótið bauð landsliðið stjórnmálamönnum úr ýmsum áttum til hraðskákar, þar mættu borgarfulltrúar, alþingismenn og einn ráðherra. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands lagði sæti landsliðsmannanna að veði ef einhver stjórnmálamannanna næði sigri. Reynslan af refskák stjórnmálanna nýttist pólitíkusunum vel, því tveir þeirra náðu jafntefli við stórmeistarana. Halldór Blöndal gerði jafntefli við Þröst Þórhallsson og Geir Haarde utanríkisráðherra hafði betri stöðu og betri tíma þegar hann samdi um jafntefli við Jóhann Hjartarson. Það verður þó að fylgja sögunni að stjórnmálamennirnir fengu talsverða forgjöf, þeir höfðu fimm mínútur til að hugsa gjörðir sínar en landsliðsmennirnir aðeins eina mínútu til umráða. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Sjaldan hafa stjórnmálamenn sést taka ákvarðanir jafnhratt og í húsi Taflfélags Reykjavíkur í dag. Nýtt landslið Íslands í skák skoraði á nokkra borgarfulltrúa og alþingismenn í hraðskák. Að veði var sæti í landsliðinu. Nýtt landslið Íslendinga í skák var kynnt en það mun keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíumótinu í skák sem hefst í Tórínó nú á laugardaginn og stendur til 4. júní. Landsliðinu barst óvæntur liðsauki þegar Jóhann Hjartarson, stigahæsti stórmeistari Íslendinga frá upphafi ákvað að ganga til liðs á ný. Jóhann hefur ekki keppt á Ólympíumóti í tíu ár og átta ár eru síðan hann keppti á móti í fullri lengd. Hann segist ekki vera í jafn góðu formi nú og þegar hann stóð á hátindi ferilsins en segist þó vonast til að verða landsliðinu að gagni og efast blaðamaður ekki um að gagnið verði mun meira en hinn hógværi Jóhann Hjartarson vill vera af að láta. Til að hita sig upp fyrir Ólympíumótið bauð landsliðið stjórnmálamönnum úr ýmsum áttum til hraðskákar, þar mættu borgarfulltrúar, alþingismenn og einn ráðherra. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands lagði sæti landsliðsmannanna að veði ef einhver stjórnmálamannanna næði sigri. Reynslan af refskák stjórnmálanna nýttist pólitíkusunum vel, því tveir þeirra náðu jafntefli við stórmeistarana. Halldór Blöndal gerði jafntefli við Þröst Þórhallsson og Geir Haarde utanríkisráðherra hafði betri stöðu og betri tíma þegar hann samdi um jafntefli við Jóhann Hjartarson. Það verður þó að fylgja sögunni að stjórnmálamennirnir fengu talsverða forgjöf, þeir höfðu fimm mínútur til að hugsa gjörðir sínar en landsliðsmennirnir aðeins eina mínútu til umráða.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira