Erlent

Misjöfn viðbrögð við Da Vinci víða um heim

Bækur voru brenndar í Moskvu í dag þegar kvikmyndin um um Da Vinci lykilinn var frumsýnd þar. Biskuparáðstefna kaþólsku kirkjunnar í Indlandi lagðist hins vegar gegn því að myndin yrði bönnuð.

Rússneski rétttrúnaðarpresturinn Igor Kovalevski segist ekki viss um að kristin kirkja beri beinan skaða af því en hins vegar sárni mörgum heittrúuðum það hvernig sagan fjallar um fólk og atburði sem trúuðum eru heilög. Kynningarplaköt fyrir myndina voru brennd í Moskvu í dag og brennumenn sögðust myndu kveikja í kvikmyndahúsum næst, ef þráast yrði við að sýna myndina.

Biskupastefna kaþólsku kirkjunnar í Indlandi ályktaði hins vegar að ekki bæri endilega að banna myndina, en hins vegar bæri að athuga hvort ekki ætti að setja ströngustu aldurstakmörk við myndina.

Fáir keyptu sig inn á frumsýningu kvikmyndarinnar í Tel Aviv í Ísrael en flestir sem höfðu farið að sjá myndina báru henni vel söguna og sögðu myndina spennandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×