Erlent

Fuglaflensa greinist í alifuglum í Danmörku

MYND/AP

Alifuglar hafa greinst með H5 afbrigði fuglaflensu í Danmörku. Sjúkdómurinn greindist í fuglum á búi í Hudslev rétt hjá Kerteminde á Fjóni. Fuglar á búinu hafa verið aflífaðir og lögregla er að setja upp eftirlit á tíu kílómetra svæði í kringum búið. Þessr fréttir koma sér illa fyrir alifuglarækt í Danmörku og má allt eins búast við að sum lönd setji hömlur á innflutning á slíkum vörum þaðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×