Fleiri fréttir Skutu þrjá til bana Egypskir lögreglumenn skutu þrjá bedúína til bana á Sínaí-skaga í gær. Mennirnir lágu undir grun um að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í Dahab í síðustu viku þar sem átján manns létu lífið. 1.5.2006 17:22 Sjónlistamiðstöð opnar í haust Sjónlistamiðstöð tekur til starfa á Korpúlfsstöðum í haust. Fulltrúar Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra myndlistarmanna, Forms Íslands - samtaka hönnuða og Iðntæknistofnunar skrifuðu í dag undir samstarfssamning um rekstur miðstöðvarinnar. 1.5.2006 17:15 460 mótorhjólakappar mæltu sér mót við Perluna í dag Aldrei hafa jafn margir bifhjólamenn safnast saman á Íslandi eins og í dag, þegar um 460 mótorhjólakappar mæltu sér mót við Perluna í Reykjavík. Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglarnir boðuðu til alsherjar mótorhjólaveislu við Perluna í dag en tilefnið var að sjálfsöðgu 1. maí. Þetta er árlegur viðburður bifhjólamanna og var þáttakan í dag með mesta móti en um 460 mótorhjólakappar mættu á fákum sínum. Hersingin ók suður í Hafnafjörð og Reykjanesbrautina til baka, að Smáralind en þar var mótorhjólasýning í boði púkinn.com í Vetrargarðinum. Lögreglan sá um að stjórna umferð frá Perlunni og fylgdi síðan hópnum á leiðarenda, enda ekki vanþörf á því það er ekkert smámál að stjórna 460 mótorhjólamönnum á götum borgarinnar. Að Sögn Evu Þórsdóttur fjölmiðlafulltrúa þessa hátíðar hefur aldrei verið eins mikil þáttaka og í ár. 1.5.2006 17:02 Vilja fiskmarkað á Akranesi Stefnt er að því að opna fiskmarkað á Akranesi. Bæjarráð hefur úthlutað Faxaflóahöfnum lóð við Faxabraut þar sem stefnt er að því að reisa húsnæði undir fiskmarkað. Gert er ráð fyrir að húsið verði á tveimur hæðum, fiskmarkaður á neðri hæðinni en önnur starfsemi á þeirri efri. 1.5.2006 15:59 Gumball 3000, kappakstur ríka og fræga fólksins, er kominn á fullt skrið Gumball 3000, kappakstur ríka og fræga fólksins, er kominn á fullt skrið. Fyrsta sérleiðin var til Vínarborgar og þaðan til Budapest og á morgun verður svo ekið til Belgrad. Gumball 3000 kappaksturinn er nú haldin í sjöunda sinn og í ár eru 240 þátttakendur skráðir til leiks eða 120 lið. 1.5.2006 15:55 Langaði að sjá hvernig eitrið verkaði. Sautján ára gömul japönsk stúlka sem eitraði fyrir móður sinni og hélt dagbók á Netinu yfir versnandi ástand hennar verður ekki ákærð heldur send á heimavistarskóla. Móðirin féll í dá síðasta sumar eftir að hafa fengið eitrað te um nokkurt skeið frá dóttur sinni. 1.5.2006 15:53 Mótmæli vændi á heimsmeistaramótinu Áskorun prestastefnu um að Knattspyrnusambandið mótmæli vændi á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Þýskalandi í sumar verður rædd í stjórn sambandsins, segir formaðurinn Eggert Magnússon. 1.5.2006 15:51 Óttast ekki opnun vinnumarkaðarins Halldór Björnsson, síðasti formaður Dagsbrúnar og fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins, óttast ekki opnun vinnumarkaðarins fyrir erlendu vinnuafli. Hann ætlar í kröfugöngu í dag, hann er ánægður með árangur verkalýðsbaráttunnar en telur þörf á að halda baráttunni áfram. 1.5.2006 15:49 Þarf að greiða milljónir í bætur Konan sem lögregla handtók eftir langa eftirför í Reykjavík í fyrrakvöld og fjölda tilrauna til að stöðva hana má eiga von á að greiða fleiri milljónir króna í bætur fyrir það tjón sem hún olli. 1.5.2006 15:00 Fjölmenni í kröfugöngu Fjöldi fólks tekur þátt í kröfuganga dagsins í Reykjavík sem lagði upp frá Hlemmi fyrir hálftíma sem upphafið að hátíðahöldum á baráttudegi verkalýðsins. Nú er fólk að safnast saman á Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst tíu mínútur yfir tvö. 1.5.2006 13:58 Vinstri-grænir kynna lista sinn Þorgrímur Einar Guðbjartsson á Erpsstöðum leiðir framboðslista Vinstri-grænna í Dalasýslu fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Framboðslistinn var samþykktur einróma á félagsfundi Vinstri-grænna í gær. 1.5.2006 12:28 Femínistafélagið fær jafnréttisverðlaun Femínistafélag Íslands hlaut Jafnréttisverðlaun Reykjavíkurborgar. Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í dag og sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri að það hefði komið á óvart hversu margar tilnefningar bárust. 1.5.2006 11:52 Kjósa milli þriggja nafna Gljúfrabyggð, Norðausturbyggð eða Norðurþing er nafnið sem sameinað sveitarfélag Húsavíkur, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps fær. 1.5.2006 10:45 Íslamskir öfgamenn myrtu 22 hindúa Íslamskir öfgamenn myrtu 22 hindúa og sært fimm til viðbótar í indverska hluta Kasmír í nótt. Vígamennirnir eru sagðir hafa farið inn á heimili hindúana og numið þá á brott og síðan tekið af lífi einn af öðrum. 1.5.2006 10:13 Semja um vopnahlé í Darfur-héraði Fresturinn sem stríðandi fylkingar í Darfur-héraði fengu til semja um vopnahlé hefur verið framlengdur um 48 klukkustundir. Fulltrúar Afríkubandalagsins hafa leitt viðræðurnar sem fram fara í Abúdja, höfuðborg Nígeríu. 1.5.2006 10:09 Fjórir menn voru handteknir vegna innbrots í nótt Fjórir menn voru handteknir af lögreglunni í Kópavogi í nótt vegna innbrots á pizzustað. Tilkynnt var um að innbrot stæði yfir þar um klukkan þrjú í nótt og náði tilkynnandi að lýsa bíl mannanna fyrir lögreglu sem hafði upp á honum skömmu síðar. 1.5.2006 10:08 Enn fastir í gullnámu Ástralskar björgunarsveitir tóku í morgun að bora göng ofan í gullnámu á eynni Tasmaníu þar sem tveir verkamenn hafa setið fastir í sex daga . Lítill jarðskjálfti varð til þess að göngin niður í námuna hrundu á þriðjudagskvöldið og var næstu daga á eftir óljóst um afdrif mannanna. 1.5.2006 10:06 1. maí víða haldinn hátíðlegur í dag Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, er víða haldinn hátíðlegur í dag. Tugþúsundir Moskvubúa voru til dæmis komnir út á götur borgarinnar í morgun til að fagna deginum en þar hefur hann ávallt haft ákveðna sérstöðu. 1.5.2006 10:02 Gjá milli ASÍ og verkalýðsfélaga Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnir forystu Alþýðusambands Íslands harðlega í pistli á heimasíðu verkalýðsfélagsins. Hann segir gjá hafa myndast milli ASÍ og fjölda verkalýðsfélaga. 1.5.2006 09:49 Haglél á stærð við hafnarbolta Hávaðarok og haglél á stærð við hafnarbolta hafa dunið yfir Texas um helgina. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í veðurofsanum, en miklar skemmdir hafa orðið á fjölmörgum húsum og vegum. 30.4.2006 19:00 Fráleitt að gera kjarnorkuárás á Íran Það er fráleitt að íhuga að gera kjarnorkuárásir á Íran segir Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í sjónvarpsviðtali í gær sagðist Powell jafnframt hafa ráðlagt George Bush að senda fleiri hermenn til Íraks, en á það hafi ekki verið hlustað. 30.4.2006 19:00 Vitundarvakning í málefnum geðfatlaðra Vitundarvakning er að verða í málefnum geðfatlaðra. Aukin þjónustu- og búsetuúrræði er meðal þess sem koma skal í málefnum geðfatlaðra á Íslandi. 30.4.2006 18:45 Keppir í kappakstri Gumball 3000, kappakstur ríka og fræga fólksins, hófst í London í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson er meðal keppenda og fetar þar í fótspor ekki ómerkari kappa en Burt Reynolds, Hugh Hefners og fjölmargra stjarna. Kappaksturinn er þó ekki viðurkennd keppni svo keppendur geta auðveldlega komist í kast við lögin, virði þeir ekki hraðatakmarkanir á leið sinni. 30.4.2006 18:45 Bandaríkjamanninum sleppt Bandarískum blaðamanni Edward Caraballo, var sleppt úr fangelsi í Afganistan í dag eftir að hafa setið inni meirihluta tveggja ára fangelsisdóms sem hann fékk fyrir að pynta Afgana í fangelsi í Kabúl. 30.4.2006 17:37 Blair óvinsæll Sextíu og sex prósent Breta finnst að Tony Blair standi sig illa sem forsætisráðherra. Þá segir helmingur þeirra spillingarmál þjaka ríkisstjórn Verkamannaflokksins. Þetta kemur fram í könnun sem Sunday Times birtir í dag. Blair hefur lýst yfir því að hann láti af embætti áður en kjörtímabilinu lýkur. Búist er við því að Gordon Brown fjármálaráðherra taki við af honum. 30.4.2006 15:22 Húsið gjörónýtt Íbúðarhús brann til kaldra kola á Þórshöfn í nótt. Enginn var í húsinu. Eldsins varð fyrst vart laust eftir miðnætti þegar tveir menn áttu leið eftir Langanesveginum og sáu töluverðan reyk leggja frá húsinu og kölluðu þeir strax á hjálp. Illa gekk að ráða niðurlögum eldsins, einkum vegna byggingarlags hússins. Um er að ræða gamalt hús að sögn eiganda. Slökkviliðsmenn vöktuðu húsið allt til morguns en það stendur mjög nærri tveimur öðrum húsum. Að sögn lögreglu eru eldsupptök ókunn. 30.4.2006 15:20 Vilja framlengja neyðarlög gegn hryðjuverkum Egypska lögreglan skaut mann til bana og handsamaði fjóra aðra snemma í morgun í aðgerðum vegna hryðjuverkanna í Dahab. Ríkisstjórn landsins hefur krafist þess að neyðarlög vegna hryðjuverka verði framlengd. 30.4.2006 12:30 90.000 manns hafa flúið heimili sín 90.000 manns hafa neyðst til þess að yfirgefa heimili sín í Írak undanfarið vegna átaka á milli Sjía og Súnnía. Bandarískar hersveitir hafa drepið og handsamað nærri eitt hundrað árásarmenn undanfarnar vikur. 30.4.2006 12:15 Súðavíkurhreppur eykur hlut sinn í Aðlöðun Súðavíkurhreppur hefur veitt sveitastjóra heimild til að kaupa hlutafé í beitufyrirtækinu Aðlöðun fyrir allt af sjö milljónum króna. Á fréttavefnum Bæjarins besta er greint frá því að Súðavíkurhreppur eigi fyrir 28,03% í félaginu. Aðlöðun hefur boðað til hluthafafundar þann 12. maí en í boðun hluthafafundar er gert ráð fyrir hækkun hlutafjár í félaginu um allt að 25 milljónum króna á genginu 1,0. Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt á nýjum hlut í samræmi við hlutafjáreign sína, samkvæmt samþykkt félagsins. 30.4.2006 11:45 Hreinsunarátak við strendur landsins Samtökin Veraldarvinir eru að hefja stórátak til að hreinsa strandlengju landsins. Á fréttavefnum Bæjarins besta er greint frá því að stefnt sé að hreinsa alla strandlengju landsins á árunum 2006 til 2011. Strendur verða hreinsaðar á fjórum stöðum í sumar, við Tálknafjörð, Vík í Mýrdal, Fjarðarbyggð og Siglufjörð. Stefnt er að því að fjarlægja allt rusl, kortleggja stærri svæði og gera áætlanir um hvernig hægt sé að þrífa þau í framtíðinni. 30.4.2006 11:24 Súkkulaðihátíð í Belgíu Súkkulaðifíklar ættu að reyna að ná næstu vél til Belgíu. Nú stendur yfir hin fullkomna súkkulaðihátíð í hinni sögufrægu borg Brugge. Þar gefur að líta allt það helsta frá frægustu súkkulaðigerðarmönnum og -fyrirtækjum heimsins í dag. 30.4.2006 11:00 Á 149 km hraða Sautján ára gamall drengur var stöðvaður á Suðurlandsvegi rétt austan við Hvolsvöll í gærkvöld eftir að ökutæki hans var mælt á 149 km hraða. Bíllinn var fullur af farþegum. 