Erlent

Íranar vilja halda viðræðum áfram

MYND/AP

Íranar hafa enn áhuga á að semja af alvöru við Evrópusambandið um kjarnorkuáætlun sína, sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, eftir 40 mínútna langt viðtal við Ali Larijani, aðalsamningamann Írana í kjarnorkumálum nú í kvöld.

Annan sagði Írana þó setja það skilyrði að viðræðurnar drægjust ekki á langinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×