Erlent

Afganar leita að nýjum þjóðsöng

Yfirvöld í Afganistan leita nú að nýjum þjóðsöng fyrir landið. Ástæðan er sú að sá gamli þykir úr sér genginn, en hann má rekja til sigurs svokallaðra mújahedín-stríðsmanna á Rauða hernum snemma á tíunda áratug síðustu aldar og er í raun nokkurs konar hersöngur. Eftir að talibanar brustust svo til valda árið 1996 var öll tónlist bönnuð og því áttu Afganar í raun engan þjóðsöng en eftir að ný ríkisstjórn tók við í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna árið 2001 var farið að huga að nýjum söng. Helstu ljóðskáld, rithöfundar og tónlistarmenn Afganistans fengu það vandasama verkefni að semja þjóðsöng sem sameinað gæti öll þau þjóðarbrot sem búa í landinu. Hópurinn hfur nú skilað uppkasti að söng en stjórnvöld hafa gefið það út að hann verði sunginn á pashtu sem er móðurmál stærsta þjóðflokksins í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×