Fleiri fréttir

Möguleikhúsið við Hlemm frumsýnir nýtt leikrit

Leikritið Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur verður frumsýnt í Möguleikhúsinu næstkomandi miðvikudag. Leikritið fjallar um þrjár systur sem missa móður sína á unga aldri. Þar er skyggnst inn í íslenskan raunveruleika, kaldranalegan og hversdagslegan á yfirborðinu en litskrúðugan þegar betur er að gáð.

Gífurleg flóð í Serbíu

Serbar búa sig undir það að vatnshæð í Dóná verði í dag sú mesta sem mælst hefur í aldarfjórðung. Gríðarlega hefur flætt í landinu síðasta hálfa mánuðinn sökum mikillar úrkomu og asahláku.

Landsframleiðsla eykst um 1,2% vegna Fjarðaáls

Áætlað er að landsframleiðsla aukist um allt að 1,2% þegar starfsemi álvers Alcoa Fjarðaáls verður komin á fullt skrið. Aukningin svarar um 12 milljörðum króna á ári.

Talið að 120 manns hafi drukknað

Talið er að allt að 120 manns hafi látist er bát hvolfdi á vatninu Volta í Ghana í Vestur-Afríku á laugardag. Í það minnsta 150 manns voru um borð og var þrjátíu þeirra bjargað. Báturinn hefur enn ekki fundist en björgunarmenn leita nú að þeim sem kynnu að hafa lifað slysið af.

Stefnir í fjöldauppsagnir

Ófaglærðir starfsmenn dvalar- og hjúkrunarheimila, sem hafa verið í mótmælaaðgerðum undanfarnar tvær vikur, munu funda saman klukkan hálffimm í dag. Búist er við fjöldauppsögnum ófaglærðra starfsmanna í kjölfar fundarins, að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns starfsmanna.

Sambandslaust við tilkynningaskyldu

Landhelgisgæslan vill koma því á framfæri að það er sambandslaust við strandstöðvar og tilkynningaskyldu úti fyrir öllu Norðurlandi, frá Horni að Raufarhöfn. Sambandið féll niður í morgun en ekki er víst hvenær samband kemst á aftur.

Stjórn Berlusconis líklega fallin

Kjörstöðum á Ítalíu var lokað fyrir nokkrum mínútum og benda útgönguspár til að ólívubandalag Romano Prodis hafi nauma forystu á hægrifylkingu Silvio Berlusconis forsætisráðherra. Stjórn Berlusconis virðist með öðrum orðum fallin ef marka má þessar spár.

Sjóvá vill endurbyggja Suðurlandsveg

Tryggingafélagið Sjóvá vill endurbyggja Suðurlandsveg með tveimur akreinum í hvora átt, vegriði á milli og lýsingu alla leið. Þór Sigfússon forstjóri Sjóvá segir í viðtali við NFS að í rauninni vilji félagið, ásamt nokkurm fjárfestum flýta þessu nauðsynjaverki og að víða megi finna dæmi þess erlendis að einkaaðilar og ríki taki saman höndum við viðlíka framkvæmdir.

Tekur Varnarliðið fjóra mánuði að pakka niður

Það tekur Varnarliðið fjóra mánuði að pakka niður fyrir brottför hersins í haust. Allar deildir hans vinna nú að áætlunum um hvernig haga á brottförinni. Ekkert liggur fyrir um framtíð íbúðarhúsnæðis og annars húsnæðis í eigu Bandaríkjamanna á flugvellinum.

Allhvöss sunnan átt, allra vestast á landinu í dag

Í dag verður allhvöss sunnan átt allra vestast á landinu en lægir heldur þegar líður á dagnn. Annars staðar verður hægari vindur. Rigning eða skúrir víða um land en þó yfirleitt þurrt allra austast og norðaustast. Hiti 5-8 stig.

Excel Airways kaupir ferðaskrifstofuna Kosmar Holidays

Excel Airways Group, dótturfélag Avion Group hefur fest kaup á bresku ferðaskrifstofunni Kosmar Villa Holidays. Kosmar Holidays er fremsta ferðaskrifstofan í Bretlandi í ferðalögum til Grikklands og byggir á 24 ára reynslu í skipulagningu ferða þangað.

Kosið að nýju í Perú

Allt útlit er fyrir að kjósa þurfi að nýju í Perú þar sem enginn frambjóðendanna í forsetakosningum landsins fékk meirihluta atkvæða. Það er þjóðernissinninn og fyrrum yfirmaður í her Perú, Ollanta Humala, sem leiðir naumlega eftir fyrstu umferð forsetakosninganna.

