Fleiri fréttir Sýknaður af hvolpadrápi Maður á sextugs aldri hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa grýtt hvolpi í vegg með þeim afleiðingum að hvolpurinn hálsbrotnaði og drapst. 7.5.2006 18:45 Sökuð um að nota skattpeninga í kosningabaráttu Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri er sökuð um að nota skattpeninga til að fjármagna hluta kosningabaráttu sinnar. Auglýsing um viðtalstíma við borgarstjóra birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Steinunn vísar þessu á bug; segist enn vera borgarstjóri sem sé að sinna sínu starfi. 7.5.2006 18:45 Erfðabreytileiki sem eykur líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli fundið Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskir, bandarískir og sænskir samstarfsaðilar þeirra hafa fundið erfðabreytileika sem eykur líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og einn höfunda greinarinnar segir að niðurstöðurnar verði notaðar til að þróa greiningarpróf sem gæti hjálpað læknum við að ákvarða hverjir eigi mest á hættu að fá sjúkdóminn. 7.5.2006 18:20 Talsvert slasaður eftir bílveltu í Hrútafirði Bílvelta varð skammt norðan við Brú í Hrútafirði um eittleytið í dag þegar jeppabifreið fór þar út af veginum. Ökumaður, karlmaður á fertugsaldri, slasaðist á hálsi og hlaut einhver beinbrot en hann var einn í bílnum. 7.5.2006 17:13 Banaslys á Kjósaskarðsvegi Banaslys varð á Kjósaskarðsvegi við bæinn Valdastaði í morgun þegar ökumaður mótorhjóls hafnaði utan vegar. Tilkynning um slysið barst á tólfta tímanum og var sjúkralið þegar sent á vettvang. 7.5.2006 16:55 Sjálfstæðismenn í Kópavogi og Garðabæ kynna stefnumál Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Garðabæ kynntu í dag stefnuskrár sínar fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Vistun fyrir börn yngri en tveggja ára eru ofarlega á lista yfir stefnumál þeirra. 7.5.2006 16:35 Eldfjallið Merapi gýs enn Eldfjallið Merapi á indónesísku eynni Jövu heldur áfram að gjósa en eldvirkni hefur verið nokkur í því síðustu vikur. Gosið hefur verið rólegt það sem af er, hraun rennur niður hlíðar fjallsins og aska stígur upp af því í nokkur hundruð metra hæð. 7.5.2006 15:30 Ósáttir við að palestínskur ráðherra sæki ráðstefnu í Svíþjóð Ísraelsmenn og Frakkar hafa brugðist ókvæða við þeirri ákvörðun sænskra stjórnvalda að veita ráðherra í heimastjórn Palestínumanna vegabréfsáritun svo hann geti sótt ráðstefnu í Malmö um málefni Palestínumanna. Ráðherrann þakkar Svíum og segir ákvörðun þeirra pólitísk skilaboð. 7.5.2006 14:45 Prísund tekur enda á morgun Útlit er fyrir að prísund tveggja ástralska námaverkamanna sem setið hafa fastir djúpt ofan í gullnámu í tæpar tvær vikur taki ekki enda fyrr en á morgun. 7.5.2006 13:45 Mannskæðar sprengjuárásir í Írak Tugir manna hafa farist í sprengjuárásum í Írak í morgun. 21 lést og 52 slösuðust, allt óbreyttir borgarar, þegar bílsprengja sprakk við rútustöð í hinni helgu borg Karbala og 8 manns dóu þegar uppreisnarmaður ók bíl sínum, fylltum sprengiefni, að varðstöð lögreglu í Bagdad. 7.5.2006 13:15 Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fátíðara en áður talið? Svo virðist sem kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum sé fátíðara en þær tölur sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarin misseri gefa til kynna. Þetta kemur fram í nýrri könnun um kynhegðun ungmenna og kynferðislega misnotkun á börnum. 