Innlent

Siðanefnd blaðamanna klofnaði

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands klofnaði í fyrsta sinn í 16 ár þegar nefndin úrskurðaði í kæru Steingríms Ólafssonar á hendur DV fyrir umfjöllun blaðsins á morðinu á Jóni Þór Ólafssyni sem fannst myrtur í El Salvador en Steingrímur er bróðir hins látna. Meirihluti siðanefndar komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn 3.grein siðareglnanna.

Það hefur aðeins gerst örsjaldan áður að siðanefndin klofnar í úrskurði sínum en frá upphafi hefur nefnin komist að samhljóða úrskurði í 97 prósent tilfella. Að þessu sinni voru það þau Hjörtur Gíslason, Salvör Norðdal og Sigurveig Jónsdóttir sem mynduðu meirihlutann og segir í áliti þeirra að framsetning DV á fréttinni hafi verið full glannaleg og að ekki verði séð að fréttagildi myndanna sem birtust í myndasyrpu í blaðinu hefði minnkað þótt valin hafi verið mynd þar sem líkin voru ekki í forgrunni. Þá telur meirihlutinn að DV hafi farið offari í umfjöllun sinni og ekki sýnt aðstandendum næga tillitssemi. Kemst meirihlutinn því að þeirri niðurstöðu að DV hafi brotið 3. grein siðareglna blaðamanna og að brotið sé alvarlegt. Minnihlutann kemst að annarri niðurstöðu og telur blaðið hafi ekki brotið reglur. Í þeirra áliti segir að myndirnar séu upplýsandi sem sýni lesandanum aðstæður og starfsaðferðir lögreglu í framandi landi en minnihlutann skipuðu þau Brynhildur Ólafsdóttir og Kristinn Hallgrímsson sem jafnframt er formaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×