Erlent

Skotbardagar í Gaza-borg

Öryggissveitarmenn í Gaza-borg
Öryggissveitarmenn í Gaza-borg MYND/AP

Skotbardagar brutust út í Gaza-borg í nótt á milli nýskipaðrar öryggissveitar Hamas-samtaka Palestínumanna og lögreglumanna hliðhollir Fatah-hreyfingunni. Tveir lögreglumenn og einn Hamas-liði eru sagðir hafa særst í átökunum.

Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytis Palestínumanna brutust átökin út eftir að óþekktir byssumenn gerðu skotárás að lögreglustöð í borginni úr bíl á ferð, en verið horfnir á braut andartaki síðar. Lögreglumenn hafi hins vegar talið að öryggissveit Hamas, sem var í nágrenninu, hefði staðið fyrir árásinni og því hafið skothríð á liðsmenn sveitanna, sem svöruðu í sömu mynt, með fyrrgreindum afleiðingum.

Spenna milli stuðningsmanna Hamas og Fatah á Vesturbakkanum hefur magnast síðustu daga, sér í lagi eftir að heimastjórn Hamas stofnaði eigin öryggissveit í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×