Fleiri fréttir Bílar fuku út af veginum Tveir bílar fuku út af veginum á Fjarðarheiði snemma í kvöld. Engin teljandi meiðsl urðu á fólki en annar bíllinn er mikið skemmdur. 12.1.2006 22:14 Margra bíla árekstur í Ártúnsbrekku Þrettán bílar hafa lent í tveimur árekstrum í Ártúnsbrekkunni um klukkan tíu. Ellefu bílar lentu saman í árekstri neðarlega í Ártúnsbrekkunni og er þar allt stopp. Skömmu ofar lentu tveir bílar í árekstri og því hafa alls þrettán bílar lent í árekstri þarna á fáeinum mínútum að því er fréttamaður NFS á staðnum segir frá. 12.1.2006 22:00 Bandaríkin með 24 þúsund milljarða halla Ríkissjóður Bandaríkjanna verður rekinn með 24 þúsund milljarða króna halla í ár samkvæmt áætlun fjárlagadeildar Hvíta hússins sem var birt nú í kvöld. 12.1.2006 21:28 Fá að kjósa blóðsugu Kjósendur í Minnesotaríki í Bandaríkjunum fá að öllum líkindum tækifæri til að kjósa blóðsugu í embætti ríkisstjóra í kosningum sem fram fara í nóvember næstkomandi. Eða svo má ætla af því hvernig Jonathan Sharkey kynnir sig. 12.1.2006 21:14 Bensínhækkanir ekki í samræmi við heimsmarkaðsverð Undanfarna daga hafa öll olíufyrirtækin hækkað verð á bensíni. Félag íslenskra bifreiðaeigenda er ósátt við hækkanirnar og bendir á að félögin hækki verð sitt á sama tíma og heimsmarkaðsverð lækki. 12.1.2006 21:00 Íranar vilja halda viðræðum áfram Íranar hafa enn áhuga á að semja af alvöru við Evrópusambandið um kjarnorkuáætlun sína, sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, eftir 40 mínútna langt viðtal við Ali Larijani, aðalsamningamann Írana í kjarnorkumálum nú í kvöld. 12.1.2006 20:43 Umfjöllun DV gagnast ekki þolendum Thelma Ásdísardóttir sem sagði sögu sína í bókinni Myndin af pabba sem kom út fyrir jólin segir umfjöllun DV um kynferðisglæpi ekki þjóna hagsmunum þolenda í slíkum málum. Mál þeirra systra hafi lent á síðum blaðanna þegar þau voru til meðferðar í réttarkerfinu og það hafi aukið á vanlíðan þeirra og stuðlað að einelti. Fara verði varlega í allri umfjöllun um þessi mál. 12.1.2006 20:30 Styðja formann og framkvæmdastjórn Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir fullum stuðningi við formann og framkvæmdastjórn félagsins. Aðalstjórnin kom saman til fundar í kvöld og ræddi þar meðal annars uppsögn Arnþórs Helgasonar fyrrum framkvæmdastjóra ÖBÍ. 12.1.2006 20:06 Misskilningur hjá umboðsmanni Alþingis Forstjóri Náttúrufræðistofnunar segir álit umboðsmanns Alþingis um úthlutun úr svokölluðum veiðikortastjóði byggt á misskilningi. Hann segir engan sjóð til heldur sé um að ræða greiðslur fyrir veiðikort. 12.1.2006 20:05 Danir dæmdir fyrir mannréttindabrot Danskur herforingi og fjórir danskir hermenn voru í dag fundnir sekir um að hafa brotið mannréttindi við yfirheyrslur á föngum í Írak í fyrra. Refsingu yfir þeim var hins vegar frestað, þar sem þeir höfðu ekki fengið nægilega skýr fyrirmæli um hvað væri leyfilegt við yfirheyrslur. 12.1.2006 20:00 Tilræðismaður við páfa fær frelsi Tyrkinn sem reyndi að myrða Jóhannes Pál páfa annan fyrir aldarfjórðungi var í dag látinn laus úr fangelsi. Tyrkneskir þjóðernissinnar fögnuðu Mehmet Ali Agca eins og þjóðhetju þegar hann kom út úr fangelsinu. 