Erlent

350 pílagrímar létust í Mekka

Að minnsta kosti 350 íslamskir pílagrímar létust og um 300 eru taldir hafa slasast þegar þeir hrösuðu um farangur annarra pílagríma og tróðust undir er þeir voru á leið að steinsúlu til að kasta í hana steinum í gær. Um er að ræða táknræna athöfn þar sem djöfullinn er grýttur á trúarhátíð í Mina, skammt fyrir utan Mekka í Sádi-Arabíu. Mörg slys og dauðsföll hafa orðið á trúarhátíðinni í gegnum árin en árið 1990 létust um 1500 manns þegar þeir tróðust undir. Um 60.000 öryggisverðir, læknar og annað starfsfólk var við störf á trúarhátíðinni í ár í þeim tilgangi að draga úr slysförum á borð við þær sem urðu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×