Erlent

Fuglaflensan hefur greinst í 30 héruðum í Tyrklandi

Fuglaflensan hefur greinst í yfir 30 héruðum í Tyrklandi að undanförnu, þar með talið á ferðamannasvæðum við Eyjahaf og við borgirnar Ankara og Istanbúl.

Evrópusamandið hefur hvatt aðildarríkin til að gera allt svo koma megi í veg fyrir útbreiðslu flensunnar en hingað til hafa Heilbrigðisráðherrar Evrópusambandsríkjanna sagt vandmálið vera og verða aðeins í Asíu. Veikin hefur greinst á ferðamannasvæðum við Eyjahaf og við borgirnar Ankara og Istanbul í Tyrklandi og óttast yfirvöld að ferðamannageirinn lamist. Þá eru nágrannalöndin Armeníu, Aserbaídsjan, Georgía, Írak, Íran, Sýrland, Búlgaría og Grikkland einnig í hættu og eru stjórnvöld þessara landa beðin um að upplýsa almenning um veiruna. Þrír Tyrkir hafa látist vegna veirunnar, þeir einu í Evrópu og er búið að farga 300 þúsund fuglum í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu. Miklar ráðstafanir eru gerðar við landamæri ríkisins og bílar sem koma frá Tyrklandi sótthreinsaðir. Aðildarríki ESB eiga að skila áætlun um aðgerðir fyrir 7. febrúar og var ákveðið á fundi yfirdýralækna ríkjanna í Brussel í gær að leggja fram 160 miljónir króna til að kosta greiningu sýna. Evrópusambandið hefur beðið aðilarríkin um að spara ekki hvað forvarnir varðar, því þó það verði þeim dýrt, verði það mun erfiðara og dýrara að takast á við flensuna, eftir að hún er orðin að faraldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×