Innlent

Salmonella í taílenskum matvælum

Niðurstöður gerlarannsókna á ferskum kryddjurtum og fleiri matvælum frá Taílandi eru ekki viðunandi að mati umhverfisstofnunar. Salmonella hefur greinst í 7 prósentum sýna sem tekin voru í sumar og er það sambærilegt við niðurstöður frá Svíþjóð. Umhverfisstofnun ráðleggur neytendum að meðhöndla ferskar kryddjurtir, grænmeti og ávexti sem hugsanlega eiga uppruna í Taílandi þannig að lágmarkslíkur séu á að krossmengun gerla verði yfir í tilbúin matvæli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×