Íbúðalánasjóð í stjórnsýsluúttekt 19. júlí 2005 00:01 Félagsmálanefnd Alþingis hefur verið boðuð til fundar á morgun, en eina málið á dagskrá er 80 milljarða króna útlán Íbúðalánasjóðs til sparisjóða og banka. Fulltrúar frá Íbúðalánasjóði, Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum, viðskiptabönkunum og fleiri verða kallaðir fyrir nefndina. "Margir telja að Íbúðalánasjóður hafi tekið á sig ábyrgðir með þessum lánum til banka og sparisjóða sem enginn lagagrundvöllur er fyrir. Ég mun krefja forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs um aðgang að samningum sem sjóðurinn hefur gert við sparisjóði og banka. Hér er verið að tala um gríðarlega fjármuni og af þeim sökum ætla ég að fara fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Íbúðalánasjóði," segir Jóhanna. Uppgreiðslur á lánum frá Íbúðalánasjóði nema nú vel á annað hundrað milljörðum króna. Þar af hefur sjóðurinn lánað bönkum og sparisjóðum 80 milljarða króna. Jón Sigurðsson seðlabankastjóri segir að hægt hefði verið að veita Íbúðalánasjóði mikið öryggi og mun hærri vexti en fyrir liðlega ári - eða allt að 9,1 prósent - ef sjóðurinn hefði lagt milljarðana inn í Seðlabankann í stað þess að setja fjármagnið strax út á lánamarkaðinn. Það hefði auðveldað glímuna við verðbólguna. Árni Páll Árnason lögmaður hefur unnið álitsgerð fyrir Íbúðalánasjóð um lögmæti lánanna til sparisjóða og banka. Hann segir að sjóðurinn geti ekki fórnað hagsmunum sínum fyrir efnahagsstefnu stjórnvalda. "Það verður að tryggja langtímaávöxtun á svo miklu fé og ekki hægt að láta það liggja á bók í Seðlabankanum. Staða Íbúðalánasjóðs er sterk þrátt fyrir erfiðleikana." Jóhanna Sigurðardóttir segist vilja vita hvaða áhættu Íbúðalánasjóður sé að taka. "Eitt atriði þessa máls er að bankar og sparisjóðir hafa rýmri reglur en Íbúðalánasjóður sem má að hámarki lána 16 milljónir króna. Við vitum að bankar og sparisjóðir lána allt að 25 milljónir króna. Ég vil vita hvort sjóðurinn ábyrgist eitthvað í þessum efnum. Ber hann einhverja ábyrgð ef lántakandi stendur ekki í skilum og sparisjóður hans verður fyrir skakkaföllum?" spyr Jóhanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Félagsmálanefnd Alþingis hefur verið boðuð til fundar á morgun, en eina málið á dagskrá er 80 milljarða króna útlán Íbúðalánasjóðs til sparisjóða og banka. Fulltrúar frá Íbúðalánasjóði, Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum, viðskiptabönkunum og fleiri verða kallaðir fyrir nefndina. "Margir telja að Íbúðalánasjóður hafi tekið á sig ábyrgðir með þessum lánum til banka og sparisjóða sem enginn lagagrundvöllur er fyrir. Ég mun krefja forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs um aðgang að samningum sem sjóðurinn hefur gert við sparisjóði og banka. Hér er verið að tala um gríðarlega fjármuni og af þeim sökum ætla ég að fara fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Íbúðalánasjóði," segir Jóhanna. Uppgreiðslur á lánum frá Íbúðalánasjóði nema nú vel á annað hundrað milljörðum króna. Þar af hefur sjóðurinn lánað bönkum og sparisjóðum 80 milljarða króna. Jón Sigurðsson seðlabankastjóri segir að hægt hefði verið að veita Íbúðalánasjóði mikið öryggi og mun hærri vexti en fyrir liðlega ári - eða allt að 9,1 prósent - ef sjóðurinn hefði lagt milljarðana inn í Seðlabankann í stað þess að setja fjármagnið strax út á lánamarkaðinn. Það hefði auðveldað glímuna við verðbólguna. Árni Páll Árnason lögmaður hefur unnið álitsgerð fyrir Íbúðalánasjóð um lögmæti lánanna til sparisjóða og banka. Hann segir að sjóðurinn geti ekki fórnað hagsmunum sínum fyrir efnahagsstefnu stjórnvalda. "Það verður að tryggja langtímaávöxtun á svo miklu fé og ekki hægt að láta það liggja á bók í Seðlabankanum. Staða Íbúðalánasjóðs er sterk þrátt fyrir erfiðleikana." Jóhanna Sigurðardóttir segist vilja vita hvaða áhættu Íbúðalánasjóður sé að taka. "Eitt atriði þessa máls er að bankar og sparisjóðir hafa rýmri reglur en Íbúðalánasjóður sem má að hámarki lána 16 milljónir króna. Við vitum að bankar og sparisjóðir lána allt að 25 milljónir króna. Ég vil vita hvort sjóðurinn ábyrgist eitthvað í þessum efnum. Ber hann einhverja ábyrgð ef lántakandi stendur ekki í skilum og sparisjóður hans verður fyrir skakkaföllum?" spyr Jóhanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira