Erlent

Stúdentaóeirðir í Chile

Háskólastúdentar í Chile mótmæltu í dag háum fargjöldum í almenningsfarartæki í höfuðborginni Santiago.  Lögregla sprautaði vatni til að dreifa mótmælendunum þegar sló í brýnu milli unga fólksins og lögreglumanna. Stúdentarnir hópuðust þó fljótt saman aftur og veittust aftur að lögreglu.

Þegar átökin hörðnuðu beitti lögreglan táragasi. Námsmenn í Chile hafa vikum saman krafist þess að ríkið veiti þeim frían aðgang að almenningssamgöngum og stytti skóladag þeirra, sem er nú um sjö tímar. Þeir hafa líka krafist þess að 38 dollara prófgjald fyrir inntökupróf í háskóla verði fellt niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×