Erlent

Olmert ræðir við Bush um stjórnmálaástandið í Ísrael

Ehud Olmert, sitjandi forsætisráðherra Ísraels, ræddi í gær við George Bush, forseta Bandaríkjanna, í síma um ástand Sharons, undirbúning að kosningum til þings Palestínumanna, sem haldnar verða í lok janúar, og stjórnmálaástandið í Ísrael en kosningar þar í landi fara fram í lok mars.  Læknar Sharons segja enga breytingu hafa orðið á líðan hans frá því í gær og þó bati hans hafi verið óvenju hraður, sé ástandið enn tvísýnt. Samstarfsmenn Sharons hafa þó verið bjartsýnir og sagt góðar líkur á að hann leiði Kadima flokkinn í kosningunum í vor en læknar segja það þó afar ólíklegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×