7.5.2006 13:00 Íranar hóta að segja sig frá sáttmála Íranska þingið hótaði í morgun að ríkið segði sig frá sáttmála um takmörkun við útbreiðslu kjarnorkuvopna létu Vesturveldin ekki af þrýstingi sínum í þess garð. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í fyrramálið um kjarnorkuáætlun Írans. 7.5.2006 12:45 Endurskoða ákvörðun um sumarhúsabyggð við Úlfljótsvatn Frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík telur rétt að endurskoða þá ákvörðun að leggja land við Úlfljótsvatn undir sumarhúsabyggð. Þar er gert ráð fyrir sex hundrum lóðum undir sumarhús. 7.5.2006 12:30 Togstreita milli Blair og Brown Togstreitan á milli þeirra Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, og Gordons Brown, fjármálaráðherra, hefur náð nýjum hæðum eftir útreiðina sem Verkamannaflokkurinn fékk í sveitarstjórnarkosningunum á Englandi í síðustu viku. 7.5.2006 12:00 Bakslag í fasteignaviðskiptum Verulegt bakslag hefur orðið í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur. Um þriðjungi færri kaupsamningum var þinglýst í apríl en í mars. Þetta þykir að mati sérfræðinga ótvírætt benda til minni spennu á fasteingamarkaði, og að verðlækkun sé á næstu grösum. 7.5.2006 12:00 Laminn með brotinni flösku Rúmlega tvítugur Keflvíkingur særðist nokkuð í nótt þegar hanna varð fyrir fólskulegri árás tveggja félaga sinna sem vopnaðir voru brotinni flösku. Fórnarlambinu var fljótlega komið undir læknishendur þar sem gert var að sárum hans, en þau munu ekki vera alvarleg. 7.5.2006 11:29 Eldur í gamla Hampiðjuhúsinu Slökkvilið höfðuðborgarsvæðisins hafði í nógu að snúast í nótt. Eldur kom upp í gamla Hampiðjuhúsinu við Þverholt þar sem Klink og bank hefur aðstöðu. Mikill reykur var í húsinu og þurftu reykkafarar að hafa mikið fyrir því að finna eldsupptökin en þau reyndust vera í gámi inni í húsinu. 7.5.2006 11:00 Það mátti kaupa ýmislegt hjá löggunni í dag Steypuhrærivélar, regnhlífar, hjól, ferðatöskur og margt fleira var í boði á árlegu uppboði lögreglunnar í Reykjavík í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína á uppboðið og gerði kostakaup, aðrir keyptu hins vegar köttinn í sekknum. 6.5.2006 19:30 DV birti ranga mynd með umfjöllun um kókaínsmygl DV birti mynd af rangri stúlku með umfjöllun um kókaínsmygl í blaðinu í dag. Ritstjórinn harmar þessi leiðu mistök, en faðir stúlkunnar segir hana miður sín og að umfjöllunin geti skaðað feril hennar sem skíðakonu. 6.5.2006 19:00 Blóðug átök í Basra Til blóðugra átaka kom í borginni Basra í Írak í dag eftir að bresk herþyrla var skotin þar niður í morgun. Fregnir herma að minnst 4 hermenn sem voru um borð hafi farist en það hefur ekki verið staðfest. 6.5.2006 19:00 Segir tap Ríkisútvarpsins innbyggt í reksturinn Útvarpsstjóri telur um tvö hundruð milljóna króna halla Ríkisútvarpsins óásættanlegan, en segir tapið innbyggt í reksturinn. Halli stofnunarinnar hefur fjórfaldast á milli ára. 6.5.2006 18:45 Fuglaskoðunarsetur gæti gefið 50 milljónir Fuglaskoðunarsetur, vínframleiðsla, refaskoðun og víkingaþorp voru meðal hugmynda sem fram komu á málþingi um breytta atvinnustefnu á Vestfjörðum. Fjallað var um sjálfbæra þróun atvinnumála og stóriðjulausa Vestfirði. 6.5.2006 18:45 Enn loga eldar í Noregi Skógareldar loga enn á eyjunni Sotru í Noregi og óvíst hvenær slökkviliðsmönnum tekst að ráða niðurlögum þeirra. Flytja þurfti um sjötíu manns frá heimilum sínum í nótt af ótta við að eldarnir myndu læsa sig í heimili þeirra. 6.5.2006 18:45 Íraksstríði mótmælt með nýstárlegum hætti Íraksstríðinu var mótmælt með sérstæðum hætti í Mexíkóborg í gær. Friðarsinnar stilltu upp 1500 leikfangahermönnum fyrir utan bandaríska sendiráðið til að mótmæla stríði og biðja um frið. 6.5.2006 15:00 Vinsælir Marcosar minnka Um það bil 1000 vinstrisinnar gengu um götur smábæjar í Mexíkó í gær til að mótmæla aðgerðum lögreglu gegn mótmælendum um miðja viku. Einn féll þá og fjölmargir særðust. Marcos, hinn grímuklæddi skæruliðaforingi Zapatista, leiddi gönguna. 6.5.2006 14:45 Átök í Basra Til átaka kom milli hermanna og íbúa í borginni Basra í Írak í dag eftir að bresk herþyrla var skotin þar niður í morgun. Minnst tveir hafa fallið í átökum en fjórir hermenn fórust þegar þyrlan var skotin niður. 6.5.2006 14:30 Skógareldar í Noregi Skólgareldar kviknuðu á tveimur stöðum í og við Björgvin í Noregi í gær. Greiðlega gekk að slökkva eldinn á öðrum staðnum á meðan enn logar á hinum. Flytja þurfti um 70 manns frá heimilum sínum um miðja nótt. 6.5.2006 14:15 Fékk veiðarfærin í skrúfuna Björgunarskipið Hannes Hafstein frá Sandgerði fór til aðstoðar togaranum Frá frá Vestmannaeyjum í gærkvöld en hann hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna. Togarinn var um 20 sjómílum út af Sandgerði þegar óhappið varð. 6.5.2006 13:45 Bresk herþyrla skotin niður í Basra Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar bresk herþyrla var skotin niður í borginni Basra í Írak í morgun. 6.5.2006 12:45 Varað við of mikilli bjartsýni Fulltrúar stjórnvalda í Súdan og stærsta uppreinsarhópsins í Darfur héraði undirrituðu friðarsamkomulag í gær. Varað er við of mikilli bjartsýni þar sem tveir uppreisnarhópar höfnuðu samkomulaginu. 6.5.2006 12:30 Hive býður upp á frí símtöl í alla heimasíma Fjarskiptafyrirtækið Hive hyggst hasla sér völl á heimasímamarkaði. Hive kynnti þessa nýju þjónustu sína á blaðamannafundi í morgun þar sem meðal annars kom fram að boðið verður upp á gjaldfrjáls símtöl í alla heimasíma. 6.5.2006 12:15 Zimsenhúsið flutt úr Hafnarstræti Zimsenhúsið hefur verið flutt úr Hafnarstræti en þar hefur það staðið í hundrað og tuttugu og tvö ár. Flutningurinn gekk það vel að blómavasi sem stóð í einni gluggakistu hússins haggaðist ekki. Húsið var flutt í morgun út á Granda þar sem það mun standa þar til því verður fundinn framtíðarstaðsetning. 6.5.2006 11:57 Friðarsamkomulag undirritað í tengslum við ástandið í Darfur Fulltrúar stjórnvalda í Súdan og stærsta uppreinsarhópsins í Darfur-héraði undirrituðu friðarsamkomulag í gær. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar samningamenn munduðu pennann í gær og rituðu nafn sitt á samkomulagið. 6.5.2006 11:30 Björgunarmenn nálgast námamennina Björgunarmenn eru enn að bora sig að tveimur áströlskum námamönnum sem hafa setið fastir í námagöngum í 11 daga. Mennirnir eru sagðir við góða heilsu þó dvölin neðanjarðar sé orðin þetta löng. 6.5.2006 11:15 Skæður eldsvoði í Belgíu Skæður eldsvoði í flugskýli grandaði flugvél og skemmdi þrjár aðrar á Zaventern-flugvelli í Belgíu í gærmorgun og var hitinn frá eldhafinu svo mikill að skýlið koðnaði niður eins og vax. Einn maður slasaðist alvarlega og tveir slökkviliðsmenn lítillega. 6.5.2006 11:00 2000 ára gamlar rústir í París Leifar af 2000 ára gamalli rómverskri götu og húsum hafa fundist neðanjarðar í París. Skammt frá fundust heillegar rústir af rómverskum böðum frá sama tíma. Leifarnar fundust við framkvæmdir við Pierre og Marie Curie háskólann við bakka Signu, skammt frá Sorbonne. 6.5.2006 10:30 Erill hjá lögreglunni á Akureyri Erill hefur verið hjá lögreglunni á Akureyri síðastliðinn sólarhring vegna umferðarlaga- og fíkniefnabrota. Afskipti voru höfð af 45 ökumönnum fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var tekinn á 122 kílómetra hraða í Hörgárbyggð. Hefur þessi sami maður nú verið tekinn ellefu sinnum fyrir hraðakstur á einu ári. 6.5.2006 10:30 Hive á heimasímamarkað? Fjarskiptafyrirtækið Hive hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem nýjungar og aukin samkeppni félagsins á fjarskiptamarkaði verða kynntar. Samkvæmt heimildum NFS hyggst Hive hasla sér völl á heimasímamarkaðnum. Hingað til hefur almenningur aðeins geta fengið heimasíma hjá Símanum og Og Vodafone. 6.5.2006 10:15 Segir sökina ekki liggja hjá Íbúðalánasjóði Staðan á húsnæðismarkaðnum er ekki Íbúðalánasjóði að kenna heldur viðskiptabönkunum. Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður en hann gagnrýnir skýrlsu Seðlabanka og segir seðlabankastjóra vera fullmikið í sínu gamla hlutverki. 6.5.2006 09:56 Stærsti 10. bekkjar árgangur frá upphafi Stærsti árgangur sem nokkurn tímann hefur útskrifast úr 10. bekk grunnskólanna mun útskrifast í vor. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra telur að allir sem sæki um í framhaldsskólum fyrir næsta vetur fái þar inni. 5.5.2006 21:12 Bush aldrei óvinsælli Bandarísk stjórnvöld verja sem fyrr meðferð sína á grunuðum hryðjuverkamönnum sem þau hafa í sínu haldi en vísa ásökunum um pyntingar á bug. Aðeins þriðji hver Bandaríkjamaður styður Bush forseta ef marka má nýjustu skoðanakannanir. 5.5.2006 20:30 Togarinn Frár VE-78 frá Vestmannaeyjum fékk í skrúfuna Togarinn Frár VE-78 frá Vestmannaeyjum fékk net í skrúfuna þar sem hann var staddur um 15 til 20 mílur út af Sandgerði. Þær upplýsingar fengust rétt í þessu frá Landhelgisgæslunni að verið væri að skoða það hvort togarinn yrði dreginn til lands eða hvort kafari yrði sendur til að skera úr skrúfunni. 5.5.2006 19:41 Beckett verður utanríkisráðherra Bretlands Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gerði róttækar breytingar á ráðuneyti sínu í dag eftir að Verkamannaflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum á Englandi. Margaret Beckett verður utanríkisráðherra. Hún er fyrst kvenna til að gegna því embætti. 5.5.2006 19:30 Listin hefur lækningarmátt hjá Ljósinu Listin hefur lækningamátt, segir yfirumsjónarmaður Ljóssins, stuðningsmiðstöðvar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Starfsemin í miðstöðinni hefur vaxið ört það rúma hálfa ár sem hún hefur verið opin og nú venja allt að þrjátíu manns komur sínar þangað daglega. 5.5.2006 19:30 Meirihluti unglingsstúlkna vill hækka kynferðislegan lögaldur Meirihluti stúlkna vill hækka kynferðislegan lögaldur, samkvæmt nýrri könnun um kynhegðun unglinga á Íslandi. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þetta ákall frá stúlkunum. 5.5.2006 19:16 Sjá næstu 50 fréttir
Sýknaður af hvolpadrápi Maður á sextugs aldri hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa grýtt hvolpi í vegg með þeim afleiðingum að hvolpurinn hálsbrotnaði og drapst. 7.5.2006 18:45
Sökuð um að nota skattpeninga í kosningabaráttu Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri er sökuð um að nota skattpeninga til að fjármagna hluta kosningabaráttu sinnar. Auglýsing um viðtalstíma við borgarstjóra birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Steinunn vísar þessu á bug; segist enn vera borgarstjóri sem sé að sinna sínu starfi. 7.5.2006 18:45
Erfðabreytileiki sem eykur líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli fundið Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskir, bandarískir og sænskir samstarfsaðilar þeirra hafa fundið erfðabreytileika sem eykur líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og einn höfunda greinarinnar segir að niðurstöðurnar verði notaðar til að þróa greiningarpróf sem gæti hjálpað læknum við að ákvarða hverjir eigi mest á hættu að fá sjúkdóminn. 7.5.2006 18:20
Talsvert slasaður eftir bílveltu í Hrútafirði Bílvelta varð skammt norðan við Brú í Hrútafirði um eittleytið í dag þegar jeppabifreið fór þar út af veginum. Ökumaður, karlmaður á fertugsaldri, slasaðist á hálsi og hlaut einhver beinbrot en hann var einn í bílnum. 7.5.2006 17:13
Banaslys á Kjósaskarðsvegi Banaslys varð á Kjósaskarðsvegi við bæinn Valdastaði í morgun þegar ökumaður mótorhjóls hafnaði utan vegar. Tilkynning um slysið barst á tólfta tímanum og var sjúkralið þegar sent á vettvang. 7.5.2006 16:55
Sjálfstæðismenn í Kópavogi og Garðabæ kynna stefnumál Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Garðabæ kynntu í dag stefnuskrár sínar fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Vistun fyrir börn yngri en tveggja ára eru ofarlega á lista yfir stefnumál þeirra. 7.5.2006 16:35
Eldfjallið Merapi gýs enn Eldfjallið Merapi á indónesísku eynni Jövu heldur áfram að gjósa en eldvirkni hefur verið nokkur í því síðustu vikur. Gosið hefur verið rólegt það sem af er, hraun rennur niður hlíðar fjallsins og aska stígur upp af því í nokkur hundruð metra hæð. 7.5.2006 15:30
Ósáttir við að palestínskur ráðherra sæki ráðstefnu í Svíþjóð Ísraelsmenn og Frakkar hafa brugðist ókvæða við þeirri ákvörðun sænskra stjórnvalda að veita ráðherra í heimastjórn Palestínumanna vegabréfsáritun svo hann geti sótt ráðstefnu í Malmö um málefni Palestínumanna. Ráðherrann þakkar Svíum og segir ákvörðun þeirra pólitísk skilaboð. 7.5.2006 14:45
Prísund tekur enda á morgun Útlit er fyrir að prísund tveggja ástralska námaverkamanna sem setið hafa fastir djúpt ofan í gullnámu í tæpar tvær vikur taki ekki enda fyrr en á morgun. 7.5.2006 13:45
Mannskæðar sprengjuárásir í Írak Tugir manna hafa farist í sprengjuárásum í Írak í morgun. 21 lést og 52 slösuðust, allt óbreyttir borgarar, þegar bílsprengja sprakk við rútustöð í hinni helgu borg Karbala og 8 manns dóu þegar uppreisnarmaður ók bíl sínum, fylltum sprengiefni, að varðstöð lögreglu í Bagdad. 7.5.2006 13:15
Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fátíðara en áður talið? Svo virðist sem kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum sé fátíðara en þær tölur sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarin misseri gefa til kynna. Þetta kemur fram í nýrri könnun um kynhegðun ungmenna og kynferðislega misnotkun á börnum. 7.5.2006 13:00
