Innlent

Utanríkisráðherra gefur Alþingi skýrslu

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, í ræðustól á Alþingi.
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, í ræðustól á Alþingi. MYND/Valgarður Gíslason

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, mun gera þingheimi grein fyrir stöðu varnarmála á þingfundi sem hefst á Alþingi kl. 10:30 í dag. Á fundinum mun ráðherra gefa munnlega skýrslu um varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna í ljósi þeirra frétta frá í gær að Bandaríkjamenn ætli að flytja þotur sínar og þyrlur frá Keflavíkurflugvelli í síðasta lagi í september og draga verulega úr starfsemi varnarliðsins þar.

Auk þess verður meðferð vatnalagafrumvarps iðnaðarráðherra framhaldið en annarri umræðu um það lauk í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×