Fleiri fréttir Berlusconi vill ríkisstjórn olívubandalags og hægri flokka Romano Prodi lýsti í dag yfir sigri vinstrimanna í þingkosningunum á Ítalíu en Silvio Berlusconi forsætisráðherra fer fram á endurtalningu. Hann leggur einnig til að fylkingarnar tvær sameinist í stórri ríkisstjórn sem allir landsmenn geti sætt sig við. Miðað við fyrstu viðbrögð úr herbúðum Prodis verður að teljast ólíklegt að tillaga Berlusconis verði að veruleika. 11.4.2006 19:15 ESSO hækkar bensínverð Olíufélagið ESSO hækkaði í dag verð á bensínlítranum um kr. 3,60 og dísel- og gasolíu um kr. 2,40. 11.4.2006 19:00 Hjördís Hákonardóttir skipuð hæstaréttardómari Hjördís Hákonardóttir hefur verið skipuð hæstaréttardómari. Hún fagnar skipuninni og segir hana ákveðinn sigur, en sem kunnugt er braut Björn Bjarnason dómsmálaráðherra jafnréttislög þegar hann skipaði Hjördísi ekki dómara við Hæstarétt árið tvöþúsund og þrjú. 11.4.2006 18:39 Hrýs hugur við hvalveiðum Svæðisstjóri Icelandair á Bretlandseyjum hugsar með hryllingi til þess ef Íslendingar hefja hvalveiðar í atvinnuskyni og þeirra afleiðinga sem slíkt hefði fyrir ferðaþjónustuna. Icelandair hóf fyrir helgi áætlunarflug til Manchester, sem svæðisstjórinn segir vera sautján milljóna manna markað. 11.4.2006 18:22 Íran í hóp með kjarnorkuvæddum ríkjum Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, tilkynnti í dag að Íran hefði bæst í hóp þeirra þjóða sem hefðu yfir kjarnorkutækni að ráða. Hann sagði Írana staðráðna í að hefja auðgun úrans á sama stigi og þær þjóðir sem nýti sér kjarnorku. Talsmaður Bush Bandaríkjaforseta sagði málið ekki taka rétta stefnu og ef fram haldi sem horfi verið bandarísk yfirvöld að ræða næstu skref við þær þjóðir sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 11.4.2006 18:00 Berlusconi segir engan geta hrósað sigri Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi bandalags hægriflokka, segir engan flokk geta hrósað sigri í þingkosningunum sem fóru fram í gær og fyrradag. Hann segist aðeins sætta sig við sigur ólívubandalags Romanos Prodis eftir að búið verði að fara yfir atkvæðaseðla. 11.4.2006 17:30 Vilja sérkjörin burt sem fyrst Engar efndir hafa orðið á því að eftirlaunalögum yrði breytt þó ár sé síðan forsætisráðherra lofaði að það yrði gert. Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, á þingi í dag og deildi á forsætisráðherra sem sagði málið ekki stranda á sér. 11.4.2006 17:15 Hæstiréttur staðfesti dóm vegna stórfellds gáleysis Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir íslenska ríkinu og fæðingarlækni vegna stófellds gáleysis þegar barn lést skömmu eftir að það fæddist. Bætur voru þó lækkaðar. Einn dómari skilaði séráliti og vildi hærri bætur. 11.4.2006 17:15 Ýtir undir fordóma gegn holdafari Edda Ýrr Einarsdóttir, formaður Formu, samtaka átröskunarsjúklinga á Íslandi, segir það ekki endilega jákvætt að stúlku hafi verið vísað úr fyrirsætukeppni á grundvelli þess að hún hafi verið of grönn. Hún segir það kynda undir fordómum gegn holdafari sem sem fari æ vaxandi á Íslandi. 11.4.2006 17:00 Prodi segist ætla að mynda sterka ríkisstjórn Romano Prodi, leiðtogi ólívubandalags, fagnaði í morgun sigri eftir að ljóst var að mið- og vinstriflokkarnir að baki honum hefðu náð meirihluta í eftir og neðri deild ítalska þingsins. Prodi segist ætla að mynda sterka ríkisstjórn þrátt fyrir að talningu atkvæða sé formlega ekki lokið og Silvio Berluscon, forsætisráðherra, og leiðtogi bandalags hægri flokka, hafi ekki játað sig sigraðann. 11.4.2006 16:30 Hjördís Hákonardóttir skipuð í Hæstarétt Hjördís Björk Hákonardóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Suðurlands, hefur samkvæmt tillögu Geirs H. Haarde, setts dómsmálaráðherra, verið skipuð dómari við Hæstarétt Íslands frá og með 1. maí næstkomandi. 11.4.2006 16:30 Telja þorskstofninn í Barentshafi mun stærri Vísindamenn við VNIRO rannsóknastofnunina í Rússlandi segja að skipulagt vanmat hafi átt sér stað í mælingum Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, á þorskstofninum í Barentshafi á undanförnum árum. 11.4.2006 16:22 Olmert tekur formlega við Ríkisstjórn Ísraels hefur formlega bundið enda á forsætisráðherratíð Ariels Sharons og úrskurðað hann varanlega ófæran um að gegna embættinu. Þetta var einróma niðurstaða ráðherra í stjórninni og tekur Ehud Olmert því við embættinu en hann hefur verið starfandi forsætisráðherra frá því Sharon fékk alvarlegt heilablóðfall í byrjun árs. 11.4.2006 16:15 Engin ágreiningur um varnarmál Forsætisráðherra og utanríkisráðherra segja engan ágreining sín á milli um varnarmál. Stjórnarandstæðingar sökuðu utanríkisráðherra um að upplýsa ritstjóra Morgunblaðsins betur um gang varnarviðræðna við Bandaríkin en utanríkismálanefnd. 11.4.2006 16:01 Minnst 40 féllu í sprengjuárás í Pakistan Að minnsta kosti 40 féllu og fjölmargir særðust þegar öflug sprengja sprakk í garði í hafnarborginni Karachi í Pakistan í dag. Múslimar höfðu safnast þar saman til að fagna fæðingardegi Múhameðs spámanns. 11.4.2006 16:00 Daggjöld verða að hækka Daggjöld verða að hækka til að samningar geti náðst við ófaglært starfsfólk dvalar- og hjúkrunarheimila. Þetta segir formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Hagfræðingur Eflingar hefur sagt að til fjöldauppsagna komi fá starfsfólkið ekki leiðréttingu á kjörum sínum á næstu vikum. 11.4.2006 15:52 Ráðlagt að sniðganga fundi með Hamas-liðum Sameinuðu þjóðirnar hafa ráðlagt yfirmönnum hjálparsamtaka á þeirra vegum að sniðganga fundi með stjórnmálaleiðtogum Hamas-samtakanna. Þeir er einnig ráðið frá því að eiga samskipti við forystumenn palestínsku heimastjórnarinnar sem Hamas-liðarnir fara fyrir. 11.4.2006 15:30 29 ákærðir vegna hryðjuverkanna í Madríd 29 menn voru í dag ákærðir fyrir aðild að sprengjuárásunum í Madríd á Spáni í mars 2004 sem urðu hátt í 200 manns að bana. Rúmlega 1700 manns særðust í hryðjuverkaárásinni en herskáuum múslimum hefur verið kennt um. 11.4.2006 15:15 LSH dæmt til að greiða bætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Landspítalann Háskólasjúkrahús til að greiða manni sem gekkst undir aðgerð á hné rúmar sex milljónir í bætur vegna varanlegrar örorku sem hann hlaut vegna hennar. 11.4.2006 15:00 Prodi fagnar sigri talskir stjórnmálamenn eru búnir að vera í sannkallaðri rússíbanaferð í nótt. Eftir að Romano Prodi hafði þegar fagnað sigri í gærkvöldi, missti Ólívubandalag hans meirihlutann í öldungadeildinni. Síðustu atkvæðin utan úr heimi færðu því meirihlutann aftur, en tæpara getur það ekki staðið. 11.4.2006 14:45 Fjöldauppsagnir óumflýjanlegar Hagfræðingur Eflingar segir fjöldauppsagnir óumflýjanlegar á dvalar- og hjúkrunarheimilum ef samninganefnd Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu bregst ekki jákvætt við kröfum starfsfólksins. 11.4.2006 12:41 Davíð vill stýrivexti í 16 % Ef Seðlabankinn hækkar stýrivexti sína í 16 prósent myndu vextir bankanna af yfirdráttarlánum og raðgreiðslusamningum hækka um allt að 25 prósent. Það þýðir að af 500 þúsund króna yfirdrætti yrðu vextir rúm 127 þúsund krónur á ári. 11.4.2006 12:38 Jón Gerald bar ljúgvitni gegn Jóhannesi Lögmaður Jóhannesar Jónssonar í Bónus segir Jón Gerald Sullenberger hafa borið ljúgvitni gegn Jóhannesi hjá lögreglu og á þeirri lygi hafi ákæra gegn honum verið byggð í Baugsmálinu. Jóhannes hefur kært Sullenberger til ríkislögreglustjóra. Þá hefur hann kvartað undan yfirmanni efnahagsbrotadeildar lögreglunnar og ríkislögreglustjóra við umboðsmann Alþingis. 11.4.2006 12:12 Heróín fannst í fyrsta skipti á farþega á Keflavíkurflugvelli Heróín fannst í fyrsta skipti á farþega á Keflavíkurflugvelli á sunnudag, þegar karlmaður á fimmtugsaldri reyndi að smygla efninu innvortis til landsins. Hann var að koma frá Amsterdam og þótti lögreglu og tollgæslu tilefni til að skoða hann nánar. 11.4.2006 11:11 Ítalska lögreglan handtók í morgun yfirmann mafíunnar Ítalska lögreglan handtók í morgun Bernardo Provenzano yfirmann mafíunnar á Sikiley. Hann hafði verið á flótta í meira en fjörutíu ár, en þrátt fyrir ítarlega leit tókst lögreglunni ekki að hafa hendur í hári hans fyrr en nú. 11.4.2006 10:56 Mál gegn fyrrverandi ritstjórum DV tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur Í dag var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál manns sem lagður var inn á Landspítalann vegna hermannaveiki, gegn Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV vegna umfjöllunar blaðsins um málið. 11.4.2006 10:48 Gistinóttum hérlendis fjölgar um 4,8% Heildarfjöldi gistinátta á Íslandi var 2.232.911 árið 2005 sem er 4,8% aukning frá fyrra ári. Gistinóttum fjölgaði frá árinu 2004 á hótelum og gistiheimilum um 6,8%, orlofshúsabyggðum um 25,7%, í skálum í óbyggðum um 3,4% og á farfuglaheimilum um 0,2%. 11.4.2006 10:25 Hestahvíslarinn Monty Roberts kominn til landsins Einn þekktasti hestahvíslari heims, Monty Roberts er kominn til landsins. Monty er kominn hingað til lands til að sýna íslendingum hvernig hann nálgast og temur hross á sinn einstaka hátt. Sýning þessa meistara verður haldin á skírdag í Reiðhöllinni í Víðidal og er bara um eina sýningu að ræða. 11.4.2006 09:36 Sóley Sigurjóns KE fékk á sig brotsjó Togbáturinn Sóley Sigurjóns KE fékk á sig brotsjó þegar hann var staddur út af Reykjanesi um miðnæturbil. Höggið var svo mikið að einn skipverja kastaðist til og hlaut skurð á höfði og högg á bakið. 11.4.2006 09:32 Vill ekki verða forseti Frakklands Dominique du Villepin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hann hefði engan áhuga á að verða forseti landsins eins og haldið hefur verið fram. Þá sagðist hann ekki vera fallinn í ónáð hjá Jacques Chirac forseta landsins í kjölfar umdeildrar atvinnulöggjafar stjórnarinnar sem dregin var til baka vegna mikillar óánægju námsmanna og verkalýðsfélaga. 11.4.2006 09:00 Krefjast úrbóta í málefnum innflytjenda Hundruð þúsunda tóku þátt í mótmælagöngum víða um Bandaríkin í gær og kröfðust úrbóta í málefnum innflytjenda. Mjög skiptar skoðanir eru um hvernig taka skal á þessu máli en talið er að á milli ellefu til þráttán milljónir ólöglegra innflytjenda búi í landinu. Í síðustu viku benti margt til að öldungadeild Bandaríkjaþings hefði náð samkomulagi um nýja tillögu 11.4.2006 08:45 Boða viku setuverkfall Starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilum sem verið hafa í aðgerðum undanfarnar tvær vikur, samþykktu á fundi í gær að boða til viku setuverkfalls, sem tekur gildi 21. apríl. Boðaður hefur verið fundur starfsfólksins með forstöðumönnum hjúkrunarheimilisins þann 19. apríl. Ef samkomulag næst ekki eða ef fyrirhugaðar aðgerðir bera ekki árangur, er boðað að gripið verði til fjöldauppsagna. 11.4.2006 08:30 Fyrrum forstjóri Enron segist saklaus Jeffrey Skilling, fyrrverandi yfirframkvæmdastjóri bandaríska orkusölufyrirtækisins Enron, lýsti sig saklausan er hann bar vitni við réttarhöldin í máli sínu og Kenneths Lays, fyrrverandi forstjóra Enron, í Houston í gær. Skilling og Lay eru ákærðir fyrir að hafa leynt raunverulegri fjárhagsstöðu fyrirtækisins fyrir fjárfestum áður en það varð gjaldþrota árið 2001. Skilling sagði í gær að hann myndi berjast fyrir sakleysi sínu til dauðadags. 11.4.2006 08:15 Prodi fagnar sigri Miðvinstri-fylkingin, undir forystu Romanos Prodis, sigraði í þingkosningunum á Ítalíu sem fram fóru á sunnudag og í gær. Fylkingin fékk til neðri deildarinnar 49,8 prósent atkvæða en hægri fylking Berlusconis forsætisráðherra fékk 49,7 prósent. Munurinn var því einungis 0,07 prósent eða um 25 þúsund. 11.4.2006 07:54 Lést í snjóflóði Vélsleðamaðurinn sem lenti í snjóflóði í Hoffellsdal, fyrir ofan Fáskrúðsfjörð í kvöld, er látinn. Hann var á þrítugsaldri en ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. 10.4.2006 23:20 Hundur fann vélsleðamanninn Vélsleðamaðurinn sem lenti í snjóflóði í Hoffellsdal við Reyðarfjörð fannst upp úr klukkan átta í kvöld, um það bil tveimur klukkustundum eftir að hann lenti í flóðinu. Farið var með hann á sjúkrahús í flýti en ekki er hægt að greina frá afdrifum hans að svo stöddu. 10.4.2006 22:11 Ekki kemur til greina að taka upp vegtoll Hugmyndir um vegtoll um Suðurlandsveg eru algjörlega óásættanlegar að mati Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Tryggingafélagið Sjóvá vill endurbyggja Suðurlandsveg með tveimur akreinum í hvora átt og en forstjóri fyrirtækisins segir að jafnvel megi fjármagna framkvæmdirnar með vegtolli. 10.4.2006 23:19 Pólitísk framtíð forsætisráðherra Frakklands óráðin Jacques Chirac Frakklandsforseti tilkynnti í dag að umdeildar breytingar á atvinnulöggjöf landsins yrðu afnumdar. Pólitísk framtíð Dominique de Villepin, forsætisráðherra, þykir óljós en hann barðist fyrir lögunum með oddi og egg. 10.4.2006 23:00 Bush vísar fréttum á bug Bush Bandaríkjaforseti vísar alfarið á bug fréttum í fjölmiðlum um nýliðna helgi þess efnis að Bandaríkjamenn ætli að ráðast gegn hernaðarlegum skotmörkum í Íran með kjarnorkuvopnum. Hann segir bandarísk stjórnvöld stefna að því að semja um lausn á kjarnorkudeilunni við stjórnvöld í Teheran. 10.4.2006 22:45 Nokkuð um hraðakstur í nágrenni Blönduós Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi í kvöld. Grunur leikur á að einn ökumannanna hafi verið undir áhrifum áfengis. Sá sem ók hraðast mældist á rúmlega 120 km hraða en eins og kunngut er, þá er 90 km hámarkshraði á þjóðvegum landsins. 10.4.2006 22:32 Magnea Þorkelsdóttir biskupsfrú látin Magnea Þorkelsdóttir biskupsfrú, eiginkona Sigurbjarnar Einarssonar biskups, er látin, 95 ára að aldri. Fréttavefur Morgunblaðsins greindi frá þessu í kvöld. 10.4.2006 22:31 Má vart á milli sjá Lokaspretturinn í ítölsku þingkosningunum hefur verið hörkuspennandi en svo virðist sem stjórn Silvio Berlusconis, forsætisráðherra, ætli að halda naumum meirihluta í efri deild þingsins en missa hann naumlega í neðri deild. Fyrr í dag bentu útgönguspár til þess að stjórnin væri fallin og bandalag vinstri flokkana, með Romano Prodi í broddi fylkingar, hefði náð meirihluta. 10.4.2006 22:11 Mótmæla stóriðjuframkvæmdum Enn fjölgar þeim hópum í samfélaginu sem eru á móti stóriðjuframkvæmdum. Samtök ferðaþjónustunnar og unglingar í Austurbæjarskóla hafa nú stigið fram gegn stóriðjuframkvæmdum stjórnvalda. 10.4.2006 22:06 Maðurinn fundinn Maðurinn sem leitað hefur verið að eftir snjóflóð í Hoffellsdal fyrir ofan Fáskrúðsfjörð er fundinn. Ekki er vitað um ástand hans að svo stöddu. 10.4.2006 21:18 18 mánaða dómur fyrir að rjúfa skilorð Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í eins og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir að stela seðlaveski. Með brotinu sem dæmt var fyrir í dag rauf hann skilorðið og var því fyrri dómur tekinn upp. 10.4.2006 21:00 Sjá næstu 50 fréttir