Íranar hóta að segja sig frá sáttmála Íranska þingið hótaði í morgun að ríkið segði sig frá sáttmála um takmörkun við útbreiðslu kjarnorkuvopna létu Vesturveldin ekki af þrýstingi sínum í þess garð. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í fyrramálið um kjarnorkuáætlun Írans. 7.5.2006 12:45
Endurskoða ákvörðun um sumarhúsabyggð við Úlfljótsvatn Frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík telur rétt að endurskoða þá ákvörðun að leggja land við Úlfljótsvatn undir sumarhúsabyggð. Þar er gert ráð fyrir sex hundrum lóðum undir sumarhús. 7.5.2006 12:30
Togstreita milli Blair og Brown Togstreitan á milli þeirra Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, og Gordons Brown, fjármálaráðherra, hefur náð nýjum hæðum eftir útreiðina sem Verkamannaflokkurinn fékk í sveitarstjórnarkosningunum á Englandi í síðustu viku. 7.5.2006 12:00
Bakslag í fasteignaviðskiptum Verulegt bakslag hefur orðið í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur. Um þriðjungi færri kaupsamningum var þinglýst í apríl en í mars. Þetta þykir að mati sérfræðinga ótvírætt benda til minni spennu á fasteingamarkaði, og að verðlækkun sé á næstu grösum. 7.5.2006 12:00
Laminn með brotinni flösku Rúmlega tvítugur Keflvíkingur særðist nokkuð í nótt þegar hanna varð fyrir fólskulegri árás tveggja félaga sinna sem vopnaðir voru brotinni flösku. Fórnarlambinu var fljótlega komið undir læknishendur þar sem gert var að sárum hans, en þau munu ekki vera alvarleg. 7.5.2006 11:29
Eldur í gamla Hampiðjuhúsinu Slökkvilið höfðuðborgarsvæðisins hafði í nógu að snúast í nótt. Eldur kom upp í gamla Hampiðjuhúsinu við Þverholt þar sem Klink og bank hefur aðstöðu. Mikill reykur var í húsinu og þurftu reykkafarar að hafa mikið fyrir því að finna eldsupptökin en þau reyndust vera í gámi inni í húsinu. 7.5.2006 11:00
Það mátti kaupa ýmislegt hjá löggunni í dag Steypuhrærivélar, regnhlífar, hjól, ferðatöskur og margt fleira var í boði á árlegu uppboði lögreglunnar í Reykjavík í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína á uppboðið og gerði kostakaup, aðrir keyptu hins vegar köttinn í sekknum. 6.5.2006 19:30
DV birti ranga mynd með umfjöllun um kókaínsmygl DV birti mynd af rangri stúlku með umfjöllun um kókaínsmygl í blaðinu í dag. Ritstjórinn harmar þessi leiðu mistök, en faðir stúlkunnar segir hana miður sín og að umfjöllunin geti skaðað feril hennar sem skíðakonu. 6.5.2006 19:00
Blóðug átök í Basra Til blóðugra átaka kom í borginni Basra í Írak í dag eftir að bresk herþyrla var skotin þar niður í morgun. Fregnir herma að minnst 4 hermenn sem voru um borð hafi farist en það hefur ekki verið staðfest. 6.5.2006 19:00
Segir tap Ríkisútvarpsins innbyggt í reksturinn Útvarpsstjóri telur um tvö hundruð milljóna króna halla Ríkisútvarpsins óásættanlegan, en segir tapið innbyggt í reksturinn. Halli stofnunarinnar hefur fjórfaldast á milli ára. 6.5.2006 18:45
Fuglaskoðunarsetur gæti gefið 50 milljónir Fuglaskoðunarsetur, vínframleiðsla, refaskoðun og víkingaþorp voru meðal hugmynda sem fram komu á málþingi um breytta atvinnustefnu á Vestfjörðum. Fjallað var um sjálfbæra þróun atvinnumála og stóriðjulausa Vestfirði. 6.5.2006 18:45
