Innlent

Óvissa með verð fyrir grásleppuhrogn

Það er af sem áður var þegar allir trillukarlar, sem vettlingi gátu valdið,  lögðu net sín strax á fyrsta degi grásleppuvertíðar, í von um gull og græna skóga.

Aðeins einn bátur réri til dæmis frá Húsavík, þegar vertíðin hófst á noðrausturlandi um helgina, og á öllu svæðinu frá Grenivík austur til Vopnafjarðar, réru aðeins fjórir bátar.

Þetta kemur fram á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda, og að ástæða þessa áhugaleysis sé mikil óvissa með verð fyrir grásleppuhrognin á þessari vertíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×