Chirac dregur atvinnulöggjöfina til baka

Jacques Chirac, Frakklandsforseti, hefur tilkynnt að nýlegar breytingar á atvinnulöggjöf verði dregnar til baka. Breytingarnar hafa valdið miklum mótmælum í Frakklandi á undanförnum vikum, en nú segir forsetinn að lagðar verði fram nýjar áætlanir sem leysa eiga atvinnuvanda ungs fólks.

Roger Hodgson með tónleika á Broadway

Fyrrum söngvari og leiðtogi hljómsveitarinnar Supertramp Roger Hodgson mun halda hljómleika í Broadway föstudaginn 11. ágúst. Á hljómleikunum mun Roger m.a. flytja öll helstu lög Supertramp eins og t.d. Give A Little Bit, The Logical Song, Dreamer, Its Raining Again, Breakfast In America, School og Take The Long Way Home. Hljómsveitin Supertramp hefur selt yfir 50 milljónir platna á ferli sínum.

Vændi ekki stundað í húsi við Ármúla

Rannsóknarlögreglan segir fíkniefnaleit lögreglu í húsi í Ármúla ekki tengjast rannsókn á skipulögðu vændi. DV hefur greint frá því að skipulagt vændi hafi verið stundað í húsinu.

Kröftug sprenging á sjúkrahúsi í Kína

Í það minnsta 17 fórust og sjö slösuðust þegar kröftug sprenging varð á sjúkrahúsi í Shanxi héraði í norðurhluta Kína í gær. Sprenginin varð í bílageymslu sjúkrahússins og olli skemmdum á nærliggjandi byggingum. 17 lík hafa fundist en björgunarstarf stendur enn yfir og talið er að fleiri lík muni finnast við leit í dag. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni.

Alexander Lukashenko í ferðabanni

Alexander Lukashenko forseti Hvíta-Rússlands má ekki ferðast til landa innan Evrópusambandsins samkvæmt banni sem sambandið setti á í dag.

Samskip og Safari Transport sameina krafta sína

Samskip og færeyska flutningsmiðlunin Safari Transport hafa sameinað krafta sína. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um kaup Samskipa á 50% hlut í færeyska félaginu í Þórshöfn fyrir helgi.

Slösuðust þegar svalir hrundu

Sex manns slösuðust á Lálandi í Danmörku í morgun þegar svalir sem fólkið stóð á hrundu til jarðar. Fólkið sem var statt á námskeiði hafði brugðið sér út á svalirnar til að reykja þegar óhappið varð. Það var flutt á slysadeild og mun ekkert þeirra vera alvarlega slasað.

Allt að hálf milljón manna mótmæla

Allt að hálf milljón manna hvöttu yfirvöld í mótmælagöngum í nokkrum bandarískum borgum í gær til að viðurkenna þær ellefu milljónir ólöglegra innflytjenda sem búa í landinu sem fullgilda borgara.

Heimsmet í páskaeggjaleit

Rúmlega tíuþúsund manns, aðallega börn, tóku forskot á páskasæluna og tóku þátt í heimsins stærstu páskaeggjaleit í Georgíu í Bandaríkjunum í gær. Rúmlega þrjúhundruð þúsund egg höfðu verið falin í Stone Mountain Park og innihéldu þau flest sælgæti en í rúmlega fjögur þúsundum þeirra voru ýmis verðlaun eins og DVD-diskar og aðgangsmiðar að leikjagörðum. Páskaeggjaleitin í gær sló fyrra heimsmet Rockfords í Illinois en þá voru falin 292.686 egg.

Mikill hafís við Grænland

Þrátt fyrir að hvert hitametið af öðru hafi verið slegilð á Grænlandi í vetur, er svo mikill hafís við suðvestanvert landið að hafís veldur vandræðum við strandsiglingar. Sum héruð eru nánast einangruð vegna þessa þar sem lítið er um samgöngur á landi. Vefurinn Skip.is greinir frá því að þetta sé mesti hafís sem sést hefur á svæðinu síðan árið 1999 og að svæðið verði líklega ekki orðið íslaust fyrr en í júlí.

Mótmæla valdatöku Gyanendra

Mótmæli gegn konungi Nepals, Gyanendra standa enn yfir. Yfir helgina skutu hermenn tvo mótmælendur til bana en konungur landsins lagði á útgöngubann í höfuðborginni Katmandu og skipaði hermönnum sínum að skjóta alla sem ekki virtu bannið. Þúsundir hafa mótmælt ólýðræðislegri valdatöku Gyanendra fyrir 14 mánuðum.

Mikil aukning á fíkniefnamálum

Lögreglan á Ísafirði hefur lagt hald á mun meira magn af fíkniefnum fyrstu þrjá mánuði ársins en undanfarin ár að því er fram kemur á vef Bæjarins besta. Það sem af er árinu hefur lögreglan á Ísafirði átta sinnum haft afskipti af mönnum grunuðum um fíkniefnamisferli og lagt hald á rúm 265 grömm af hassi og tæp 30 grömm af amfetamíni. Þetta er töluvert meira magn en áður þekkist fyrir vestan því undanfarin ár hefur lögreglan gerð upptæk um 140 grömm af ólöglegum efnum að meðaltali á ári hverju.

Átti sex börn með föður sínum

Karlmaður í Þýskalandi á nú yfir höfði sér 15 ára fangelsi fyrir að misnota dóttur sína kynferðislega í rúm þrjátíu. Maðurinn býr ásamt fjölskyldu sinni á bóndabæ og lengst af héldu nágrannarnir að þar færi venjuleg fjölskylda en á heimilinu bjuggu tólf börn. Nú hefur elsta dóttir bóndans komið fram og sagt föður sinn hafa misnotað sig frá níu ára aldri og að saman eigi þau sex börn.

Jafnaðarmenn halda líklega völdum

Jafnaðarmenn í Ungverjalandi virðist ætla að halda völdum í landinu en fyrri hluti kosninganna fór fram í gær, þær fyrstu eftir að Ungverjaland gekk í Evrópusambandið. Seinni hluti þingkosninganna fer fram þann 23. apríl næstkomandi. Gangi útgönguspárnar eftir verður þetta í fyrsta skipti sem ríkisstjórnarflokkar halda meirihluta í kosningum í Ungverjalandi frá árinu 1989.

Áfengissýki vaxandi vandamál hjá flugfélögum

Sífellt fleiri flugmenn og flugþjónar og flugfreyjur í Danmörku eru svipt atvinnuleyfi vegna áfengissýki. Samkvæmt dagblaðinu Extra bladet þar í landi hefur vandinn farið stöðugt vaxandi en á meðan sjö manns voru á ári hverju að meðaltali sviptir starfsréttindum sínum vegna vandans á árunum 1992 til 2001, er talan nú 20 til 30 manns. Reynist áhafnarmeðlimur eiga við áfengisvanda að stríða er honum gert að fara í meðferð, vilji hann halda áfram störfum.

Hvöttu yfirvöld til að viðurkenna innflytjendur

Allt að hálf milljón manna hvöttu yfirvöld, í mótmælagöngum í nokkrum bandarískum borgum í gær, til að viðurkenna þær ellefu milljónir ólöglegra innflytjenda sem búa í landinu, sem fullgilda borgara. Talið er að fleiri göngur verði farnar í dag í enn fleiri borgum landsins. Mótmælin hafa hingað til farið friðsamlega fram en málið er mjög umdeilt. Talið er þó að yfirvöld muni láta af kröfum innflytjenda að lokum.

Mun líklega velta Berlusconi úr sessi

Þingkosningar halda áfram á ítalíu í dag en kjörstöðum verður lokað klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma. Talið er að kosningabandalag Romanos Prodis, forsætisráðherraefnis vinstri flokkanna, muni sigra Berslusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Reynist það rétt bíður hans erfitt verkefni. Á vinstri væng þyrfti hann að mynda bandalag sem samanstendur af mörgum fylkingum, allt frá hörðum kommúnistum til hófsamra kaþólskra miðjumanna.

Slagsmál víða um land um helgina

Töluvert bar á ofbeldi og slagsmálum víða um land um helgina. Tveir voru fluttir undir læknishendur eftir blóðug slagsmál í Skíðaskálanum í Hveradölum og þrír vistaðir í fangageymslum eftir slagsmál þar. Tveir menn ruddust inn til þess þriðja í Reykjanesbæ og höfðu í hótunum við hann með eggvopnum. Maðurinn slapp með skrekkinn en árásarmennirnir voru handteknir. Þá brutust tvisvar út hópslagsmál á Ísafirði og voru tveir menn handteknir vegna þeirra.

Litlar líkur á að fuglaflensan stökkbreytist

Afar litlar líkur eru á að fuglaflensan stökkbreytist og verði að faraldri í mönnum. Þetta sagði helsti vísindaráðgjafi ríkistjórnar Bretlands, Sir David King í gær. Sýni úr svani sem fannst dauður í Skotlandi í síðustu viku reyndist vera með H5N1-afbrigði fuglaflensuveirunnar. Síðan þá hafa þúsundir manna hringt inn og tilkynnt um dauða fugla en veiran hefur ekki greinst í öðru tilfelli.

Mikill stuðningur við séra Sigfús

Rúmlega þrjú þúsund manns hafa ritað nafn sitt á stuðningsyfirlýsingu við að séra Sigfús B. Ingvason verði næsti sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli. Það lætur nærri að það sé um helmingur sóknarbarna. Það er á valdi kirkjumálaráðherra hver verður næsti sóknarprestur.

Framsóknarmenn vilja flugvöllinn á Löngusker

Framsóknarmenn í Reykjavík boða þjóðarsátt í flugvallarmálum með því flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni og út á Löngusker. Flokkurinn stefnir að því að ná tveimur borgarfulltrúm þrátt fyrir að gengi flokksins hafi verið afar slakt í skoðanakönnum.

Þrír sviptu sig lífi vegna spilafíknar

Þrír menn hið minnsta hafa svipt sig lífi það sem af er þessu ári eftir að hafa misst tök á spilafíkn sinni. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir ráðherra hafa lítið vilja gera þegar hann óskaði eftir aðgerðum.

Samfylkingin vill öldrunarmálin úr höndum ríkisstjórnarinnar

Oddvitar beggja stjórnarflokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor vilja að ríkisstjórnin taki strax á þeim vanda sem uppi er á dvalarheimilum aldraðra. Samfylkingin í Reykjavík vill hins vegar taka öldrunarmálin algerlega úr höndum ríkisstjórnarinna.

TF-SIF sækir slasaðan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, var kölluð út klukkan hálffimm í dag vegna slasaðs sjómanns um borð í íslenskum togara. Skipið var statt út af Vestfjörðum þegar slysið varð en ekki er vitað hvers kyns meiðsl mannsins eru, né hversu alvarleg. Áætlað er að þyrlan verði yfir skipinu um hálfsjö leytið en SIF þarf að koma við á Rifi til að taka eldsneyti.

Vopnaður hópur nær yfirráðum í bæjum í Chad

Hópur vopnaðra manna er sagður hafa náð yfirráðum í þremur bæjum í Afríkuríkinu Chad í dag. Hópurinn tilheyrir samtökum sem segjast berjast fyrir lýðræðislegum breytingum í landinu og eru yfirlýstur andstæðingur forseta landsins, Idriss Deby.

Tvær palestínskar konur særðust alvarlega

Tvær palestínskar konur særðust alvarlega í áhlaupi ísraelska hersins í bænum Nablus á Vesturbakkanum í dag. Ísraelar töldu að eftirlýstir öfgamenn dveldu í bænum og því réðist herinn til atlögu.

Kynþokkafyllsti Vestfirðingurinn valinn

Kosning stendur nú yfir á milli fimm karlmanna annars vegar, og fimm kvenna hins vegar, sem hlutu flestar tilnefningar sem kynþokkafyllsti Vestfirðingurinn í netkosningu nýverið. Hægt er að kjósa á milli hinna tilnefndu á fréttavef Bæjarins besta, BB.is.

Nítján tróðust undir á trúarhátíð í Pakistan

Nítján konur og börn dóu í miklu öngþveiti sem skapaðist á trúarhátíð múslíma í Karachi í Pakistan í dag. Að því er Reuters-fréttastofan hermir féll ung stúlka þegar fólksfjöldinn var á leið út úr mosku og þar með myndaðist keðjuverkunin sem varð til þess að fólkið tróðst undir með þessum hörmulegu afleiðingum.

Oddvitar vilja lausn í dvalarheimilismáli sem allra fyrst

Oddvitar beggja stjórnarflokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor telja ótækt að ekki hafi verið tekið þeim vanda sem upp er á dvalarheimilum aldraðra. Þeir vænta þess að málin verði leyst á næstu dögum.

Sniðganga sólarlandaferðir til landa múslíma

Danskir ferðamenn sniðganga sólarlandaferðir til landa á borð við Egyptalands og Tyrklands þetta sumarið. Jótlandspósturinn segir þetta vera svar Dana við aðgerðum Miðausturlandabúa sem hunsuðu danskar vörur vegna Múhameðsmyndanna svonefndu.

Sjá næstu 50 fréttir