30.4.2006 10:45 Fíkniefnamál í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi gerði upptækt lítilsháttar magn af kannabisefni og amfetamíni í nótt. Þrír voru handteknir vegna málsins en þeir voru allir gómaðir við venjubundið eftirlit. Allir voru þeir góðkunningjar lögreglunnar en eftir yfirheyrslur fengu mennirnir að fara til síns heima og telst málið upplýst. 30.4.2006 10:30 Segir Íransforseta minna á Hitler Forseti Írans er siðblindingi sem minnir á Adolf Hitler. Þetta segir Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels, sem biður til guðs að Íranar komi sér ekki upp kjarnorkuvopnum. 30.4.2006 10:15 Sjötíu hafa fallið í apríl Bandaríkjamenn verða að búa sig undir frekari fórnir og erfiðleika í Írak sagði George Bush Bandaríkjaforseti í útvarpsávarpi í gær. Meira en sjötíu bandarískir hermenn hafa fallið í Írak í apríl og hafa ekki fleiri hermenn fallið í einum mánuði á þessu ári. 30.4.2006 09:58 Maður sleginn í andlitið Maður á þrítugsaldri varð fyrir árás við Hverfisbarinn á Hverfisgötu um fimmleytið í morgun. 30.4.2006 09:57 Kona á pallbíl stingur lögguna af Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu um óeðlilegt aksturslag konu á pallbíl í Ártúnsbrekkunni rétt upp úr átta í gærkvöld. 30.4.2006 09:52 Súkkúlaðihátíð í Belgíu Súkkúlaðifíklar ættu að reyna að ná næstu vél til Belgíu. Nú stendur yfir hin fullkomna súkkúlaðihátíð í hinni sögufrægu borg Brugge. Þar gefur að líta allt það helsta frá frægustu súkkulaðigerðarmönnum og -fyrirtækjum heimsins í dag. 29.4.2006 21:00 Sex ára í háskólakennslu Sex ára undrabarn frá Mexíkó heldur fyrirlestra um beinþynningu fyrir læknisfræðinema á háskólastigi. Sjálfur neitar drengurinn því að hann sé snillingur og segist bara venjulegur strákur sem hafi gaman af að læra. 29.4.2006 20:00 Vélsleðamaðurinn fundinn Maðurinn sem leitað var á Langjökli síðan klukkan níu í morgun fannst heill á húfi nú rétt áðan. Hann fannst vestan við Klakk, rakur og kaldur en á annað hundrað björgunarsveitarmenn leituðu hans í dag. 29.4.2006 18:34 Mældist á um 180 km hraða Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði ökumann sem mældist á um 180 kílómetra hraða í gær. Annar ökumaður reyndi að stinga lögreglunna af eftir að hann hafði mælst á um 160 kílómetra hraða. Sá hafnaði utan vegar og á yfir höfði sé háar sektir því hann reyndist einnig vera ölvaður. 29.4.2006 17:03 Setuverkfalli aflýst á Sunnuhlíð Ófaglært starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi samþykktu nýja kjarasmaninga og aflýsti setuverkfalli á fjórða tímanum í dag. Starfsemin er komin í eðlilegt horf. Samningar hafa því tekist á öllum dvalar- og hjúkrunarheimilunum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ófaglærðir hafa verið í kjarabaráttu síðustu vikurnar. 29.4.2006 16:34 Ætla ekki að hætta auðgun úrans Íranar ætla ekki að hætta auðgun úrans sama hvað tautar og raular. Þeir eru hins vegar tilbúnir að hleypa eftirlitsmönnum Sameinuðu Þjóðanna aftur inn í landið ef öryggisráðið hættir að fjalla um kjarnorkuþróun landsins. Þrjár þjóðir í öryggisráðinu vilja refsa Írönum þegar í stað. 29.4.2006 16:19 Gagnrýnir ummæli Sveins Andra Hreinn Loftsson hæstarréttarlögfræðingur hefur gert athugasemd við ummæli Sveins Andra Sveinssonar hæstarréttarlögmanns í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Hreinn gagnrýnir Svein fyrir að tjá sig um hver hugsanleg niðurstaða yrði í málinu á hendur Jón Ásgeiri Jóhannessyni og fleiri aðilum. 29.4.2006 16:07 Silvía Nótt gefur út ljóðabók Silvía Nótt áritaði nýútkomna ljóðabók sína, Teardrops of wisdom, eða viskutár, í húsakynnum B&L í dag. Fjöldi manns var samankomin til að bera stórstjörnuna augum og eins og sönn stjarna mætti Silvía Nótt aðeins of seint. 29.4.2006 15:45 Sjá næstu 50 fréttir
