Innlent

Sumarolía hleypur í kekki í kulda

Þeir sem hömstruðu díselolíu í stórum stíl áður en verð olíunnar breyttist, geta lent í stórkostlegum vandræðum í vetur. Þeir keyptu nefnilega sumarolíu, sem hleypur í kekki og stíflar síur þegar frost nær ákveðnu marki. Olían sem seld er yfir sumartímann þolir ellefu gráðu frost, en olían sem seld er yfir vetrartímann þolir 24 gráðu frost. Stöð tvö hefur undanfarið sagt frá fólki sem hefur hamstrað olíu áður en verðinu var breytt þann fyrsta júlí og er hætt við að þetta fólk lendi í vandræðum þegar kólna tekur. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá Esso, segir að síurnar í bilunum munu stíflast ef það kemur frost. Þeir sem keyptu olíu um daginn voru að kaupa sumarolíu og ættu ekki að blanda steinolíu því það getur skemmt vélar. Og bíla og tækjaeigendur geta lent í stórkostlegum vandræðum ef þeir nota sumarolíuna yfir vetrartímann. Magnús segir að olían gari ekki gegnum síunar og tækin stoppa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×