Erlent

Fjórir létu lífið og fjölmargir slösuðust þegar þak skautahallar hrundi

(AP)
(AP)

Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar þak skautahallar í bænum Bad Reichenhall í Suður-Þýskalandi hrundi í dag. Fimmtíu voru inn í höllinni þegar slysið varð. Talsmaður lögreglu segir að tuttugu sé saknað og á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm hafi slasast. Fjölmargir björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á vettvangi og nota sérþjálfaða hunda til að leita að fólki undir þakinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×