Erlent

Gífurleg flóð í Serbíu

Mynd/AP

Serbar búa sig undir það að vatnshæð í Dóná verði í dag sú mesta sem mælst hefur í aldarfjórðung. Gríðarlega hefur flætt í landinu síðasta hálfa mánuðinn sökum mikillar úrkomu og asahláku. Yfirvöld hafa gripið neyðarráðstafana þar sem fjölmargar götur í höfuðborginni, Belgrad, hafa verið á floti síðan fyrir helgi. Búist er við að vatnshæð í helstu fljótum á svæðinu nái hámarki á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×