Enn loga eldar í Noregi Skógareldar loga enn á eyjunni Sotru í Noregi og óvíst hvenær slökkviliðsmönnum tekst að ráða niðurlögum þeirra. Flytja þurfti um sjötíu manns frá heimilum sínum í nótt af ótta við að eldarnir myndu læsa sig í heimili þeirra. 6.5.2006 18:45
Íraksstríði mótmælt með nýstárlegum hætti Íraksstríðinu var mótmælt með sérstæðum hætti í Mexíkóborg í gær. Friðarsinnar stilltu upp 1500 leikfangahermönnum fyrir utan bandaríska sendiráðið til að mótmæla stríði og biðja um frið. 6.5.2006 15:00
Vinsælir Marcosar minnka Um það bil 1000 vinstrisinnar gengu um götur smábæjar í Mexíkó í gær til að mótmæla aðgerðum lögreglu gegn mótmælendum um miðja viku. Einn féll þá og fjölmargir særðust. Marcos, hinn grímuklæddi skæruliðaforingi Zapatista, leiddi gönguna. 6.5.2006 14:45
Átök í Basra Til átaka kom milli hermanna og íbúa í borginni Basra í Írak í dag eftir að bresk herþyrla var skotin þar niður í morgun. Minnst tveir hafa fallið í átökum en fjórir hermenn fórust þegar þyrlan var skotin niður. 6.5.2006 14:30
Skógareldar í Noregi Skólgareldar kviknuðu á tveimur stöðum í og við Björgvin í Noregi í gær. Greiðlega gekk að slökkva eldinn á öðrum staðnum á meðan enn logar á hinum. Flytja þurfti um 70 manns frá heimilum sínum um miðja nótt. 6.5.2006 14:15
Fékk veiðarfærin í skrúfuna Björgunarskipið Hannes Hafstein frá Sandgerði fór til aðstoðar togaranum Frá frá Vestmannaeyjum í gærkvöld en hann hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna. Togarinn var um 20 sjómílum út af Sandgerði þegar óhappið varð. 6.5.2006 13:45
Bresk herþyrla skotin niður í Basra Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar bresk herþyrla var skotin niður í borginni Basra í Írak í morgun. 6.5.2006 12:45
Varað við of mikilli bjartsýni Fulltrúar stjórnvalda í Súdan og stærsta uppreinsarhópsins í Darfur héraði undirrituðu friðarsamkomulag í gær. Varað er við of mikilli bjartsýni þar sem tveir uppreisnarhópar höfnuðu samkomulaginu. 6.5.2006 12:30
Hive býður upp á frí símtöl í alla heimasíma Fjarskiptafyrirtækið Hive hyggst hasla sér völl á heimasímamarkaði. Hive kynnti þessa nýju þjónustu sína á blaðamannafundi í morgun þar sem meðal annars kom fram að boðið verður upp á gjaldfrjáls símtöl í alla heimasíma. 6.5.2006 12:15
Zimsenhúsið flutt úr Hafnarstræti Zimsenhúsið hefur verið flutt úr Hafnarstræti en þar hefur það staðið í hundrað og tuttugu og tvö ár. Flutningurinn gekk það vel að blómavasi sem stóð í einni gluggakistu hússins haggaðist ekki. Húsið var flutt í morgun út á Granda þar sem það mun standa þar til því verður fundinn framtíðarstaðsetning. 6.5.2006 11:57
Friðarsamkomulag undirritað í tengslum við ástandið í Darfur Fulltrúar stjórnvalda í Súdan og stærsta uppreinsarhópsins í Darfur-héraði undirrituðu friðarsamkomulag í gær. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar samningamenn munduðu pennann í gær og rituðu nafn sitt á samkomulagið. 6.5.2006 11:30
Björgunarmenn nálgast námamennina Björgunarmenn eru enn að bora sig að tveimur áströlskum námamönnum sem hafa setið fastir í námagöngum í 11 daga. Mennirnir eru sagðir við góða heilsu þó dvölin neðanjarðar sé orðin þetta löng. 6.5.2006 11:15
Skæður eldsvoði í Belgíu Skæður eldsvoði í flugskýli grandaði flugvél og skemmdi þrjár aðrar á Zaventern-flugvelli í Belgíu í gærmorgun og var hitinn frá eldhafinu svo mikill að skýlið koðnaði niður eins og vax. Einn maður slasaðist alvarlega og tveir slökkviliðsmenn lítillega. 6.5.2006 11:00