12.1.2006 19:45 Rektor segist ekki vera að forðast málssókn Háskólarektor hafnar því að hann sé að forðast málssókn með því að bjóða Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðingi starf. Atvinnutilboðið kom stuttu eftir að Steinunn tilkynnti að hún myndi leita réttar síns gagnvart skólanum vegna ráðningar í aðra stöðu. 12.1.2006 19:37 Kvarta undan hærra raforkuverði Iðnfyrirtæki kvarta sáran undan auknum raforkukostnaði og segja hann fæla framleiðslu úr landi. Iðnaðarráðherra vill þó meina að samkeppni á raforkumarkaði sé farin að skila sér í lægra raforkuverði. 12.1.2006 19:29 Annað áfallið á hajj trúarhátíðnni Síðasti dagur trúarhátíðar múslíma í borginni Mekka breyttist í blóðbað í dag. Talið er að yfir 300 manns hafi látist í miklum troðningi við brú þar sem fjölmargir höfðu safnast saman til að grýta veggi sem eiga að tákna djöfulinn. 12.1.2006 19:26 Útbreidd reiði vegna skrifa DV Eigendur Bónusverslananna fjarlægðu auglýsingar um DV úr verslunum í dag vegna umræðu um sjálfsvíg manns sem var til umfjöllunar á forsíðu og í fréttum blaðsins. Þá hvetja Samtök auglýsenda alla auglýsendur til að sniðganga blaðið og þingmaður Sjálfstæðisflokksins undirbýr frumvarp um bætta réttarstöðu þolenda í meiðyrðamálum og aukna vernd fyrir friðhelgi einkalífsins. 12.1.2006 19:24 Reyndu tvisvar að kaupa DV Björgólfsfeðgar hafa í tvígang falast eftir því að kaupa DV, út úr fjölmiðlasamsteypu 365, í því skyni að leggja blaðið niður. Feðgunum líkaði ekki umfjöllun blaðsins um þeirra nánustu. 12.1.2006 18:30 Lokar í fyrsta sinn yfir 6.000 stigum Úrvalsvísitalan stóð í 6.009 stigum þegar Kauphöllin lokaði í dag og er það í fyrsta skipti í sögunni sem hún lokar í yfir 6.000 stigum. Hækkun á verði hlutabréfa í úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands fyrstu tólf daga ársins er svo mikil að ef hún héldist yfir allt árið myndi verðmæti hlutabréfa hækka um 1.100 prósent til ársloka. 12.1.2006 17:58 Keyrt á mann Maður slasaðist á höfði og fótbrotnaði þegar ekið var á hann á Rauðarárstíg laust fyrir hádegi. Maðurinn, starfsmaður Orkuveitunnar, var að loka götunni vegna framkvæmda þegar keyrt var á hann. Hann var fluttur á sjúkrahús. Þá hafa sautján árekstrar verið tilkynntir til lögreglu í dag. 12.1.2006 17:47 Nýr formaður almannavarnaráðs Björn Bjarnason hefur skipað Þorstein Geirsson formann almannavarnaráðs. Þorsteinn, sem er ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, er formaður ráðsins frá síðustu áramótum að telja og varaformaður hans verður Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. 12.1.2006 17:40 Afhenti embættisbréf í Liechtenstein Stefán Haukur Jóhannesson afhenti Alois, erfðaprinsi af Liechtenstein, í dag embættisbréf sitt sem sendiherra Íslands í landinu með aðsetur í Brussel. 12.1.2006 17:35 Fimmtán vilja smíða varðskip Fimmtán skiluðu inn umsóknum um þátttöku í lokuðu útboði á smíði nýs varðskips fyrir Landhelgisgæsluna og eru það í öllum tilvikum erlend skipasmíðafélög. Flest eru félögin frá Evrópu en þau fjarlægustu eru í Síle og Kína. 12.1.2006 17:18 Vilja draga Íran fyrir öryggisráðið Utanríkisráðherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fjalli um kjarnorkuáætlun Írana. Þeir komu saman til fundar í Þýskalandi í dag og fóru yfir stöðu mála. 12.1.2006 17:00 Bachelet sigurstrangleg Vinstrisinninn Michelle Bachelet, sem stefnir að því að verða fyrsti kvenkyns forseti Síle, hefur fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn Sebasitan Pinera þremur dögum fyrir kosningar samkvæmt nýrri skoðanakönnun. 12.1.2006 16:53 Nær 26.000 hafa undirritað áskorun á DV Tæplega 26 þúsund manns höfðu klukkan fjögur í dag ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem skorað er á blaðamenn og ritstjóra DV að endurskoða ritstjórnarstefnu blaðsins og eigendur blaðsins minntir á þeirra ábyrgð á útgáfunni. 12.1.2006 16:33 Ekki heil brú í fullyrðingum Jónasar Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir ekki heila brú í fullyrðingum Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV, um að sannleikur og tillitssemi sé andstæðir pólar í siðareglum blaðamanna. 12.1.2006 16:30 Ráðherrar Likud segja sig úr stjórn Þrír ráðherrar úr Likudbandalaginu sögðu sig í dag úr ísraelsku ríkisstjórninni. Búist er við að fjórði og síðasti ráðherra flokksins segi af sér embætti á ríkisstjórnarfundi næsta sunnudag. 12.1.2006 16:23 345 tróðust undir Heilbrigðisráðherra Sádi-Arabíu staðfesti rétt í þessu að 345 hefðu látist í troðningnum í Mena þar sem hundruð þúsunda manna biðu þess að taka þátt í trúarathöfn þar sem ímynd djöfulsins er grýtt. 12.1.2006 16:11 Ákveðið með matsmenn á tölvugögnum í Baugsmálinu Fallið var frá mótmælum af hálfu verjenda í Baugsmálinu þegar ákveðið var í Hérasdómi Reykjavíkur í dag hverjir yrðu matsmenn á tölvugögnum í málinu. 12.1.2006 16:03 Auglýsendur sniðgangi DV Stjórn Samtaka auglýsenda hvetur auglýsendur til að sniðganga DV þar til stjórnendur þess hafa fært siðareglur blaðsins til samræmis við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Þetta gerir stjórnin þar sem hún telur það skaðlegt fyrir ímynd auglýsenda að auglýsa í blaðinu. 12.1.2006 15:58 Ófært um Eyrarfjall Ófært er um Eyrarfjall samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og víða gerir hálka og skafrenningur ökumönnum erfitt fyrir. 12.1.2006 15:50 Stefán Jón og Dagur vinsælastir Stefán Jón Hafstein og Dagur B. Eggertsson njóta mest trausts af þeim sem hafa gefið kost á sér í 1. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar samkvæmt nýrri könnun Frjálsrar verslunar fyrir vefsvæðið heimur.is. Hvor um sig nýtur stuðnings um 40 prósenta aðspurðra en Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri nýtur stuðnings fjórðungs aðspurðra. 12.1.2006 15:36 Auglýsingaskilti með forsíðu DV tekin niður Auglýsingaskilti sem hingað til hafa borið forsíðu DV hafa verið tekin niður í verslunum Bónus. Ákvörðun um þetta var tekin eftir myndbirtingu DV á meintum kynferðisbrotamanni og umræðum vegna málsins. 12.1.2006 15:28 Grænlenskir ísbirnir eitraðastir Meiri eiturefni safnast upp í ísbjörnum á Austur-Grænlandi en á nokkrum öðrum stað í heiminum samkvæmt rannsóknum sem Danmarks Miljøundersøgelser tóku þátt í fyrir skemmstu. Áður höfðu rannsóknir sýnt að mest var af eiturefnum í ísbjörnum á heimskautssvæðinu norðan Svalbarða. 12.1.2006 15:11 Sprengdi sig í loft upp Palestínskur maður sprengdi sig í loft upp nærri ísraelskum hermönnum í borginni Jenín á Vesturbakkanum. Hermennirnir höfðu gengið hús úr húsi í leit að palestínskum vígamönnum sem þeir hugðust handtaka þegar maðurinn réðist að þeim. Maðurinn lést en hermennirnir sluppu ómeiddir. 