Innlent

Eyrarrósin afhent á Bessastöðum í dag

Frá afhendingu Eyrarrósarinnar í fyrra.
Frá afhendingu Eyrarrósarinnar í fyrra. MYND/GVA

Eyrarrósin verður afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum upp úr klukkan fjögur í dag. Eyrarrósin er sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands hafa sett á stofn. Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú og mun hún afhenda viðurkenninguna og verðlaunagripinn.

Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2006: Jöklasýning á Höfn í Hornafirði, Kórastefna við Mývatn og LungA - listahátíð ungs fólks á Seyðisfirði. Verðlaunahafinn hlýtur 1,5 milljónir króna og verðlaunagrip sem Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarkona hefur gert.

NFS verður með beina útsendingu frá athöfninni á Bessastöðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×