Hætta á auknum skattsvikum 8. ágúst 2005 00:01 "Mér finnst það mjög einkennilegt að á sama tíma og verið er að ræða um offituvandamál hér á landi, þá standi jafnvel til að lækka neðra þrep virðisaukaskatts sem einkum leggst á matvæli. Íslenskar landbúnaðarvörur eru í þessum flokki og þær eru mjög fituríkar," segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vegna þeirrar umræðu sem nú er um að mögulega standi til að lækka neðra þrep virðisaukaskatts um allt að helming. "Ef neðra þrepið yrði lækkað um helming og niður í sjö prósent eins og rætt hefur verið um, eykst líka hvatningin til að svíkja undan skatti því munurinn á sjö prósentunum og svo tuttugu og fjórum og hálfu prósenti er orðinn mjög mikill. En rökin með slíku eru þau að slíkar lækkanir kæmu þeim sem lægstar hafa tekjurnar til góða vegna þess að þeir eyða meira hlutfallslega af tekjum sínum í matvæli," segir Pétur. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að samtökin hafi lagt til að allur matur yrði færður í eitt þrep því virðisaukaskattur á matvæli væri hér á landi með því hæsta sem gerðist í Evrópu að Danmörku undanskildu. "Við værum hins vegar ekki mjög hrifnir af því að lækka þennan skatt um helming eins og rætt hefur verið um því þá er komið allt of breitt bil á milli skattþrepa. Eðlileg lækkun væri niður í um tólf prósent og meira máli skiptir líka að vörugjöldin séu tekin af. Of mikið bil eykur hættu á undanskotum auk þess sem vörugjöldin eru skattur," segir Sigurður. Hann segir vörugjöldin mismikil og þau séu mjög ósanngjörn. "Það leggst til dæmis 28 krónu vörugjald á kaffi og 35 krónur á te. Vörugjöldin eru eitthvað sem mikilvægt er að skoða núna þegar þessi mál eru á dagskrá," segir Sigurður. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
"Mér finnst það mjög einkennilegt að á sama tíma og verið er að ræða um offituvandamál hér á landi, þá standi jafnvel til að lækka neðra þrep virðisaukaskatts sem einkum leggst á matvæli. Íslenskar landbúnaðarvörur eru í þessum flokki og þær eru mjög fituríkar," segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vegna þeirrar umræðu sem nú er um að mögulega standi til að lækka neðra þrep virðisaukaskatts um allt að helming. "Ef neðra þrepið yrði lækkað um helming og niður í sjö prósent eins og rætt hefur verið um, eykst líka hvatningin til að svíkja undan skatti því munurinn á sjö prósentunum og svo tuttugu og fjórum og hálfu prósenti er orðinn mjög mikill. En rökin með slíku eru þau að slíkar lækkanir kæmu þeim sem lægstar hafa tekjurnar til góða vegna þess að þeir eyða meira hlutfallslega af tekjum sínum í matvæli," segir Pétur. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að samtökin hafi lagt til að allur matur yrði færður í eitt þrep því virðisaukaskattur á matvæli væri hér á landi með því hæsta sem gerðist í Evrópu að Danmörku undanskildu. "Við værum hins vegar ekki mjög hrifnir af því að lækka þennan skatt um helming eins og rætt hefur verið um því þá er komið allt of breitt bil á milli skattþrepa. Eðlileg lækkun væri niður í um tólf prósent og meira máli skiptir líka að vörugjöldin séu tekin af. Of mikið bil eykur hættu á undanskotum auk þess sem vörugjöldin eru skattur," segir Sigurður. Hann segir vörugjöldin mismikil og þau séu mjög ósanngjörn. "Það leggst til dæmis 28 krónu vörugjald á kaffi og 35 krónur á te. Vörugjöldin eru eitthvað sem mikilvægt er að skoða núna þegar þessi mál eru á dagskrá," segir Sigurður.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira