Erlent

345 tróðust undir

345 hið minnsta létu lífið í troðningnum.
345 hið minnsta létu lífið í troðningnum. MYND/AP/Al Arabiya

Heilbrigðisráðherra Sádi-Arabíu staðfesti rétt í þessu að 345 hefðu látist í troðningnum í Mena þar sem hundruð þúsunda manna biðu þess að taka þátt í trúarathöfn þar sem ímynd djöfulsins er grýtt.

289 til viðbótar slösuðust í troðningnum og ekki er loku fyrir það skotið að tala látinna eigi enn eftir að hækka.

Þetta er í annað skipti á þremur árum sem troðningur við helstu trúarathöfn lokadags Haj-trúarhátíðarinnar verður til þess að fjöldi fólks lætur lífið. Árið 2004 létust um 250 manns í troðningnum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×