12.1.2006 15:00 Á fjórða hundrað létust í troðningi Talið er að yfir 300 manns hafi látið lífið í miklum troðningi við Jamaratbrú í Mena í Sádi-Arabíu þar sem fjöldi fólks tók þátt í trúarathöfn á síðasta degi Haj, árlegrar trúarhátíðar múslima. 12.1.2006 14:50 Of lágt boðið í hlut borgarinnar. Borgarfulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósáttir við það verð sem ríkisvaldið er reiðubúið að greiða fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Stjórnvöld eru reiðubúin að greiða 56 milljarða króna en það eru fulltrúar R-lista, Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins sammála um að sé of lágt. 12.1.2006 14:45 "Við viljum göng!" Baráttufundur um bættar samgöngur á norðanverðum Vestfjörðum verður haldinn í Víkurbæ, Bolungarvík á laugardaginn næstkomandi klukkan tvö. Undirskriftarlistar verða látnir ganga manna á milli og er yfirskrift þeirra "Við viljum göng!" 12.1.2006 14:00 Loðnan komin í leitirnar? Svanur RE-45 kom til hafnar í Vopnafirði í morgun með 250 tonn af loðnu til frystingar. Þetta er fyrsta loðnan sem berst á land í þessari vertíð og var hún átulaus og sæmilega stór. 12.1.2006 13:30 Spölur kemur líklega að framkvæmdum við Sundabraut Líklegt má telja að Spölur komi að framkvæmdum við Sundabraut. Þó hefur ekki verið rætt hvort það snúi einnig að fjármögnun verkefnisins. 12.1.2006 13:30 Búist við átökum hjá ÖBÍ Búist er við átökum á fundi aðalstjórnar Öryrkjabandalagsins nú síðdegis vegna starfsloka framkvæmdastjórans. Arnþór Helgason hefur ráðið sér lögfræðinginn Gunnar Guðmundsson til að aðstoða sig við eftirmál vegna starfsloka sinna hjá Öryrkjabandalaginu. 12.1.2006 12:53 Íslensk skúta á Skipper's d'Islande Áhöfnin á seglskútunni Besta hefur skráð sig í alþjóðlegu siglingakeppnina Skippers d'Islande. Áhöfnin vann Íslandsbikarinn síðast liðið sumar, vann Reykjavíkurmeistaramótið og varð Íslandsmeistari í siglingum. 12.1.2006 12:00 Fuglaflensan hefur greinst í 30 héruðum í Tyrklandi Fuglaflensan hefur greinst í yfir 30 héruðum í Tyrklandi að undanförnu, þar með talið á ferðamannasvæðum við Eyjahaf og við borgirnar Ankara og Istanbúl. 12.1.2006 11:37 Krefjast afsagnar menntamálaráðherrans Íhaldsmenn á breska þinginu og fjölmargir foreldrar í Bretlandi krefjast nú afsagnar menntamálaráðherra landsins, Ruth Kelly, eftir að í ljós kom að dæmdur kynferðisbrotamaður fékk vinnu sem kennari í skóla þar í landi. 12.1.2006 11:00 Vísitala neysluverðs hækkar Vísitala neysluverðs hækkar um 0,32 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Hækkun á húsnæðisverði og ýmsum liðum, tengdum húsnæði, eins og meðalvöxtum og lóðaleigu, vegur hvað þyngst í hækkuninni auk hækkunar á bensínverði. Vetrarútsölur og lækkun leikskólagjalda ná að slá aðeins á hækkunina. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um hálft prósent, sem jafngildir rétt liðlega tveggja prósenta verðbólgu á ári. 12.1.2006 10:30 Víða ófært Klukkan tíu var víða ófært eða illfært á vegum landsins. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að ófært sé fyrir fólksbíla um Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og um Klettaháls. Þá er þungfært um Breiðdalsheiði, Ennishálsi og og ófært um Eyrarfjall. . 12.1.2006 10:12 Sjá næstu 50 fréttir
Bílar fuku út af veginum Tveir bílar fuku út af veginum á Fjarðarheiði snemma í kvöld. Engin teljandi meiðsl urðu á fólki en annar bíllinn er mikið skemmdur. 12.1.2006 22:14
Margra bíla árekstur í Ártúnsbrekku Þrettán bílar hafa lent í tveimur árekstrum í Ártúnsbrekkunni um klukkan tíu. Ellefu bílar lentu saman í árekstri neðarlega í Ártúnsbrekkunni og er þar allt stopp. Skömmu ofar lentu tveir bílar í árekstri og því hafa alls þrettán bílar lent í árekstri þarna á fáeinum mínútum að því er fréttamaður NFS á staðnum segir frá. 12.1.2006 22:00
Bandaríkin með 24 þúsund milljarða halla Ríkissjóður Bandaríkjanna verður rekinn með 24 þúsund milljarða króna halla í ár samkvæmt áætlun fjárlagadeildar Hvíta hússins sem var birt nú í kvöld. 12.1.2006 21:28
Fá að kjósa blóðsugu Kjósendur í Minnesotaríki í Bandaríkjunum fá að öllum líkindum tækifæri til að kjósa blóðsugu í embætti ríkisstjóra í kosningum sem fram fara í nóvember næstkomandi. Eða svo má ætla af því hvernig Jonathan Sharkey kynnir sig. 12.1.2006 21:14
Bensínhækkanir ekki í samræmi við heimsmarkaðsverð Undanfarna daga hafa öll olíufyrirtækin hækkað verð á bensíni. Félag íslenskra bifreiðaeigenda er ósátt við hækkanirnar og bendir á að félögin hækki verð sitt á sama tíma og heimsmarkaðsverð lækki. 12.1.2006 21:00
Íranar vilja halda viðræðum áfram Íranar hafa enn áhuga á að semja af alvöru við Evrópusambandið um kjarnorkuáætlun sína, sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, eftir 40 mínútna langt viðtal við Ali Larijani, aðalsamningamann Írana í kjarnorkumálum nú í kvöld. 12.1.2006 20:43
Umfjöllun DV gagnast ekki þolendum Thelma Ásdísardóttir sem sagði sögu sína í bókinni Myndin af pabba sem kom út fyrir jólin segir umfjöllun DV um kynferðisglæpi ekki þjóna hagsmunum þolenda í slíkum málum. Mál þeirra systra hafi lent á síðum blaðanna þegar þau voru til meðferðar í réttarkerfinu og það hafi aukið á vanlíðan þeirra og stuðlað að einelti. Fara verði varlega í allri umfjöllun um þessi mál. 12.1.2006 20:30
Styðja formann og framkvæmdastjórn Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir fullum stuðningi við formann og framkvæmdastjórn félagsins. Aðalstjórnin kom saman til fundar í kvöld og ræddi þar meðal annars uppsögn Arnþórs Helgasonar fyrrum framkvæmdastjóra ÖBÍ. 12.1.2006 20:06
Misskilningur hjá umboðsmanni Alþingis Forstjóri Náttúrufræðistofnunar segir álit umboðsmanns Alþingis um úthlutun úr svokölluðum veiðikortastjóði byggt á misskilningi. Hann segir engan sjóð til heldur sé um að ræða greiðslur fyrir veiðikort. 12.1.2006 20:05
Danir dæmdir fyrir mannréttindabrot Danskur herforingi og fjórir danskir hermenn voru í dag fundnir sekir um að hafa brotið mannréttindi við yfirheyrslur á föngum í Írak í fyrra. Refsingu yfir þeim var hins vegar frestað, þar sem þeir höfðu ekki fengið nægilega skýr fyrirmæli um hvað væri leyfilegt við yfirheyrslur. 12.1.2006 20:00
Tilræðismaður við páfa fær frelsi Tyrkinn sem reyndi að myrða Jóhannes Pál páfa annan fyrir aldarfjórðungi var í dag látinn laus úr fangelsi. Tyrkneskir þjóðernissinnar fögnuðu Mehmet Ali Agca eins og þjóðhetju þegar hann kom út úr fangelsinu. 12.1.2006 19:45
Rektor segist ekki vera að forðast málssókn Háskólarektor hafnar því að hann sé að forðast málssókn með því að bjóða Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðingi starf. Atvinnutilboðið kom stuttu eftir að Steinunn tilkynnti að hún myndi leita réttar síns gagnvart skólanum vegna ráðningar í aðra stöðu. 12.1.2006 19:37
Kvarta undan hærra raforkuverði Iðnfyrirtæki kvarta sáran undan auknum raforkukostnaði og segja hann fæla framleiðslu úr landi. Iðnaðarráðherra vill þó meina að samkeppni á raforkumarkaði sé farin að skila sér í lægra raforkuverði. 12.1.2006 19:29
Annað áfallið á hajj trúarhátíðnni Síðasti dagur trúarhátíðar múslíma í borginni Mekka breyttist í blóðbað í dag. Talið er að yfir 300 manns hafi látist í miklum troðningi við brú þar sem fjölmargir höfðu safnast saman til að grýta veggi sem eiga að tákna djöfulinn. 12.1.2006 19:26
Útbreidd reiði vegna skrifa DV Eigendur Bónusverslananna fjarlægðu auglýsingar um DV úr verslunum í dag vegna umræðu um sjálfsvíg manns sem var til umfjöllunar á forsíðu og í fréttum blaðsins. Þá hvetja Samtök auglýsenda alla auglýsendur til að sniðganga blaðið og þingmaður Sjálfstæðisflokksins undirbýr frumvarp um bætta réttarstöðu þolenda í meiðyrðamálum og aukna vernd fyrir friðhelgi einkalífsins. 12.1.2006 19:24
Reyndu tvisvar að kaupa DV Björgólfsfeðgar hafa í tvígang falast eftir því að kaupa DV, út úr fjölmiðlasamsteypu 365, í því skyni að leggja blaðið niður. Feðgunum líkaði ekki umfjöllun blaðsins um þeirra nánustu. 12.1.2006 18:30
Lokar í fyrsta sinn yfir 6.000 stigum Úrvalsvísitalan stóð í 6.009 stigum þegar Kauphöllin lokaði í dag og er það í fyrsta skipti í sögunni sem hún lokar í yfir 6.000 stigum. Hækkun á verði hlutabréfa í úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands fyrstu tólf daga ársins er svo mikil að ef hún héldist yfir allt árið myndi verðmæti hlutabréfa hækka um 1.100 prósent til ársloka. 12.1.2006 17:58
Keyrt á mann Maður slasaðist á höfði og fótbrotnaði þegar ekið var á hann á Rauðarárstíg laust fyrir hádegi. Maðurinn, starfsmaður Orkuveitunnar, var að loka götunni vegna framkvæmda þegar keyrt var á hann. Hann var fluttur á sjúkrahús. Þá hafa sautján árekstrar verið tilkynntir til lögreglu í dag. 12.1.2006 17:47
Nýr formaður almannavarnaráðs Björn Bjarnason hefur skipað Þorstein Geirsson formann almannavarnaráðs. Þorsteinn, sem er ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, er formaður ráðsins frá síðustu áramótum að telja og varaformaður hans verður Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. 12.1.2006 17:40
Afhenti embættisbréf í Liechtenstein Stefán Haukur Jóhannesson afhenti Alois, erfðaprinsi af Liechtenstein, í dag embættisbréf sitt sem sendiherra Íslands í landinu með aðsetur í Brussel. 12.1.2006 17:35
Fimmtán vilja smíða varðskip Fimmtán skiluðu inn umsóknum um þátttöku í lokuðu útboði á smíði nýs varðskips fyrir Landhelgisgæsluna og eru það í öllum tilvikum erlend skipasmíðafélög. Flest eru félögin frá Evrópu en þau fjarlægustu eru í Síle og Kína. 12.1.2006 17:18
Vilja draga Íran fyrir öryggisráðið Utanríkisráðherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fjalli um kjarnorkuáætlun Írana. Þeir komu saman til fundar í Þýskalandi í dag og fóru yfir stöðu mála. 12.1.2006 17:00
Bachelet sigurstrangleg Vinstrisinninn Michelle Bachelet, sem stefnir að því að verða fyrsti kvenkyns forseti Síle, hefur fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn Sebasitan Pinera þremur dögum fyrir kosningar samkvæmt nýrri skoðanakönnun. 12.1.2006 16:53
Nær 26.000 hafa undirritað áskorun á DV Tæplega 26 þúsund manns höfðu klukkan fjögur í dag ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem skorað er á blaðamenn og ritstjóra DV að endurskoða ritstjórnarstefnu blaðsins og eigendur blaðsins minntir á þeirra ábyrgð á útgáfunni. 12.1.2006 16:33
Ekki heil brú í fullyrðingum Jónasar Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir ekki heila brú í fullyrðingum Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV, um að sannleikur og tillitssemi sé andstæðir pólar í siðareglum blaðamanna. 12.1.2006 16:30
Ráðherrar Likud segja sig úr stjórn Þrír ráðherrar úr Likudbandalaginu sögðu sig í dag úr ísraelsku ríkisstjórninni. Búist er við að fjórði og síðasti ráðherra flokksins segi af sér embætti á ríkisstjórnarfundi næsta sunnudag. 12.1.2006 16:23
345 tróðust undir Heilbrigðisráðherra Sádi-Arabíu staðfesti rétt í þessu að 345 hefðu látist í troðningnum í Mena þar sem hundruð þúsunda manna biðu þess að taka þátt í trúarathöfn þar sem ímynd djöfulsins er grýtt. 12.1.2006 16:11
Ákveðið með matsmenn á tölvugögnum í Baugsmálinu Fallið var frá mótmælum af hálfu verjenda í Baugsmálinu þegar ákveðið var í Hérasdómi Reykjavíkur í dag hverjir yrðu matsmenn á tölvugögnum í málinu. 12.1.2006 16:03
Auglýsendur sniðgangi DV Stjórn Samtaka auglýsenda hvetur auglýsendur til að sniðganga DV þar til stjórnendur þess hafa fært siðareglur blaðsins til samræmis við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Þetta gerir stjórnin þar sem hún telur það skaðlegt fyrir ímynd auglýsenda að auglýsa í blaðinu. 12.1.2006 15:58
Ófært um Eyrarfjall Ófært er um Eyrarfjall samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og víða gerir hálka og skafrenningur ökumönnum erfitt fyrir. 12.1.2006 15:50
Stefán Jón og Dagur vinsælastir Stefán Jón Hafstein og Dagur B. Eggertsson njóta mest trausts af þeim sem hafa gefið kost á sér í 1. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar samkvæmt nýrri könnun Frjálsrar verslunar fyrir vefsvæðið heimur.is. Hvor um sig nýtur stuðnings um 40 prósenta aðspurðra en Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri nýtur stuðnings fjórðungs aðspurðra. 12.1.2006 15:36
Auglýsingaskilti með forsíðu DV tekin niður Auglýsingaskilti sem hingað til hafa borið forsíðu DV hafa verið tekin niður í verslunum Bónus. Ákvörðun um þetta var tekin eftir myndbirtingu DV á meintum kynferðisbrotamanni og umræðum vegna málsins. 12.1.2006 15:28
Grænlenskir ísbirnir eitraðastir Meiri eiturefni safnast upp í ísbjörnum á Austur-Grænlandi en á nokkrum öðrum stað í heiminum samkvæmt rannsóknum sem Danmarks Miljøundersøgelser tóku þátt í fyrir skemmstu. Áður höfðu rannsóknir sýnt að mest var af eiturefnum í ísbjörnum á heimskautssvæðinu norðan Svalbarða. 12.1.2006 15:11
Sprengdi sig í loft upp Palestínskur maður sprengdi sig í loft upp nærri ísraelskum hermönnum í borginni Jenín á Vesturbakkanum. Hermennirnir höfðu gengið hús úr húsi í leit að palestínskum vígamönnum sem þeir hugðust handtaka þegar maðurinn réðist að þeim. Maðurinn lést en hermennirnir sluppu ómeiddir. 12.1.2006 15:00
