Fleiri fréttir

Fuglaflensa í innlendum alifuglum í Frakklandi

Fuglaflensa hefur greinst í fuglum á kalkúnabúi í Frakklandi. Dominique Busseraeu, landbúnaðarráðherra, staðfesti þetta í morgun. Hann sagði verið að rannsaka hvort um hið hættulega H5N1 afbrigði væri að ræða. Verði það staðfest yrði það í fyrsta sinn sem það hættulega afbrigði greindist í innlendum alifuglum í Evrópusambandsríki.

Nýstárleg auglýsingaherferð

Ástralir hafa ákveðið að beita nokkuð nýstárlegri aðferð við laða ferðamenn til landsins. Rauði þráðurinn í auglýsingaherferðinni, sem ráðherra ferðamála í Ástralíu kynnti í gær, eru blótsyrði. Yfirskrift herferðarinnar er "Hvar í andskotanum eruð þið?".

Meleyri lokað

Einni elstu rækjuverksmiðju landsins, Meleyri á Hvammstanga verður lokað innan skamms þar sem öllum 20 starfsmönnunum verksmiðjunnar hefur verið sagt upp. Þá verða aðeins sex til sjö rækjuverksmiðjur eftir í rekstri hér á landi en þær voru 20 fyrir nokkrum árum.

Bæjarstjórinn tregur til að boxa

20-30 nemendur Háskólans á Akureyri afhentu Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra á Akureyri boxhanska á Akureyrarflugvelli í morgun. Bæjarstjórinn virtist tregur til að veita hönskunum viðtöku.

Útgöngubann í Bagdad

Óttast er að borgarastyrjöld sé að brjótast út í Írak en á annað hundrað manns hafa fallið í skærum síja- og súnní-múslima undanfarna daga. Ákveðið hefur verið að útgöngubann sem gildir á nóttunni í Bagdad gildi nú allan sólarhringinn.

Baugsmálið í dóm

Ákæruliðirnir í Baugsmálinu snúa annars vegar að brotum á lögum um ársreikninga og hins vegar að brotum á tollalögum vegna innflutnings á bílum, en málið var dómtekið í gærkvöldi að lokinni aðalmeðferð. Dómarar hafa nú þrjár vikur til að kveða upp dóm.

Handtekin vegna stærsta ráns í sögu Bretlands

Kona og maður hafa verið handtekin vegna ránsins í fjárhirslu Securitas í Kent, skammt utan við London, í fyrradag en þetta er langstærsta rán sem framið hefur verið í sögu Bretlands. Ræningjarnir, sem dulbjuggust sem lögregluþjónar við verknaðinn, komust á brott með jafnvirði allt að 6 milljarða íslenskra króna. Jafnvirði rúmlega 200 milljóna króna hefur verið heitið fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku ræningjanna.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykktu einróma í gær heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars.

Minningarathöfn í París

Jacques Chirac, forseti Frakklands, og fleiri stjórnmálamenn og trúarleiðtogar þar í landi tóku í gær þátt í minningarathöfn um ungan mann af gyðingaættum sem fannst nær dauða en lífi á sorphaugum í París í síðustu viku. Pilturinn lést á leið á spítala en honum var rænt þremur vikum áður og hafði verið haldið föngnum í kjallara húss í úthverfi Parísar.

Neyðarástand á Filipseyjum

Gloria Arroyo, forseti Filipseyja, lýsti yfir neyðarástandi í landinu í morgun eftir að fregnir bárust af því að valdamenn í hernum hafi ætlað að velta henni úr sessi í dag. Auk þess söfnuðust íbúar í höfuðborginni, Manila, saman í morgun til að mótmæla ástandinu í landinu. Fólki hafi verið bannað að koma saman á tiltekinni götu í borginni en það bann var virt að vettugi.

Blóðbönd frumsýnd í kvöld

Íslenska kvikmyndin Blóðbönd verður frumsýnd í kvöld klukkan sex, en þetta er frumraun Árna Ólafs Ásgeirssonar sem leikstjóra. Kvikmyndin er talin vera með þeim dýrustu sem framleiddar hafa verið hérlendis og kostaði um níutíu milljónir króna. Það er fyrirtæki Snorra Þórissonar, Pegasus sem framleiðir myndina.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja heimild til verkfalls

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa samþykkt heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars.

Erilsamt hjá lögreglunni í Hafnarfirði

Maður liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann féll af þaki við Lyngás í Garðabæ um klukkan hálf tvö í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Hafnarfirði mun fallið hafa verið nokkuð hátt og var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á gjörgæsludeild .

Stefnir í verkfall slökkviliðsmanna

Slitnað hefur upp úr samningaviðræðum sveitarfélaga og slökkviliðsmanna, sem hyggjast óska eftir heimild til verkfallsboðunar á stéttarfundum víða um land í kvöld. Formaður samninganefndarinnar segir þolinmæði slökkviliðsmanna á þrotum. Heimildir NFS herma að slökkviliðsmenn íhugi að vinna ekki yfirvinnu á næstu dögum, sem er stór hluti af starfi þeirra.

Lést af slysförum

Stúlkan, sem varð fyrir bíl í Garðabæ þann15. þessa mánaðar er látin. Hún var fædd árið 1990 og var nemi í Garðaskóla í Garðabæ. Stúlkan var á leið yfir gangbraut á Bæjarbraut í Garðabæ þegar slysið varð. Talið er að ökumaður bifreiðarinnar hafi blindast af sól þegar slysið varð. Þetta er þriðja banaslysið í umferðinni það sem af er þessu ári.

Langstærsta rán í sögu Bretlands

Ævintýralegt rán var framið á Englandi í fyrrinótt þar sem stolið var jafnvirði fimm milljarða íslenskra króna í beinhörðum peningum. Lögregla leitar ræningjanna ákaft en þeir virðast hafa falið slóð sína fullkomlega. Það var í fyrrakvöld sem ræningjarnir, dulbúnir sem lögregluþjónar, stöðvuðu yfirmann fjárgeymslu Securitas í Kent, skammt utan við Lundúnir, þar sem Englandsbanki geymir seðla sína.

Hjálmar Árnason fékk hjartaáfall í nótt

Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, fékk hjartaáfall í nótt. Hann gekkst undir hjartaþræðingu á Landspítalanum í dag og mun vera úr allri hættu. Tilkynnt var við upphaf þingfundar í morgun að hann yrði frá þingstörfum í nokkrar vikur. Ísólfur Gylfi Pálmason er varamaður hans á þingi.

Valgerður segir áhrif stóiðju ofmetin

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir áhrif stóriðju ofmetin í íslensku efnahagslífi. Ráðherrann segir þensluna helst stafa af útlánaaukningu bankanna. Þá segir hann ekki rúm fyrir allar þrjár stórframkvæmdirnar sem mest sé rætt um. Ekki verði á næstu tíu árum reist álver í Helguvík ef stækkað verði í Straumsvík.

49 manns krömdust til bana

Í það minnsta 49 manns krömdust til bana og þrjátíu til viðbótar slösuðust þegar þak yfir markaðstorgi í Moskvu hrundi í morgun. Snjóþyngsli eru talin líklegasta skýringin á slysinu en lögreglan útilokar ekki hönnunargalla. Vanalega er ys og þys á þessum yfirbyggða markaði í Moskvu en í dag hefur verið þar ömurlegt um að litast.

Ellefu ára fangelsi fyrir morð

Magnús Einarsson var í dag dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að bana konunni sinni á heimili þeirra í Kópavogi í nóvember árið 2004. Hæstiréttur þyngdi fangelsisdóm héraðsdóms yfir Magnúsi um tvö ár. Magnús var ákærður fyrir að bregða þvottasnúru um háls Sæunnar á heimili þeirra í Hamraborg í Kópavogi og þrengja síðan að þannig að hún lést af völdum kyrkingar. Börn þeirra tvö voru sofandi í íbúðinni á sama tíma. Magnús játaði að hafa banað konu sinni, en afbrýðisemi vegna framhjálds konu hans hafi valdið því að hann missti stjórn á sér.

