Erlent

Herforingi rekinn vegna yfirlýsinga hans

Spænskur herforingi var rekinn úr starfi í dag eftir að hann sagði að herinn gæti látið til sín taka í innanríkismálum ef Katalóníuhérað fengi aukna sjálfsstjórn.

Spænskum herforingjum er bannað að tjá sig um stjórnmál og hefur hann sætt stofufangelsi síðan hann mælti gegn því um síðustu helgi að frumvarp um aukna sjálfsstjórn Katalóníu yrði samþykkt. Orð hans vöktu upp minningar um blóðugt borgarastríð á fjórða áratug síðustu aldar þegar herinn hrifsaði völdin til sín og leiddi til nær hálfrar aldar einræðisstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×