2000 ára gamlar rústir í París Leifar af 2000 ára gamalli rómverskri götu og húsum hafa fundist neðanjarðar í París. Skammt frá fundust heillegar rústir af rómverskum böðum frá sama tíma. Leifarnar fundust við framkvæmdir við Pierre og Marie Curie háskólann við bakka Signu, skammt frá Sorbonne. 6.5.2006 10:30
Erill hjá lögreglunni á Akureyri Erill hefur verið hjá lögreglunni á Akureyri síðastliðinn sólarhring vegna umferðarlaga- og fíkniefnabrota. Afskipti voru höfð af 45 ökumönnum fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var tekinn á 122 kílómetra hraða í Hörgárbyggð. Hefur þessi sami maður nú verið tekinn ellefu sinnum fyrir hraðakstur á einu ári. 6.5.2006 10:30
Hive á heimasímamarkað? Fjarskiptafyrirtækið Hive hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem nýjungar og aukin samkeppni félagsins á fjarskiptamarkaði verða kynntar. Samkvæmt heimildum NFS hyggst Hive hasla sér völl á heimasímamarkaðnum. Hingað til hefur almenningur aðeins geta fengið heimasíma hjá Símanum og Og Vodafone. 6.5.2006 10:15
Segir sökina ekki liggja hjá Íbúðalánasjóði Staðan á húsnæðismarkaðnum er ekki Íbúðalánasjóði að kenna heldur viðskiptabönkunum. Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður en hann gagnrýnir skýrlsu Seðlabanka og segir seðlabankastjóra vera fullmikið í sínu gamla hlutverki. 6.5.2006 09:56
Stærsti 10. bekkjar árgangur frá upphafi Stærsti árgangur sem nokkurn tímann hefur útskrifast úr 10. bekk grunnskólanna mun útskrifast í vor. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra telur að allir sem sæki um í framhaldsskólum fyrir næsta vetur fái þar inni. 5.5.2006 21:12
Bush aldrei óvinsælli Bandarísk stjórnvöld verja sem fyrr meðferð sína á grunuðum hryðjuverkamönnum sem þau hafa í sínu haldi en vísa ásökunum um pyntingar á bug. Aðeins þriðji hver Bandaríkjamaður styður Bush forseta ef marka má nýjustu skoðanakannanir. 5.5.2006 20:30
Togarinn Frár VE-78 frá Vestmannaeyjum fékk í skrúfuna Togarinn Frár VE-78 frá Vestmannaeyjum fékk net í skrúfuna þar sem hann var staddur um 15 til 20 mílur út af Sandgerði. Þær upplýsingar fengust rétt í þessu frá Landhelgisgæslunni að verið væri að skoða það hvort togarinn yrði dreginn til lands eða hvort kafari yrði sendur til að skera úr skrúfunni. 5.5.2006 19:41
Beckett verður utanríkisráðherra Bretlands Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gerði róttækar breytingar á ráðuneyti sínu í dag eftir að Verkamannaflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum á Englandi. Margaret Beckett verður utanríkisráðherra. Hún er fyrst kvenna til að gegna því embætti. 5.5.2006 19:30
Listin hefur lækningarmátt hjá Ljósinu Listin hefur lækningamátt, segir yfirumsjónarmaður Ljóssins, stuðningsmiðstöðvar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Starfsemin í miðstöðinni hefur vaxið ört það rúma hálfa ár sem hún hefur verið opin og nú venja allt að þrjátíu manns komur sínar þangað daglega. 5.5.2006 19:30
Meirihluti unglingsstúlkna vill hækka kynferðislegan lögaldur Meirihluti stúlkna vill hækka kynferðislegan lögaldur, samkvæmt nýrri könnun um kynhegðun unglinga á Íslandi. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þetta ákall frá stúlkunum. 5.5.2006 19:16
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent