Prodi fagnar sigri 11. apríl 2006 14:45 Romano Prodi fagnar sigri. MYND/AP talskir stjórnmálamenn eru búnir að vera í sannkallaðri rússíbanaferð í nótt. Eftir að Romano Prodi hafði þegar fagnað sigri í gærkvöldi, missti Ólívubandalag hans meirihlutann í öldungadeildinni. Síðustu atkvæðin utan úr heimi færðu því meirihlutann aftur, en tæpara getur það ekki staðið. Prodi steig á svið í gærkvöldi ásamt formönnum samstarfsflokkanna, fagnaði sigri og lofaði því að ríkisstjórn hans myndi stjórna landinu næstu fimm árin. Það var því mikil gleði á Piazza Sant'Apostoli þar sem stuðningsmenn Ólívubandalagsins trúðu því að sigurinn væri í höfn. Þegar leið á nóttina fór heldur að síga á þeim brúnin og svo gerðist það ótrúlega: ríkisstjórnarflokkarnir sigu framúr og þegar öll atkvæði höfðu verið talin var Hægrabandalagið með 155 öldungardeildarþingmenn á móti 154 þingmönnum vinstrimanna. Í neðri deildinni náðu flokkar Prodis hins vegar meirihluta með minnsta mögulega mun - 49,8% á móti 49,7% hægrabandalagsins. Vegna ákvæða í kosningalögum um öruggan meirihluta, skiptist fjöldi þingmanna þannig að Ólívubandalagið fær 341 þingmann, en hægrabandalagið 277. Í gær þótti það fjarlægur möguleiki að leikar gætu farið svona. Hvor sinn meirihlutinn í deildum þingsins. Það var svo ekki fyrr en nú undir hádegi að kláraðist að telja atkvæði Ítala í útlöndum, en þeir fá að kjósa átján þingmenn, þar af sex í öldungadeildina. Meirihluti þeirra kaus Ólívubandalagið og þar með snerist dæmið aftur við. Endanlegar tölur gefa flokkabandalagi Prodis 158 þingmenn í öldungadeild en bandalag Berlusconis fær 156. Munurinn gæti því ekki verið minni. Prodi er þó borginmannlegur og segist vel geta myndað ríkisstjórn sem muni starfa næstu fimm árin. En þegar haft er í huga að ríkisstjórnin verður mynduð úr níu flokkum og aðeins þarf einn öldungardeildarþingmann til að falla úr skaftinu til að lama allt, þá er vissulega spurning hversu öflug sú ríkisstjórn verður. Núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa krafist endurtalningar á hálfri milljón ógildra atkvæða og ætla ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Það stefnir því í áframhaldandi spennu hér næstu dagana, en þar til annað kemur í ljós er Romano Prodi verðandi forsætisráðherra landsins. Erlent Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
talskir stjórnmálamenn eru búnir að vera í sannkallaðri rússíbanaferð í nótt. Eftir að Romano Prodi hafði þegar fagnað sigri í gærkvöldi, missti Ólívubandalag hans meirihlutann í öldungadeildinni. Síðustu atkvæðin utan úr heimi færðu því meirihlutann aftur, en tæpara getur það ekki staðið. Prodi steig á svið í gærkvöldi ásamt formönnum samstarfsflokkanna, fagnaði sigri og lofaði því að ríkisstjórn hans myndi stjórna landinu næstu fimm árin. Það var því mikil gleði á Piazza Sant'Apostoli þar sem stuðningsmenn Ólívubandalagsins trúðu því að sigurinn væri í höfn. Þegar leið á nóttina fór heldur að síga á þeim brúnin og svo gerðist það ótrúlega: ríkisstjórnarflokkarnir sigu framúr og þegar öll atkvæði höfðu verið talin var Hægrabandalagið með 155 öldungardeildarþingmenn á móti 154 þingmönnum vinstrimanna. Í neðri deildinni náðu flokkar Prodis hins vegar meirihluta með minnsta mögulega mun - 49,8% á móti 49,7% hægrabandalagsins. Vegna ákvæða í kosningalögum um öruggan meirihluta, skiptist fjöldi þingmanna þannig að Ólívubandalagið fær 341 þingmann, en hægrabandalagið 277. Í gær þótti það fjarlægur möguleiki að leikar gætu farið svona. Hvor sinn meirihlutinn í deildum þingsins. Það var svo ekki fyrr en nú undir hádegi að kláraðist að telja atkvæði Ítala í útlöndum, en þeir fá að kjósa átján þingmenn, þar af sex í öldungadeildina. Meirihluti þeirra kaus Ólívubandalagið og þar með snerist dæmið aftur við. Endanlegar tölur gefa flokkabandalagi Prodis 158 þingmenn í öldungadeild en bandalag Berlusconis fær 156. Munurinn gæti því ekki verið minni. Prodi er þó borginmannlegur og segist vel geta myndað ríkisstjórn sem muni starfa næstu fimm árin. En þegar haft er í huga að ríkisstjórnin verður mynduð úr níu flokkum og aðeins þarf einn öldungardeildarþingmann til að falla úr skaftinu til að lama allt, þá er vissulega spurning hversu öflug sú ríkisstjórn verður. Núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa krafist endurtalningar á hálfri milljón ógildra atkvæða og ætla ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Það stefnir því í áframhaldandi spennu hér næstu dagana, en þar til annað kemur í ljós er Romano Prodi verðandi forsætisráðherra landsins.
Erlent Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira