Erlent

Bush neitaði að loka Guantanamo

Merkel og Bush á blaðamannafundi.
Merkel og Bush á blaðamannafundi. MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti hafnaði í dag tillögu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um að fangabúðunum í Guantanamo yrði lokað.

Angela Merkel Þýskalandskanslari hitti George Bush Bandaríkjaforseta að máli í Washington í dag. Þau voru sammála um að skora á Írana að draga í land með kjarnorkuáætlun sína. Bush sagði á blaðamannafundi eftir fund þeirra að þjóðir heims verði að senda Írökum skilaboð um að þeir mættu ekki koma sér upp kjarnorkuvopnum og þannig.

Merkel sagði sig og Bush hafa greint á um eitt og annað í samræðum þeirra. Hún hefði til að mynda rætt um fangabúðirnar í Guantanamo sem hafa sætt harðri gagnrýni og lagt til að þeim yrði lokað. Bush sagði hins vegar að það kæmi ekki til greina. Fangabúðirnar væru mikilvægur þáttur í að verja bandaríska ríkisborgara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×