Fleiri fréttir

Hefur áhyggjur af vaxandi launamisrétti

Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði lýsir yfir áhyggjum af vaxandi launamisrétti í landinu. Í álytkun sem samþykkt var á fundi hennar segir að bilið aukist stöðugt milli þeirra sem vinna á umsömdum launatöxtum og hinna sem taka laun eftir ákvörðunum stjórna fyrirtækja eða fá laun sín ákvörðuð eftir öðrum leiðum, s.s. kjaradómi eða kjaranefnd.

Hagstofustjóri verður formaður matvælanefndar

Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri, verður formaður nefndar sem ætlað er að stuðla að lækkun matarverðs á Íslandi. Forsætisráðherra boðaði skipan slíkrar nefndar í áramótaávarpi sínu á gamlárskvöld.

Mótmæla harðlega hækkun á fargjöldum Strætós

Stjórn ungra vinstri grænna í Reykjavík mómælir harðlega allt að 13,6 prósenta hækkun á fargjöldum Strætós um áramótin. Þetta gangi þvert á stefnu þeirra í umhverfis- og samgöngumálum. Þeir benda á sem fýsilegan kost að allri gjaldtöku verði hætt af ungmennum, námsmönnum, eldri borgurum og öryrkjum.

Neyðarástand í Kaliforníu

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í sjö sýslum í ríkinu vegna mikilla rigninga sem hafa valdið flóðum og aurskriðum.

Lest ekið á fimm íslenska hesta í Danmörku

Lögreglan í Köge á Jótlandi í Danmörku telur það ganga kraftaverki næst að morgunlestin, sem fór þar um að morgni nýjársdags, skyldi ekki fara út af sporinu, þegar henni var ekið á þó nokkri ferð á fimm íslenska hesta, sem voru á teinunum, með þeim afleiðingum að þeir drápust allir.

Bensín hækkar hjá stóru olíufélögunum

Bensínlítrinn hækkaði um eina krónu og fimmtíu aura hjá stóru olíufélögunum þremur í gær og kostar nú tæpar 110 krónur miðað við fulla þjónustu. Félögin bera öll við hækkandi heimsmarakðsverði. Lítrinn af dísillolíu er kominn upp í tæpar 108 krónur.

Tólf skotnir í Nígeríu fyrir að reyna að stela olíu

Öryggissveitir í Nígeríu skutu 12 manns til bana í gær eftir að mennirnir reyndu að stela olíu úr leiðslum í suðurhluta landsins. Að sögn fjölmiðla þar í landi hófst skotbardagi milli öryggissveitanna og mannanna eftir að eftirlitsmenn fundu þá við boranir.

Fundu eitt kíló af hassi

Rúmlega kíló af hassi fannst við húsleit í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Hassið tilheyrir karlmanni sem var handtekinn á Gamlársdag og úrskurðaður í gæsluvarðhald en síðan þá hefur verið gerð leit í fjölda húsa í Vestmannaeyjum.

Þrír létust í flugskeytaárás Ísraela

Að minnsta kosti þrír Palestínumenn féllu í flugskeytaárás Ísraela á bifreið í Jabalya flóttamannabúðunum á Gaza í gærkvöld. Ísraelar segja að í bílnum hafi verið liðsmenn palestínsku samtakanna Heilagt stríð.

Slapp ómeiddur þegar eldur gaus upp í jeppa

Ökumaður, sem var einn á ferð í jeppa sínum, slapp ómeiddur, þegar eldur gaus upp í bílnum í Eyjafirði í gærkvöldi. Þegar eldurinn kom upp missti ökumaður stjórn á bílnum, sem hafnaði utan vegar, en þar komst maðurinn út.

Lægra verð en áður hefur þekkst

Íslensk ferðaskrifstofa býður nú ferðir til Kanaríeyja í tvær vikur á tæpar tuttugu og sex þúsund krónur á manninn. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar segir þetta mögulegt vegna samstarfs við erlenda ferðaskrifstofu. Hann segir fólk ekki þurfa að óttast óvenju mikið samneyti við skordýr eða skemmtanaglaða sígauna, þrátt fyrir hið lága verð.

Kríum fjölgar um nær helming

Kríum hefur fjölgað mjög á Seltjarnarnesi hin síðari ár samkvæmt könnun Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings. Rúmlega 4.500 kríupör eru á Seltjarnarnesi og hefur þeim fjölgað um 43 prósent frá árinu 2003.

Jeppi og fólksbíll skullu saman á Kjalarnesi

Fólksbíll og jeppi skullu saman á Kjalarnesi um fimmleytið í gær með þeim afleiðingum að jeppinn valt. Kona var flutt á slysadeild en ekki er talið að um alvarleg meiðsl á fólki hafi verið að ræða. Það tók um hálftíma að klippa bílstjóra jeppabifreiðarinnar úr flakinu.

Ættu að reka stjórnarformanninn

Hluthafar í FL Group ættu að reka stjórnarformann fyrirtækisins fyrir að gera nærri 300 milljóna króna starfslokasamninga við tvo fyrrum forstjóra fyrirtækisins, þau Ragnhildi Geirsdóttur og Sigurð Helgason, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Svifryksmengun langt yfir heilsuverndarmörk á nýársnótt

Svifryksmengun fór langt yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík á nýársnótt, samkvæmt mælingum Umhverfissviðs borgarinnar. Yfirleitt er mengunin mest fyrst upp úr miðnætti, en nú var hún yfir hættumörkum alveg til morguns. Þetta er mun meiri mengun er mældist á sama tíma fyrir ári og árið þar áður.

Víðast hvar hálka og hálkublettir

Hálka og hálkublettir eru á vegum víðast hvar um land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar ófærar

Eldur í bílskúr í Grafarvogi

Eldur kviknaði í bílskúr við parhús í Grafarvogi um fjögurleytið í nótt og var slökkviliðið kvatt á vettvang. Þegar það kom logaði í skúrnum en eldurinn var slökktur á nokkrum mínútum. Skemmdir urðu á ýmsum munum, sem þar eru geymdir, og húsið fylltist af reyk, sem þurfti að ræsta út. Engum varð þó meint af og eru eldsupptök ókunn.

Snjókoma hamlar neyðaraðstoð í Pakistan

Mikil snjókoma hefur hamlað aðstoð við eftirlifendur jarðskjálftanna í Kasmír en talið er að yfir þrjár milljónir manna séu nú heimilislausar. Vegir eru lokaðir og þyrlur í flugbanni sökum óveðursins. Flætt hefur inn í tjöld fólksins sem hírist nú í kulda á svæðinu en neyðarbirgðir hafa ekki borist fólkinu í þrjá daga.

Ellefu látnir eftir að þak skautahallar hrundi

Tala látinna eftir að þak skautahallar í bænum Bad Reichenhall í Þýskalandi hrundi, er komin í ellefu. Þá eru yfir þrjátíu slasaðir. Slökkviliðsmenn notuðu krana til að færa til þakbrotin svo hægt væri að komast að skautasvellinu en um 300 björgunarmenn komu að björgunaraðgerðum sem gekk brösulega vegna mikillar snjókomu.

Sléttur brenna í Oklahoma og Texas

Á vesturströnd Bandaríkjanna, þar sem er heitt og vindasamt, hafa slökkviliðsmenn í allan dag barist við mikla elda sem hafa breiðst um þurrar sléttur Oklahoma og Texas.

Eldar blossuðu upp í Sidney í Ástralíu í dag

Eldar blossuðu upp í Sidney í Ástralíu í dag og loguðu eldar þar á þúsundum hektara lands og náðu þeir mest þrjátíu metra hæð. Hitinn í Sidney fór mest í 44,2 gráður, og hefur ekki mælst svo mikill í borginni í heil 66 ár.

Norður Karolína á kafi.

Allt er nú á kafi í Norður Karólínu eftir að ár flæddu yfir bakka sína um helgina eftir mikklar rigningar á svæðinu. Tvær miklar vindhviður gengu yfir og nú er allt í aur og leðju á stórum svæðum.

Á fjórða tug manna týndi lífi í Indónesíu

Mikil flóð hafa verið í Indónesíu í dag og er talið að á fjórða tug manna hafi týnt lífi. Hundruð manna misstu heimili sín í flóðunum og hafast nú við í bænarhúsum og skólum.

Íslendingar sendu 800 þúsund SMS-skilaboð á gamlárskvöld og fram á nýársdagsmorgun.

Það er fátt sem hefur vaxið með öðrum eins ógnarhraða á síðustu árum eins og fjöldi Sms-sendinga. Í aldarbyrjun sendu jarðarbúar ekki nema 17 milljarða sms sendinga á ári, ári eftir var fjöldinn kominn í 250 milljarða og árið 2004 sendu farsímanotendur yfir 500 milljarða sms sendinga, sem þýðir að hver einasti jarðarbúi sendi 8-9 sms á ári.

Pandabirnir fagna nýju ári

Sextán pandabirnir sem komu í heiminn í fyrra fögnuðu nýju ári saman í Kína í gær. Sá elsti var ellefu mánaða og sá yngsti fæddur í ágúst.

Óvenjuleg nýársgjöf

Nýársgjöf Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, til bresku þjóðarinnar var heldur óvenjuleg þetta árið. Blair og ráðgjafar hans hafa útbúið myndband sem kallast "dagur í lífi forsætisráðherra" og afhent það öllum fjölmiðlum landsins.

Mun hækka verðlag á matvöru

Sama dag og forsætisráðherra lagði áherslu á að lækka verð á matvöru í nýársávarpi, var tekin upp gjaldskrá yfir umbúðaverð, sem auðsýnt er að leggist beint á útsöluverð matvæla.

Sveitarstjórnarmenn skilja loks alvarleika málsins

Formaður Félags leikskólakennara leggur traust sitt á vinnuhóp um bætt kjör leikskólakennara og telur að vinna hans leiði til launahækkana og að leikskólakennarar hætti við að segja upp störfum. Vinnuhópurinn verður boðaður til fundar síðar í vikunni.

Gleymdist að loka bensínloki

Sjúkraflug á Vestfirði dróst úr hömlu á nýársnótt, meðal annars vegna þess að það gleymdist að loka bensínloki á sjúkraflugvélinni.

Búið að opna Kjalarnes fyrir umferð.

Kjalarnesið hefur verið opnað fyrir umferð á ný eftir tveggja klukkustunda lokun. Jeppi og fólksbíll lentu saman með þeim afleiðingum að jeppinn valt. Þrír voru fluttir á sjúkrahús en ekki er talið að fólkið sé alvarlega slasað.

Lokun NMT- farsímakerfisins frestað

Póst- og fjarskiptastofnun hefur tilkynnt Símanum að heimild verði nýtt til að fresta lokun NMT kerfisins til 31. desember 2008. Sú ákvörðun byggir m.a. á umsögnum sem bárust við umræðuskjali sem stofnunin birti þann 24. október síðastliðin um framtíðarnotkun NMT-450 tíðnisviðsins á Íslandi.

Bílvelta á Kjalarnesi

Fólksbíll og jeppi skullu saman á Kjalarnesi með þeim afleiðingum að jeppinn valt. Ekki er vitað á þessari stundu hvort einhver hefur slasast. Þjóðvegi eitt hefur verið lokað tímabundið.

Tómas í fríi frá störfum sínum á Landspítalanum

Tómas Zoega geðlæknir, sem vann mál í Héraðsdómi fyrir helgi sem hann höfðaði gegn Landspítalanum fyrir að færa hann úr starfi yfirlæknis í starf sérfræðilæknis, er kominn í frí. Þegar fréttastofan spurði eftir Tómasi á Landspítalanum nú síðdegis fengust þau svör að hann yrði í fríi næstu þrjár vikurnar.

Bensínverð hækkar

Stóru olíufélögin þrjú hafa öll hækkað verðið á bensínlítranum um eina krónu og fimmtíu aura.

Ófært yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði

Ófært er yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Á Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir, flughált um Eyrarfjall og með öllu er ófært yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.

Fjöldi banaslysa talsvert undir meðaltali

Nítján létust í sextán banaslysum hér á landi á síðasta ári, þrettán karlar og sex konur. Það er talsvert færra en þeir sem látist hafa að meðaltali á síðastliðnum fimm árum.

Vestfirðingar telja Sturlu Böðvarsson hafa staðið sig best

Vefritið Skessuhorn framkvæmdi könnun á vef sínum um miðjan desember. Spurt var að því hvaða þingmaður NV kjördæmis hefði staðið sig best á árinu. Niðurstaðan varð sú að flestir völdu Sturlu Böðvarsson, eða 29,7%. Í öðru sæti varð Kristinn H Gunnarsson með 22,9%, þá Einar K Guðfinnsson með 9,7% og Sigurjón Þórðarson með 8,6%. Í réttri röð þar á eftir komu Jón Bjarnason, Guðjón A Kristinsson, Jóhann Ársælsson, Magnús Stefánsson, Einar Oddur Kristjánsson og Anna Kristín Gunnarsdóttir.

Saka Úkraínumenn um stórfelldan gasstuld

Stjórnendur rússneska gasfyrirtækisins Gazprom segja að úkraínsk stjórnvöld hafi stolið gasi að jafnvirði tæplega sextánhundruð milljónir króna. Þeir segja að Úkraínumenn hafi hirt gas sem hafi átt að fara um gasleiðslur til Vestur-Evrópu.

Hlaut varanlegan augnskaða af völdum flugelds

Pilturinn sem fékk flugeld í andlitið á Tálknafirði á gamlárskvöld liggur enn á augndeild Landspítalans og mun vera þar næstu daga að sögn vakthafandi læknis. Pilturinn er með töluverða áverka á hægra auga og ljóst er að hann mun ekki fá fulla sjón á því auga aftur.

Saga Boutique Icelandair gerir samning við Flugstöðina

Saga Boutique Icelandair og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. hafa gert með sér samning um rekstur verslunar með dömu- og herrafatnað, skó og fylgihluti. Lögð verður áhersla á þekkt vörumerki s.s. Boss, Burberry, Sand, Wolford og Lacoste auk þess sem fatnaður eftir íslenska hönnuði mun standa til boða í versluninni.

Draga uppsagnir líklega til baka

Þeir tólf leikskólakennarar sem sögðu upp störfum á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi á fimmtudaginn síðasta munu að öllum líkindum draga uppsagnir sínar til baka, að sögn Ásdísar Þorsteinsdóttur aðstoðarleikskólastjóra.

Sjá næstu 50 fréttir