Á fjórða hundrað létust í troðningi Talið er að yfir 300 manns hafi látið lífið í miklum troðningi við Jamaratbrú í Mena í Sádi-Arabíu þar sem fjöldi fólks tók þátt í trúarathöfn á síðasta degi Haj, árlegrar trúarhátíðar múslima. 12.1.2006 14:50
Of lágt boðið í hlut borgarinnar. Borgarfulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósáttir við það verð sem ríkisvaldið er reiðubúið að greiða fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Stjórnvöld eru reiðubúin að greiða 56 milljarða króna en það eru fulltrúar R-lista, Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins sammála um að sé of lágt. 12.1.2006 14:45
"Við viljum göng!" Baráttufundur um bættar samgöngur á norðanverðum Vestfjörðum verður haldinn í Víkurbæ, Bolungarvík á laugardaginn næstkomandi klukkan tvö. Undirskriftarlistar verða látnir ganga manna á milli og er yfirskrift þeirra "Við viljum göng!" 12.1.2006 14:00
Loðnan komin í leitirnar? Svanur RE-45 kom til hafnar í Vopnafirði í morgun með 250 tonn af loðnu til frystingar. Þetta er fyrsta loðnan sem berst á land í þessari vertíð og var hún átulaus og sæmilega stór. 12.1.2006 13:30
Spölur kemur líklega að framkvæmdum við Sundabraut Líklegt má telja að Spölur komi að framkvæmdum við Sundabraut. Þó hefur ekki verið rætt hvort það snúi einnig að fjármögnun verkefnisins. 12.1.2006 13:30
Búist við átökum hjá ÖBÍ Búist er við átökum á fundi aðalstjórnar Öryrkjabandalagsins nú síðdegis vegna starfsloka framkvæmdastjórans. Arnþór Helgason hefur ráðið sér lögfræðinginn Gunnar Guðmundsson til að aðstoða sig við eftirmál vegna starfsloka sinna hjá Öryrkjabandalaginu. 12.1.2006 12:53
Íslensk skúta á Skipper's d'Islande Áhöfnin á seglskútunni Besta hefur skráð sig í alþjóðlegu siglingakeppnina Skippers d'Islande. Áhöfnin vann Íslandsbikarinn síðast liðið sumar, vann Reykjavíkurmeistaramótið og varð Íslandsmeistari í siglingum. 12.1.2006 12:00
Fuglaflensan hefur greinst í 30 héruðum í Tyrklandi Fuglaflensan hefur greinst í yfir 30 héruðum í Tyrklandi að undanförnu, þar með talið á ferðamannasvæðum við Eyjahaf og við borgirnar Ankara og Istanbúl. 12.1.2006 11:37
Krefjast afsagnar menntamálaráðherrans Íhaldsmenn á breska þinginu og fjölmargir foreldrar í Bretlandi krefjast nú afsagnar menntamálaráðherra landsins, Ruth Kelly, eftir að í ljós kom að dæmdur kynferðisbrotamaður fékk vinnu sem kennari í skóla þar í landi. 12.1.2006 11:00
Vísitala neysluverðs hækkar Vísitala neysluverðs hækkar um 0,32 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Hækkun á húsnæðisverði og ýmsum liðum, tengdum húsnæði, eins og meðalvöxtum og lóðaleigu, vegur hvað þyngst í hækkuninni auk hækkunar á bensínverði. Vetrarútsölur og lækkun leikskólagjalda ná að slá aðeins á hækkunina. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um hálft prósent, sem jafngildir rétt liðlega tveggja prósenta verðbólgu á ári. 12.1.2006 10:30
Víða ófært Klukkan tíu var víða ófært eða illfært á vegum landsins. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að ófært sé fyrir fólksbíla um Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og um Klettaháls. Þá er þungfært um Breiðdalsheiði, Ennishálsi og og ófært um Eyrarfjall. . 12.1.2006 10:12