Innlent

Fyrri gröf Egils fundin?

Jessie Byock, prófessor við Kaliforníuháskóla í Los Angeles, leggur áherslu á að vinna þeirra í Mosfellsdalnum beinist ekki að því að finna gröf Egils Skallagrímssonar. Uppgröfturinn í Mosfellsdal hefur staðið í mörg ár og kirkjan á Hrísbrú er sjötti staðurinn sem þeir grafa á. Tilgangurinn er að kortleggja byggðina í Mosfellsdal eins og hún var á víkingatímanum og hvernig lífi fólkið lifði. Jessie segir brosandi að ef þeir í leiðinni finni gröf Egils Skallagrímssonar, verði hann þó afskaplega hamingjusamur, og það sé jú vitað að Egill hafi verið jarðsettur á þessum slóðum. Fornleifafræðingarnir eru nú að grafa upp stórmerka kirkju á Hrísbrú sem er meðal annars sérstök fyrir það að timbrið í henni var mjög heillegt. Og undir altarinu fundu þeir gröf sem lík og kista hafði verið fjarlægt úr. Það er um Egil vitað að eftir að Ásgerður kona hans dó undi hann sér ekki á Borg og fluttist til Þórdísar fósturdóttur sinnar, að Mosfelli. Þar lést hann árið 990, áttræður að aldri og farinn að heilsu. Hann var jarðaður, en líkið var seinna flutt og grafið einhversstaðar rétt hjá Mosfelli. Það er því fræðilegur möguleiki að tóma gröfin undir kirkjualtarinu á Hrísbrú sé fyrri legstaður hans. Jessie Byock segir að þau séu búin að fá góða mynd af byggðinni í Mosfellsdal, til forna. Þeir skilja heilsufarið og hverskonar vinnnu fólkið stundaði og þeir sjái af uppgreftrinum heilmikið um lífið á þjóðveldistímanum. Tuttugu og tvær beinagrindur hafa fundist og þar má sjá vísbendingar um hversu ofbeldisfullt þetta tímabil var. Þeir hafa meðal annars fundið höfuðkúpu hverrar eigandi hafði verið drepinn með öxi.  Einnig hefur komið í ljós að fólkið þjáðist af ýmsum sjúkdómum, svosem krabbameini og berklum. Uppgröfturinn heldur áfram og hver veit, kannski gemur gamli berserkurinn organdi út úr einhvejum hólnum. Tuttugu og tvær beinagrindur hafa fundist og þar má sjá vísbendingar um hversu ofbeldisfullt þetta tímabil var. Þeir hafa meðal annars fundið höfuðkúpu hverrar eigandi hafði verið drepinn með öxi.  Einnig hefur komið í ljós að fólkið þjáðist af ýmsum sjúkdómum, svosem krabbameini og berklum. Uppgröfturinn heldur áfram og hver veit, kannski gemur gamli berserkurinn organdi út úr einhvejum hólnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×