Vetrarhátíð sett kl. 20 í beinni á NFS

Fimmta Vetrarhátíðin í Reykjavík hefst í kvöld kl. 20 á Austurvelli þar sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri setur hátíðina. Sýnt verður beint frá setningunni á NFS. Búast má við litskrúðugum gjörningi í kjölfarið þar sem öllu ægir saman, Vetri konungi, ljósum, risatrommum, dönsum og eldi.

Einn hefur verið handtekinn

Ævintýralegt rán var framið á Englandi í fyrrinótt þar sem stolið var jafnvirði fimm milljarða íslenskra króna í beinhörðum peningum. Lögregla leitar ræningjanna ákaft og hefur einn verið handtekinn.

Málflutningi í Baugsmálinu lokið

Málflutningi verjenda í Baugsmálinu er lokið og það hefur nú verið dómtekið. Búast má við að dómur verði kveðinn upp innan þriggja vikna.

49 lík hafa fundist

Í það minnsta 49 manns krömdust til bana og þrjátíu til viðbótar slösuðust þegar þak yfir markaðstorgi í Moskvu hrundi í morgun. Snjóþyngsli eru talin líklegasta skýringin á slysinu en lögreglan útilokar ekki hönnunargalla.

Herör skorin upp gegn ölvunarakstri

Aukið fjármagn og nýjasta tækni verða notuð til að góma ökumenn sem aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Vel menntað og vel launað fólk er líklegra en annað til að aka etir að hafa fengið sér einn áfengan drykk, en þeir sem minni menntun hafa og lægri laun eru líklegri til að aka eftir fleiri en einn.

Óttast að borgarastyrjöld brjótist út

Hjaðningavíg írakskra sjía og súnnía hafa gengið á víxl undanfarinn sólarhring eftir að ein helgasta moska sjía var sprengd í loft upp í gær.

Þorgerður í stað Geirs til Indlands

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fer í opinbera heimsókn til Indlands um helgina í stað Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta er af óviðráðanlegum ástæðum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

11 ára fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína

Hæstiréttur dæmdi í dag Magnús Einarsson í ellefu ára fangelsi fyrir að verða Sæunni Pálsdóttur eiginkonu sinni að bana í Hamraborg í Kópavogi í nóvember árið 2004. Hæstiréttur þyngdi dóms héraðsdóms um tvö ár.

Ráðherra segir farið yfir fjárhagsleg málefni HA

Menntamálaráðherra hefur sent frá yfirlýsingu sér vegna umræðu um fjárhagsstöðu Háskólans á Akureyri. Þar kemur fram að ráðherra hafi á undanförnum mánuðum unnið að því í góðri samvinnu við rektor Háskólans á Akureyri að fara yfir fjárhagsleg málefni skólans. Markmiðið sé að finna varanlega lausn á málefnum skólans.

Hæstiréttur staðfestir nauðgunardóm HV

Hæstiréttur hefur staðfest eins og hálfs árs dóm Héraðsdóms Vestfjarða yfir manni sem ákærður var fyrir að hafa nauðgað ungri stúlku í júní 2004.

Dómur þyngdur í Hæstarétti vegna morðs í Hamraborg

Hæstiréttur þyngdi í dag dóm yfir Magnúsi Einarssyni, sem ákærður var fyrir að hafa myrt eiginkonu sína, Sæunni Pálsdóttur, að heimili þeirra að Hamraborg í Kópavogi 1. nóvember 2004. Héraðsdómur hafði dæmt hann í níu ára fangelsi en Hæstiréttur þyngdi dóminn í ellefu ár að kröfu ákæruvaldsins sem áfrýjaði dómnum.

Bæjarfulltrúar Neslistans áfram í efstu sætum

Búið er að ákveða hvernig Neslistinn á Seltjarnarnesi verður skipaður við næstu sveitarstjórnarkosningar, en listinn hefur nú þrjá af sjö bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Seltjarnarness. Bæjarfulltrúarnir skipa áfram sömu sæti og við síðustu kosningar.

Samið um 900 nýjar íbúðir í Hveragerði

Samningar á milli byggingafyrirtækisins Eyktar og Hveragerðisbæjar voru undirritaðir á bæjarskrifstofunum í Hveragerði í gærkvöldi. Í samningnum er stefnt að byggingu 8-900 íbúða hverfis austan Varmár á næstu 12 árum þar sem ríflega 2000 einstaklingar munu búa. Gangi uppbyggingaráformin eftir munu þau kalla á nýjan grunnskóla og 6 deilda leikskóla í Hveragerði. Strax verður hafist handa við athuganir á landssvæði því sem um ræðir og í kjölfar þeirra hefst vinna við deiliskipulag. Gert er ráð fyrir að gatnagerð á svæðinu hefjist á næsta ári.

Röskva og Vaka í samstarf í Stúdentaráði HÍ

Eftir margra ára baráttu hafa þær tvær stóru fylkingar sem barist hafa um Stúdentaráð Háskóla Íslands tekið höndum saman. Um sögulegt samstarf er að ræða og hefur stjórn Stúdentaráðs nú í fyrsta sinn 90% atkvæða á bak við sig.

Meira en hundrað fallnir

Írak rambar á barmi borgarastyrjaldar eftir sprengingu á einum heilagasta stað Sjíja í gær. Meira en hundrað manns hafa farist í tugum sprengju árása síðan í gær.

Hjálmar fékk hjartaáfall

Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins og þingflokksformaður flokksins, fékk hjartaáfall síðast liðna nótt og verður frá þingstörfum í nokkrar vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er líðan Hjálmars stöðug og hann úr hættu.

Aðeins ein lóð á mann við Úlfarsfell

Borgarráð samþykkti í dag að hver einstaklingur geti aðeins keypt byggingarrétt á einni lóð undir sérbýli á lóðum sem Reykjarvíkurborg er nú að útlhluta við Úlfarsfell. Þetta er gert svo að markmiðum sem upphaflega voru sett verði náð. En þau gerðu ráð fyrir að einbýlis- og parhúsalóðir á svæðinu geri fjölskyldum kleift að byggja yfir fjölskyldur sínar. Tillagan var samþykkt með fjórum samhliða atkvæðum.

Rektor HA segist hafa haft nána samvinnu við menntamálaráðherra

Vegna umræðna um hallarekstur Háskólans á Akureyri segir rektor skólans nauðsynlegt að það komi fram að hann og menntamálaráðherra hafi haft nána samvinnu um úrlausn vandans síðustu misserin. Fjárhagsleg vandamál háskólans séu að mestu tilkomin vegna þess að skólinn hafi stækkað mjög hratt frá árinu 2000.

Samtök auglýsenda vilja að RÚV verði áfram á auglýsingamarkaði

Stjórn samtaka auglýsenda segist ítreka fyrri ályktanir sínar um að Ríkisútvarpið verði áfram á auglýsingamarkaði. Hverfi RÚV af þeim markaði bendi flest til þess að auglýsingakostnaður muni hækka, með þeim afleiðingum að aðgengi auglýsenda að markaði þrengist með hækkandi markaðskostnaði og óvirkari samkeppni.

Vatnagarður reistur á Flúðum?

Hugmyndir um vatnagarð á Flúðum hafa verið ræddar í hreppsnefnd Hrunamannahrepps og hefur Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri þegar fengið háskólanema til að gera úttekt og áætlun fyrir verkefnið.

Sjá næstu 50 fréttir