Skutu þrjá til bana Egypskir lögreglumenn skutu þrjá bedúína til bana á Sínaí-skaga í gær. Mennirnir lágu undir grun um að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í Dahab í síðustu viku þar sem átján manns létu lífið. 1.5.2006 17:22
Sjónlistamiðstöð opnar í haust Sjónlistamiðstöð tekur til starfa á Korpúlfsstöðum í haust. Fulltrúar Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra myndlistarmanna, Forms Íslands - samtaka hönnuða og Iðntæknistofnunar skrifuðu í dag undir samstarfssamning um rekstur miðstöðvarinnar. 1.5.2006 17:15
460 mótorhjólakappar mæltu sér mót við Perluna í dag Aldrei hafa jafn margir bifhjólamenn safnast saman á Íslandi eins og í dag, þegar um 460 mótorhjólakappar mæltu sér mót við Perluna í Reykjavík. Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglarnir boðuðu til alsherjar mótorhjólaveislu við Perluna í dag en tilefnið var að sjálfsöðgu 1. maí. Þetta er árlegur viðburður bifhjólamanna og var þáttakan í dag með mesta móti en um 460 mótorhjólakappar mættu á fákum sínum. Hersingin ók suður í Hafnafjörð og Reykjanesbrautina til baka, að Smáralind en þar var mótorhjólasýning í boði púkinn.com í Vetrargarðinum. Lögreglan sá um að stjórna umferð frá Perlunni og fylgdi síðan hópnum á leiðarenda, enda ekki vanþörf á því það er ekkert smámál að stjórna 460 mótorhjólamönnum á götum borgarinnar. Að Sögn Evu Þórsdóttur fjölmiðlafulltrúa þessa hátíðar hefur aldrei verið eins mikil þáttaka og í ár. 1.5.2006 17:02
Vilja fiskmarkað á Akranesi Stefnt er að því að opna fiskmarkað á Akranesi. Bæjarráð hefur úthlutað Faxaflóahöfnum lóð við Faxabraut þar sem stefnt er að því að reisa húsnæði undir fiskmarkað. Gert er ráð fyrir að húsið verði á tveimur hæðum, fiskmarkaður á neðri hæðinni en önnur starfsemi á þeirri efri. 1.5.2006 15:59
Gumball 3000, kappakstur ríka og fræga fólksins, er kominn á fullt skrið Gumball 3000, kappakstur ríka og fræga fólksins, er kominn á fullt skrið. Fyrsta sérleiðin var til Vínarborgar og þaðan til Budapest og á morgun verður svo ekið til Belgrad. Gumball 3000 kappaksturinn er nú haldin í sjöunda sinn og í ár eru 240 þátttakendur skráðir til leiks eða 120 lið. 1.5.2006 15:55
Langaði að sjá hvernig eitrið verkaði. Sautján ára gömul japönsk stúlka sem eitraði fyrir móður sinni og hélt dagbók á Netinu yfir versnandi ástand hennar verður ekki ákærð heldur send á heimavistarskóla. Móðirin féll í dá síðasta sumar eftir að hafa fengið eitrað te um nokkurt skeið frá dóttur sinni. 1.5.2006 15:53
Mótmæli vændi á heimsmeistaramótinu Áskorun prestastefnu um að Knattspyrnusambandið mótmæli vændi á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Þýskalandi í sumar verður rædd í stjórn sambandsins, segir formaðurinn Eggert Magnússon. 1.5.2006 15:51
Óttast ekki opnun vinnumarkaðarins Halldór Björnsson, síðasti formaður Dagsbrúnar og fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins, óttast ekki opnun vinnumarkaðarins fyrir erlendu vinnuafli. Hann ætlar í kröfugöngu í dag, hann er ánægður með árangur verkalýðsbaráttunnar en telur þörf á að halda baráttunni áfram. 1.5.2006 15:49
Þarf að greiða milljónir í bætur Konan sem lögregla handtók eftir langa eftirför í Reykjavík í fyrrakvöld og fjölda tilrauna til að stöðva hana má eiga von á að greiða fleiri milljónir króna í bætur fyrir það tjón sem hún olli. 1.5.2006 15:00
Fjölmenni í kröfugöngu Fjöldi fólks tekur þátt í kröfuganga dagsins í Reykjavík sem lagði upp frá Hlemmi fyrir hálftíma sem upphafið að hátíðahöldum á baráttudegi verkalýðsins. Nú er fólk að safnast saman á Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst tíu mínútur yfir tvö. 1.5.2006 13:58
