Miðvinstri-fylkingin, undir forystu Romanos Prodis, sigraði í þingkosningunum á Ítalíu sem fram fóru á sunnudag og í gær. Fylkingin fékk til neðri deildarinnar 49,8 prósent atkvæða en hægri fylking Berlusconis forsætisráðherra fékk 49,7 prósent. Munurinn var því einungis 0,07 prósent eða um 25 þúsund. Miðvinstri fylkingin fær því 340 sæti á ítalska þinginu af 630. Berlusconi og hans menn hafa krafist nákvæmrar endurtalningar atkvæða og endurskoðunar á atkvæðum sem úrskurðuð voru ógild.
Prodi fagnar sigri
