Innlent

Fjórir menn voru handteknir vegna innbrots í nótt

Fjórir menn voru handteknir af lögreglunni í Kópavogi í nótt vegna innbrots á pizzustað. Tilkynnt var um að innbrot stæði yfir þar um klukkan þrjú í nótt og náði  tilkynnandi að lýsa bíl mannanna fyrir lögreglu sem hafði upp á honum skömmu síðar. Mennirnir eru allir um tvítugt og eru grunaðir um fleiri innbrot. Þeir gistu fangageymslur í nótt og verða yfirheyrðir í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×