Berlusconi vill ríkisstjórn olívubandalags og hægri flokka Romano Prodi lýsti í dag yfir sigri vinstrimanna í þingkosningunum á Ítalíu en Silvio Berlusconi forsætisráðherra fer fram á endurtalningu. Hann leggur einnig til að fylkingarnar tvær sameinist í stórri ríkisstjórn sem allir landsmenn geti sætt sig við. Miðað við fyrstu viðbrögð úr herbúðum Prodis verður að teljast ólíklegt að tillaga Berlusconis verði að veruleika. 11.4.2006 19:15
ESSO hækkar bensínverð Olíufélagið ESSO hækkaði í dag verð á bensínlítranum um kr. 3,60 og dísel- og gasolíu um kr. 2,40. 11.4.2006 19:00
Hjördís Hákonardóttir skipuð hæstaréttardómari Hjördís Hákonardóttir hefur verið skipuð hæstaréttardómari. Hún fagnar skipuninni og segir hana ákveðinn sigur, en sem kunnugt er braut Björn Bjarnason dómsmálaráðherra jafnréttislög þegar hann skipaði Hjördísi ekki dómara við Hæstarétt árið tvöþúsund og þrjú. 11.4.2006 18:39
Hrýs hugur við hvalveiðum Svæðisstjóri Icelandair á Bretlandseyjum hugsar með hryllingi til þess ef Íslendingar hefja hvalveiðar í atvinnuskyni og þeirra afleiðinga sem slíkt hefði fyrir ferðaþjónustuna. Icelandair hóf fyrir helgi áætlunarflug til Manchester, sem svæðisstjórinn segir vera sautján milljóna manna markað. 11.4.2006 18:22
Íran í hóp með kjarnorkuvæddum ríkjum Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, tilkynnti í dag að Íran hefði bæst í hóp þeirra þjóða sem hefðu yfir kjarnorkutækni að ráða. Hann sagði Írana staðráðna í að hefja auðgun úrans á sama stigi og þær þjóðir sem nýti sér kjarnorku. Talsmaður Bush Bandaríkjaforseta sagði málið ekki taka rétta stefnu og ef fram haldi sem horfi verið bandarísk yfirvöld að ræða næstu skref við þær þjóðir sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 11.4.2006 18:00
Berlusconi segir engan geta hrósað sigri Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi bandalags hægriflokka, segir engan flokk geta hrósað sigri í þingkosningunum sem fóru fram í gær og fyrradag. Hann segist aðeins sætta sig við sigur ólívubandalags Romanos Prodis eftir að búið verði að fara yfir atkvæðaseðla. 11.4.2006 17:30
Vilja sérkjörin burt sem fyrst Engar efndir hafa orðið á því að eftirlaunalögum yrði breytt þó ár sé síðan forsætisráðherra lofaði að það yrði gert. Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, á þingi í dag og deildi á forsætisráðherra sem sagði málið ekki stranda á sér. 11.4.2006 17:15
Hæstiréttur staðfesti dóm vegna stórfellds gáleysis Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir íslenska ríkinu og fæðingarlækni vegna stófellds gáleysis þegar barn lést skömmu eftir að það fæddist. Bætur voru þó lækkaðar. Einn dómari skilaði séráliti og vildi hærri bætur. 11.4.2006 17:15
Ýtir undir fordóma gegn holdafari Edda Ýrr Einarsdóttir, formaður Formu, samtaka átröskunarsjúklinga á Íslandi, segir það ekki endilega jákvætt að stúlku hafi verið vísað úr fyrirsætukeppni á grundvelli þess að hún hafi verið of grönn. Hún segir það kynda undir fordómum gegn holdafari sem sem fari æ vaxandi á Íslandi. 11.4.2006 17:00
Prodi segist ætla að mynda sterka ríkisstjórn Romano Prodi, leiðtogi ólívubandalags, fagnaði í morgun sigri eftir að ljóst var að mið- og vinstriflokkarnir að baki honum hefðu náð meirihluta í eftir og neðri deild ítalska þingsins. Prodi segist ætla að mynda sterka ríkisstjórn þrátt fyrir að talningu atkvæða sé formlega ekki lokið og Silvio Berluscon, forsætisráðherra, og leiðtogi bandalags hægri flokka, hafi ekki játað sig sigraðann. 11.4.2006 16:30
Hjördís Hákonardóttir skipuð í Hæstarétt Hjördís Björk Hákonardóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Suðurlands, hefur samkvæmt tillögu Geirs H. Haarde, setts dómsmálaráðherra, verið skipuð dómari við Hæstarétt Íslands frá og með 1. maí næstkomandi. 11.4.2006 16:30
Telja þorskstofninn í Barentshafi mun stærri Vísindamenn við VNIRO rannsóknastofnunina í Rússlandi segja að skipulagt vanmat hafi átt sér stað í mælingum Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, á þorskstofninum í Barentshafi á undanförnum árum. 11.4.2006 16:22
Olmert tekur formlega við Ríkisstjórn Ísraels hefur formlega bundið enda á forsætisráðherratíð Ariels Sharons og úrskurðað hann varanlega ófæran um að gegna embættinu. Þetta var einróma niðurstaða ráðherra í stjórninni og tekur Ehud Olmert því við embættinu en hann hefur verið starfandi forsætisráðherra frá því Sharon fékk alvarlegt heilablóðfall í byrjun árs. 11.4.2006 16:15
Engin ágreiningur um varnarmál Forsætisráðherra og utanríkisráðherra segja engan ágreining sín á milli um varnarmál. Stjórnarandstæðingar sökuðu utanríkisráðherra um að upplýsa ritstjóra Morgunblaðsins betur um gang varnarviðræðna við Bandaríkin en utanríkismálanefnd. 11.4.2006 16:01
Minnst 40 féllu í sprengjuárás í Pakistan Að minnsta kosti 40 féllu og fjölmargir særðust þegar öflug sprengja sprakk í garði í hafnarborginni Karachi í Pakistan í dag. Múslimar höfðu safnast þar saman til að fagna fæðingardegi Múhameðs spámanns. 11.4.2006 16:00
Daggjöld verða að hækka Daggjöld verða að hækka til að samningar geti náðst við ófaglært starfsfólk dvalar- og hjúkrunarheimila. Þetta segir formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Hagfræðingur Eflingar hefur sagt að til fjöldauppsagna komi fá starfsfólkið ekki leiðréttingu á kjörum sínum á næstu vikum. 11.4.2006 15:52
Ráðlagt að sniðganga fundi með Hamas-liðum Sameinuðu þjóðirnar hafa ráðlagt yfirmönnum hjálparsamtaka á þeirra vegum að sniðganga fundi með stjórnmálaleiðtogum Hamas-samtakanna. Þeir er einnig ráðið frá því að eiga samskipti við forystumenn palestínsku heimastjórnarinnar sem Hamas-liðarnir fara fyrir. 11.4.2006 15:30
29 ákærðir vegna hryðjuverkanna í Madríd 29 menn voru í dag ákærðir fyrir aðild að sprengjuárásunum í Madríd á Spáni í mars 2004 sem urðu hátt í 200 manns að bana. Rúmlega 1700 manns særðust í hryðjuverkaárásinni en herskáuum múslimum hefur verið kennt um. 11.4.2006 15:15
LSH dæmt til að greiða bætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Landspítalann Háskólasjúkrahús til að greiða manni sem gekkst undir aðgerð á hné rúmar sex milljónir í bætur vegna varanlegrar örorku sem hann hlaut vegna hennar. 11.4.2006 15:00
Prodi fagnar sigri talskir stjórnmálamenn eru búnir að vera í sannkallaðri rússíbanaferð í nótt. Eftir að Romano Prodi hafði þegar fagnað sigri í gærkvöldi, missti Ólívubandalag hans meirihlutann í öldungadeildinni. Síðustu atkvæðin utan úr heimi færðu því meirihlutann aftur, en tæpara getur það ekki staðið. 11.4.2006 14:45
Fjöldauppsagnir óumflýjanlegar Hagfræðingur Eflingar segir fjöldauppsagnir óumflýjanlegar á dvalar- og hjúkrunarheimilum ef samninganefnd Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu bregst ekki jákvætt við kröfum starfsfólksins. 11.4.2006 12:41
Davíð vill stýrivexti í 16 % Ef Seðlabankinn hækkar stýrivexti sína í 16 prósent myndu vextir bankanna af yfirdráttarlánum og raðgreiðslusamningum hækka um allt að 25 prósent. Það þýðir að af 500 þúsund króna yfirdrætti yrðu vextir rúm 127 þúsund krónur á ári. 11.4.2006 12:38
Jón Gerald bar ljúgvitni gegn Jóhannesi Lögmaður Jóhannesar Jónssonar í Bónus segir Jón Gerald Sullenberger hafa borið ljúgvitni gegn Jóhannesi hjá lögreglu og á þeirri lygi hafi ákæra gegn honum verið byggð í Baugsmálinu. Jóhannes hefur kært Sullenberger til ríkislögreglustjóra. Þá hefur hann kvartað undan yfirmanni efnahagsbrotadeildar lögreglunnar og ríkislögreglustjóra við umboðsmann Alþingis. 11.4.2006 12:12
Heróín fannst í fyrsta skipti á farþega á Keflavíkurflugvelli Heróín fannst í fyrsta skipti á farþega á Keflavíkurflugvelli á sunnudag, þegar karlmaður á fimmtugsaldri reyndi að smygla efninu innvortis til landsins. Hann var að koma frá Amsterdam og þótti lögreglu og tollgæslu tilefni til að skoða hann nánar. 11.4.2006 11:11
Ítalska lögreglan handtók í morgun yfirmann mafíunnar Ítalska lögreglan handtók í morgun Bernardo Provenzano yfirmann mafíunnar á Sikiley. Hann hafði verið á flótta í meira en fjörutíu ár, en þrátt fyrir ítarlega leit tókst lögreglunni ekki að hafa hendur í hári hans fyrr en nú. 11.4.2006 10:56
Mál gegn fyrrverandi ritstjórum DV tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur Í dag var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál manns sem lagður var inn á Landspítalann vegna hermannaveiki, gegn Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV vegna umfjöllunar blaðsins um málið. 11.4.2006 10:48
Gistinóttum hérlendis fjölgar um 4,8% Heildarfjöldi gistinátta á Íslandi var 2.232.911 árið 2005 sem er 4,8% aukning frá fyrra ári. Gistinóttum fjölgaði frá árinu 2004 á hótelum og gistiheimilum um 6,8%, orlofshúsabyggðum um 25,7%, í skálum í óbyggðum um 3,4% og á farfuglaheimilum um 0,2%. 11.4.2006 10:25
Hestahvíslarinn Monty Roberts kominn til landsins Einn þekktasti hestahvíslari heims, Monty Roberts er kominn til landsins. Monty er kominn hingað til lands til að sýna íslendingum hvernig hann nálgast og temur hross á sinn einstaka hátt. Sýning þessa meistara verður haldin á skírdag í Reiðhöllinni í Víðidal og er bara um eina sýningu að ræða. 11.4.2006 09:36
Sóley Sigurjóns KE fékk á sig brotsjó Togbáturinn Sóley Sigurjóns KE fékk á sig brotsjó þegar hann var staddur út af Reykjanesi um miðnæturbil. Höggið var svo mikið að einn skipverja kastaðist til og hlaut skurð á höfði og högg á bakið. 11.4.2006 09:32
Vill ekki verða forseti Frakklands Dominique du Villepin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hann hefði engan áhuga á að verða forseti landsins eins og haldið hefur verið fram. Þá sagðist hann ekki vera fallinn í ónáð hjá Jacques Chirac forseta landsins í kjölfar umdeildrar atvinnulöggjafar stjórnarinnar sem dregin var til baka vegna mikillar óánægju námsmanna og verkalýðsfélaga. 11.4.2006 09:00
Krefjast úrbóta í málefnum innflytjenda Hundruð þúsunda tóku þátt í mótmælagöngum víða um Bandaríkin í gær og kröfðust úrbóta í málefnum innflytjenda. Mjög skiptar skoðanir eru um hvernig taka skal á þessu máli en talið er að á milli ellefu til þráttán milljónir ólöglegra innflytjenda búi í landinu. Í síðustu viku benti margt til að öldungadeild Bandaríkjaþings hefði náð samkomulagi um nýja tillögu 11.4.2006 08:45
Boða viku setuverkfall Starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilum sem verið hafa í aðgerðum undanfarnar tvær vikur, samþykktu á fundi í gær að boða til viku setuverkfalls, sem tekur gildi 21. apríl. Boðaður hefur verið fundur starfsfólksins með forstöðumönnum hjúkrunarheimilisins þann 19. apríl. Ef samkomulag næst ekki eða ef fyrirhugaðar aðgerðir bera ekki árangur, er boðað að gripið verði til fjöldauppsagna. 11.4.2006 08:30
Fyrrum forstjóri Enron segist saklaus Jeffrey Skilling, fyrrverandi yfirframkvæmdastjóri bandaríska orkusölufyrirtækisins Enron, lýsti sig saklausan er hann bar vitni við réttarhöldin í máli sínu og Kenneths Lays, fyrrverandi forstjóra Enron, í Houston í gær. Skilling og Lay eru ákærðir fyrir að hafa leynt raunverulegri fjárhagsstöðu fyrirtækisins fyrir fjárfestum áður en það varð gjaldþrota árið 2001. Skilling sagði í gær að hann myndi berjast fyrir sakleysi sínu til dauðadags. 11.4.2006 08:15
Prodi fagnar sigri Miðvinstri-fylkingin, undir forystu Romanos Prodis, sigraði í þingkosningunum á Ítalíu sem fram fóru á sunnudag og í gær. Fylkingin fékk til neðri deildarinnar 49,8 prósent atkvæða en hægri fylking Berlusconis forsætisráðherra fékk 49,7 prósent. Munurinn var því einungis 0,07 prósent eða um 25 þúsund. 11.4.2006 07:54
Lést í snjóflóði Vélsleðamaðurinn sem lenti í snjóflóði í Hoffellsdal, fyrir ofan Fáskrúðsfjörð í kvöld, er látinn. Hann var á þrítugsaldri en ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. 10.4.2006 23:20
Hundur fann vélsleðamanninn Vélsleðamaðurinn sem lenti í snjóflóði í Hoffellsdal við Reyðarfjörð fannst upp úr klukkan átta í kvöld, um það bil tveimur klukkustundum eftir að hann lenti í flóðinu. Farið var með hann á sjúkrahús í flýti en ekki er hægt að greina frá afdrifum hans að svo stöddu. 10.4.2006 22:11
Ekki kemur til greina að taka upp vegtoll Hugmyndir um vegtoll um Suðurlandsveg eru algjörlega óásættanlegar að mati Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Tryggingafélagið Sjóvá vill endurbyggja Suðurlandsveg með tveimur akreinum í hvora átt og en forstjóri fyrirtækisins segir að jafnvel megi fjármagna framkvæmdirnar með vegtolli. 10.4.2006 23:19
Pólitísk framtíð forsætisráðherra Frakklands óráðin Jacques Chirac Frakklandsforseti tilkynnti í dag að umdeildar breytingar á atvinnulöggjöf landsins yrðu afnumdar. Pólitísk framtíð Dominique de Villepin, forsætisráðherra, þykir óljós en hann barðist fyrir lögunum með oddi og egg. 10.4.2006 23:00
Bush vísar fréttum á bug Bush Bandaríkjaforseti vísar alfarið á bug fréttum í fjölmiðlum um nýliðna helgi þess efnis að Bandaríkjamenn ætli að ráðast gegn hernaðarlegum skotmörkum í Íran með kjarnorkuvopnum. Hann segir bandarísk stjórnvöld stefna að því að semja um lausn á kjarnorkudeilunni við stjórnvöld í Teheran. 10.4.2006 22:45
Nokkuð um hraðakstur í nágrenni Blönduós Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi í kvöld. Grunur leikur á að einn ökumannanna hafi verið undir áhrifum áfengis. Sá sem ók hraðast mældist á rúmlega 120 km hraða en eins og kunngut er, þá er 90 km hámarkshraði á þjóðvegum landsins. 10.4.2006 22:32
Magnea Þorkelsdóttir biskupsfrú látin Magnea Þorkelsdóttir biskupsfrú, eiginkona Sigurbjarnar Einarssonar biskups, er látin, 95 ára að aldri. Fréttavefur Morgunblaðsins greindi frá þessu í kvöld. 10.4.2006 22:31
Má vart á milli sjá Lokaspretturinn í ítölsku þingkosningunum hefur verið hörkuspennandi en svo virðist sem stjórn Silvio Berlusconis, forsætisráðherra, ætli að halda naumum meirihluta í efri deild þingsins en missa hann naumlega í neðri deild. Fyrr í dag bentu útgönguspár til þess að stjórnin væri fallin og bandalag vinstri flokkana, með Romano Prodi í broddi fylkingar, hefði náð meirihluta. 10.4.2006 22:11
Mótmæla stóriðjuframkvæmdum Enn fjölgar þeim hópum í samfélaginu sem eru á móti stóriðjuframkvæmdum. Samtök ferðaþjónustunnar og unglingar í Austurbæjarskóla hafa nú stigið fram gegn stóriðjuframkvæmdum stjórnvalda. 10.4.2006 22:06
Maðurinn fundinn Maðurinn sem leitað hefur verið að eftir snjóflóð í Hoffellsdal fyrir ofan Fáskrúðsfjörð er fundinn. Ekki er vitað um ástand hans að svo stöddu. 10.4.2006 21:18
18 mánaða dómur fyrir að rjúfa skilorð Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í eins og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir að stela seðlaveski. Með brotinu sem dæmt var fyrir í dag rauf hann skilorðið og var því fyrri dómur tekinn upp. 10.4.2006 21:00