Beckett verður utanríkisráðherra Bretlands 5. maí 2006 19:30 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gerði róttækar breytingar á ráðuneyti sínu í dag eftir að Verkamannaflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum á Englandi. Margaret Beckett verður utanríkisráðherra. Hún er fyrst kvenna til að gegna því embætti. Óhætt er að segja að gustað hafi um ríkisstjórn Tony Blairs að undanförnu. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað og nægir í því sambandi að nefna framhjáhald aðstoðarforsætisráðherrans Johns Prescott. Því var búist við að Verkamannaflokknum myndi vegna illa í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru á Englandi í gær og þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum kom í ljós að þær spár höfðu ræst svo um munaði. Sveitarstjórnarmönnum flokksins fækkar um tæplega fjórðung á næsta kjörtímabili og í átján sveitarfélögum hefur hann misst meirihluta sinn. Tony Blair beið ekki boðanna því í morgun gerði hann róttækari breytingar á ráðherraliði sínu en dæmi eru um í forsætisráðherratíð hans. Sá fyrsti til að taka pokann sinn var Charles Clarke innanríkisráðherra. Afsögn Clarke kom fáum á óvart eftir að upp komst að hann hafði leynt upplýsingum um að á annað þúsund fangar af erlendu bergi brotnu hefðu verið látnir lausir án þess að fjallað hefði verið um hvort reka ætti þá úr landi. Meiri athygli vekja umskiptin í utanríkisráðuneytinu. Margaret Beckett umhverfisráðherra tekur við stjórnartaumunum þar af Jack Straw, sem var lækkaður í tign og gerður að þingflokksformanni í neðri deildinni. Beckett verður fyrsta konan sem sest í stól utanríkisráðherra Bretlands. Af öðrum umskiptum má nefna að John Reid verður innanríkisráðherra og Jonn Prescott heldur starfi sínu sem aðstoðarforsætisráðherra, í útvatnaðri mynd þó. Umreiknað á landsvísu þýða úrslitin í gær að Verkamannaflokkurinn er þriðji stærsti flokkur landsins, á eftir Íhaldsflokknum og frjálslyndum demókrötum. Íhaldsmenn fengu yfir fjörtíu prósent atkvæða og hefur þeim ekki gengið svo vel síðan árið 1992. David Cameron, nýkjörinn leiðtogi flokksins, þykir þannig hafa staðist sitt fyrsta próf með miklum ágætum. Árangur Breska þjóðarflokksins hefur einnig vakið athygli. Sá flokkur berst gegn fjölgun útlendinga í landinu og því hafa margir áhyggjur af uppgangi hans. Erlent Fréttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gerði róttækar breytingar á ráðuneyti sínu í dag eftir að Verkamannaflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum á Englandi. Margaret Beckett verður utanríkisráðherra. Hún er fyrst kvenna til að gegna því embætti. Óhætt er að segja að gustað hafi um ríkisstjórn Tony Blairs að undanförnu. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað og nægir í því sambandi að nefna framhjáhald aðstoðarforsætisráðherrans Johns Prescott. Því var búist við að Verkamannaflokknum myndi vegna illa í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru á Englandi í gær og þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum kom í ljós að þær spár höfðu ræst svo um munaði. Sveitarstjórnarmönnum flokksins fækkar um tæplega fjórðung á næsta kjörtímabili og í átján sveitarfélögum hefur hann misst meirihluta sinn. Tony Blair beið ekki boðanna því í morgun gerði hann róttækari breytingar á ráðherraliði sínu en dæmi eru um í forsætisráðherratíð hans. Sá fyrsti til að taka pokann sinn var Charles Clarke innanríkisráðherra. Afsögn Clarke kom fáum á óvart eftir að upp komst að hann hafði leynt upplýsingum um að á annað þúsund fangar af erlendu bergi brotnu hefðu verið látnir lausir án þess að fjallað hefði verið um hvort reka ætti þá úr landi. Meiri athygli vekja umskiptin í utanríkisráðuneytinu. Margaret Beckett umhverfisráðherra tekur við stjórnartaumunum þar af Jack Straw, sem var lækkaður í tign og gerður að þingflokksformanni í neðri deildinni. Beckett verður fyrsta konan sem sest í stól utanríkisráðherra Bretlands. Af öðrum umskiptum má nefna að John Reid verður innanríkisráðherra og Jonn Prescott heldur starfi sínu sem aðstoðarforsætisráðherra, í útvatnaðri mynd þó. Umreiknað á landsvísu þýða úrslitin í gær að Verkamannaflokkurinn er þriðji stærsti flokkur landsins, á eftir Íhaldsflokknum og frjálslyndum demókrötum. Íhaldsmenn fengu yfir fjörtíu prósent atkvæða og hefur þeim ekki gengið svo vel síðan árið 1992. David Cameron, nýkjörinn leiðtogi flokksins, þykir þannig hafa staðist sitt fyrsta próf með miklum ágætum. Árangur Breska þjóðarflokksins hefur einnig vakið athygli. Sá flokkur berst gegn fjölgun útlendinga í landinu og því hafa margir áhyggjur af uppgangi hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira