Innlent

8 mánaða dómur fyrir líkamsárás og bílþjófnað

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. MYND/Valgarð Gíslason

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og bílþjófnað. Maðurinn mun hafa verið ökuréttindalaus þegar hann tók bifreið traustataki og ók brott á henni. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa, örfáum mánuðum síðar, veitt manni tvö hnefahögg í andlitið þannig að hann nefbrotnaði.

Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin. Samkvæmt dómi er manninum gert að greiða fórnarlambi árásarinnar rúmar 200 þúsund krónur í skaðabætur og að auki allan sakarkostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×