Vinstri-grænir kynna lista sinn Þorgrímur Einar Guðbjartsson á Erpsstöðum leiðir framboðslista Vinstri-grænna í Dalasýslu fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Framboðslistinn var samþykktur einróma á félagsfundi Vinstri-grænna í gær. 1.5.2006 12:28
Femínistafélagið fær jafnréttisverðlaun Femínistafélag Íslands hlaut Jafnréttisverðlaun Reykjavíkurborgar. Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í dag og sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri að það hefði komið á óvart hversu margar tilnefningar bárust. 1.5.2006 11:52
Kjósa milli þriggja nafna Gljúfrabyggð, Norðausturbyggð eða Norðurþing er nafnið sem sameinað sveitarfélag Húsavíkur, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps fær. 1.5.2006 10:45
Íslamskir öfgamenn myrtu 22 hindúa Íslamskir öfgamenn myrtu 22 hindúa og sært fimm til viðbótar í indverska hluta Kasmír í nótt. Vígamennirnir eru sagðir hafa farið inn á heimili hindúana og numið þá á brott og síðan tekið af lífi einn af öðrum. 1.5.2006 10:13
Semja um vopnahlé í Darfur-héraði Fresturinn sem stríðandi fylkingar í Darfur-héraði fengu til semja um vopnahlé hefur verið framlengdur um 48 klukkustundir. Fulltrúar Afríkubandalagsins hafa leitt viðræðurnar sem fram fara í Abúdja, höfuðborg Nígeríu. 1.5.2006 10:09
Fjórir menn voru handteknir vegna innbrots í nótt Fjórir menn voru handteknir af lögreglunni í Kópavogi í nótt vegna innbrots á pizzustað. Tilkynnt var um að innbrot stæði yfir þar um klukkan þrjú í nótt og náði tilkynnandi að lýsa bíl mannanna fyrir lögreglu sem hafði upp á honum skömmu síðar. 1.5.2006 10:08
Enn fastir í gullnámu Ástralskar björgunarsveitir tóku í morgun að bora göng ofan í gullnámu á eynni Tasmaníu þar sem tveir verkamenn hafa setið fastir í sex daga . Lítill jarðskjálfti varð til þess að göngin niður í námuna hrundu á þriðjudagskvöldið og var næstu daga á eftir óljóst um afdrif mannanna. 1.5.2006 10:06
1. maí víða haldinn hátíðlegur í dag Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, er víða haldinn hátíðlegur í dag. Tugþúsundir Moskvubúa voru til dæmis komnir út á götur borgarinnar í morgun til að fagna deginum en þar hefur hann ávallt haft ákveðna sérstöðu. 1.5.2006 10:02
Gjá milli ASÍ og verkalýðsfélaga Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnir forystu Alþýðusambands Íslands harðlega í pistli á heimasíðu verkalýðsfélagsins. Hann segir gjá hafa myndast milli ASÍ og fjölda verkalýðsfélaga. 1.5.2006 09:49
Haglél á stærð við hafnarbolta Hávaðarok og haglél á stærð við hafnarbolta hafa dunið yfir Texas um helgina. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í veðurofsanum, en miklar skemmdir hafa orðið á fjölmörgum húsum og vegum. 30.4.2006 19:00
Fráleitt að gera kjarnorkuárás á Íran Það er fráleitt að íhuga að gera kjarnorkuárásir á Íran segir Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í sjónvarpsviðtali í gær sagðist Powell jafnframt hafa ráðlagt George Bush að senda fleiri hermenn til Íraks, en á það hafi ekki verið hlustað. 30.4.2006 19:00
Vitundarvakning í málefnum geðfatlaðra Vitundarvakning er að verða í málefnum geðfatlaðra. Aukin þjónustu- og búsetuúrræði er meðal þess sem koma skal í málefnum geðfatlaðra á Íslandi. 30.4.2006 18:45
Keppir í kappakstri Gumball 3000, kappakstur ríka og fræga fólksins, hófst í London í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson er meðal keppenda og fetar þar í fótspor ekki ómerkari kappa en Burt Reynolds, Hugh Hefners og fjölmargra stjarna. Kappaksturinn er þó ekki viðurkennd keppni svo keppendur geta auðveldlega komist í kast við lögin, virði þeir ekki hraðatakmarkanir á leið sinni. 30.4.2006 18:45
Bandaríkjamanninum sleppt Bandarískum blaðamanni Edward Caraballo, var sleppt úr fangelsi í Afganistan í dag eftir að hafa setið inni meirihluta tveggja ára fangelsisdóms sem hann fékk fyrir að pynta Afgana í fangelsi í Kabúl. 30.4.2006 17:37
Blair óvinsæll Sextíu og sex prósent Breta finnst að Tony Blair standi sig illa sem forsætisráðherra. Þá segir helmingur þeirra spillingarmál þjaka ríkisstjórn Verkamannaflokksins. Þetta kemur fram í könnun sem Sunday Times birtir í dag. Blair hefur lýst yfir því að hann láti af embætti áður en kjörtímabilinu lýkur. Búist er við því að Gordon Brown fjármálaráðherra taki við af honum. 30.4.2006 15:22
Húsið gjörónýtt Íbúðarhús brann til kaldra kola á Þórshöfn í nótt. Enginn var í húsinu. Eldsins varð fyrst vart laust eftir miðnætti þegar tveir menn áttu leið eftir Langanesveginum og sáu töluverðan reyk leggja frá húsinu og kölluðu þeir strax á hjálp. Illa gekk að ráða niðurlögum eldsins, einkum vegna byggingarlags hússins. Um er að ræða gamalt hús að sögn eiganda. Slökkviliðsmenn vöktuðu húsið allt til morguns en það stendur mjög nærri tveimur öðrum húsum. Að sögn lögreglu eru eldsupptök ókunn. 30.4.2006 15:20
Vilja framlengja neyðarlög gegn hryðjuverkum Egypska lögreglan skaut mann til bana og handsamaði fjóra aðra snemma í morgun í aðgerðum vegna hryðjuverkanna í Dahab. Ríkisstjórn landsins hefur krafist þess að neyðarlög vegna hryðjuverka verði framlengd. 30.4.2006 12:30
90.000 manns hafa flúið heimili sín 90.000 manns hafa neyðst til þess að yfirgefa heimili sín í Írak undanfarið vegna átaka á milli Sjía og Súnnía. Bandarískar hersveitir hafa drepið og handsamað nærri eitt hundrað árásarmenn undanfarnar vikur. 30.4.2006 12:15
Súðavíkurhreppur eykur hlut sinn í Aðlöðun Súðavíkurhreppur hefur veitt sveitastjóra heimild til að kaupa hlutafé í beitufyrirtækinu Aðlöðun fyrir allt af sjö milljónum króna. Á fréttavefnum Bæjarins besta er greint frá því að Súðavíkurhreppur eigi fyrir 28,03% í félaginu. Aðlöðun hefur boðað til hluthafafundar þann 12. maí en í boðun hluthafafundar er gert ráð fyrir hækkun hlutafjár í félaginu um allt að 25 milljónum króna á genginu 1,0. Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt á nýjum hlut í samræmi við hlutafjáreign sína, samkvæmt samþykkt félagsins. 30.4.2006 11:45
Hreinsunarátak við strendur landsins Samtökin Veraldarvinir eru að hefja stórátak til að hreinsa strandlengju landsins. Á fréttavefnum Bæjarins besta er greint frá því að stefnt sé að hreinsa alla strandlengju landsins á árunum 2006 til 2011. Strendur verða hreinsaðar á fjórum stöðum í sumar, við Tálknafjörð, Vík í Mýrdal, Fjarðarbyggð og Siglufjörð. Stefnt er að því að fjarlægja allt rusl, kortleggja stærri svæði og gera áætlanir um hvernig hægt sé að þrífa þau í framtíðinni. 30.4.2006 11:24
Súkkulaðihátíð í Belgíu Súkkulaðifíklar ættu að reyna að ná næstu vél til Belgíu. Nú stendur yfir hin fullkomna súkkulaðihátíð í hinni sögufrægu borg Brugge. Þar gefur að líta allt það helsta frá frægustu súkkulaðigerðarmönnum og -fyrirtækjum heimsins í dag. 30.4.2006 11:00
Á 149 km hraða Sautján ára gamall drengur var stöðvaður á Suðurlandsvegi rétt austan við Hvolsvöll í gærkvöld eftir að ökutæki hans var mælt á 149 km hraða. Bíllinn var fullur af farþegum. 30.4.2006 10:45
Fíkniefnamál í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi gerði upptækt lítilsháttar magn af kannabisefni og amfetamíni í nótt. Þrír voru handteknir vegna málsins en þeir voru allir gómaðir við venjubundið eftirlit. Allir voru þeir góðkunningjar lögreglunnar en eftir yfirheyrslur fengu mennirnir að fara til síns heima og telst málið upplýst. 30.4.2006 10:30
Segir Íransforseta minna á Hitler Forseti Írans er siðblindingi sem minnir á Adolf Hitler. Þetta segir Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels, sem biður til guðs að Íranar komi sér ekki upp kjarnorkuvopnum. 30.4.2006 10:15
Sjötíu hafa fallið í apríl Bandaríkjamenn verða að búa sig undir frekari fórnir og erfiðleika í Írak sagði George Bush Bandaríkjaforseti í útvarpsávarpi í gær. Meira en sjötíu bandarískir hermenn hafa fallið í Írak í apríl og hafa ekki fleiri hermenn fallið í einum mánuði á þessu ári. 30.4.2006 09:58
Maður sleginn í andlitið Maður á þrítugsaldri varð fyrir árás við Hverfisbarinn á Hverfisgötu um fimmleytið í morgun. 30.4.2006 09:57
Kona á pallbíl stingur lögguna af Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu um óeðlilegt aksturslag konu á pallbíl í Ártúnsbrekkunni rétt upp úr átta í gærkvöld. 30.4.2006 09:52
Súkkúlaðihátíð í Belgíu Súkkúlaðifíklar ættu að reyna að ná næstu vél til Belgíu. Nú stendur yfir hin fullkomna súkkúlaðihátíð í hinni sögufrægu borg Brugge. Þar gefur að líta allt það helsta frá frægustu súkkulaðigerðarmönnum og -fyrirtækjum heimsins í dag. 29.4.2006 21:00
Sex ára í háskólakennslu Sex ára undrabarn frá Mexíkó heldur fyrirlestra um beinþynningu fyrir læknisfræðinema á háskólastigi. Sjálfur neitar drengurinn því að hann sé snillingur og segist bara venjulegur strákur sem hafi gaman af að læra. 29.4.2006 20:00
Vélsleðamaðurinn fundinn Maðurinn sem leitað var á Langjökli síðan klukkan níu í morgun fannst heill á húfi nú rétt áðan. Hann fannst vestan við Klakk, rakur og kaldur en á annað hundrað björgunarsveitarmenn leituðu hans í dag. 29.4.2006 18:34
Mældist á um 180 km hraða Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði ökumann sem mældist á um 180 kílómetra hraða í gær. Annar ökumaður reyndi að stinga lögreglunna af eftir að hann hafði mælst á um 160 kílómetra hraða. Sá hafnaði utan vegar og á yfir höfði sé háar sektir því hann reyndist einnig vera ölvaður. 29.4.2006 17:03
Setuverkfalli aflýst á Sunnuhlíð Ófaglært starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi samþykktu nýja kjarasmaninga og aflýsti setuverkfalli á fjórða tímanum í dag. Starfsemin er komin í eðlilegt horf. Samningar hafa því tekist á öllum dvalar- og hjúkrunarheimilunum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ófaglærðir hafa verið í kjarabaráttu síðustu vikurnar. 29.4.2006 16:34
Ætla ekki að hætta auðgun úrans Íranar ætla ekki að hætta auðgun úrans sama hvað tautar og raular. Þeir eru hins vegar tilbúnir að hleypa eftirlitsmönnum Sameinuðu Þjóðanna aftur inn í landið ef öryggisráðið hættir að fjalla um kjarnorkuþróun landsins. Þrjár þjóðir í öryggisráðinu vilja refsa Írönum þegar í stað. 29.4.2006 16:19
Gagnrýnir ummæli Sveins Andra Hreinn Loftsson hæstarréttarlögfræðingur hefur gert athugasemd við ummæli Sveins Andra Sveinssonar hæstarréttarlögmanns í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Hreinn gagnrýnir Svein fyrir að tjá sig um hver hugsanleg niðurstaða yrði í málinu á hendur Jón Ásgeiri Jóhannessyni og fleiri aðilum. 29.4.2006 16:07
Silvía Nótt gefur út ljóðabók Silvía Nótt áritaði nýútkomna ljóðabók sína, Teardrops of wisdom, eða viskutár, í húsakynnum B&L í dag. Fjöldi manns var samankomin til að bera stórstjörnuna augum og eins og sönn stjarna mætti Silvía Nótt aðeins of seint. 29.4.2006 15:45