Erlent

Grænlenskir ísbirnir eitraðastir

Ísbirnir í dýragarði.
Ísbirnir í dýragarði.

Meiri eiturefni safnast upp í ísbjörnum á Austur-Grænlandi en á nokkrum öðrum stað í heiminum samkvæmt rannsóknum sem Danmarks Miljøundersøgelser tóku þátt í fyrir skemmstu. Áður höfðu rannsóknir sýnt að mest var af eiturefnum í ísbjörnum á heimskautssvæðinu norðan Svalbarða.

Meðal eiturefnanna sem safnast saman í ísbjörnum á Austur-Grænlandi eru efni sem koma í veg fyrir að kvikni í sjónvarpstækjum og tölvum og grunar danska vísindamenn að eifturefnamengunin geti verið krabbameinsvaldandi fyrir ísbirnina.

Ólíkt ísbjörnunum á Austur-Grænlandi var það helst PCB sem safnaðist fyrir í blóði ísbjarnanna norðan Svalbarða, sem þar til nú voru þeir "eitruðustu" í heimi.

Frá þessu er greint á fréttavef Norrænu ráðherranefndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×