Fleiri fréttir Grafið undan vopnahléinu Gamalkunnug keðjuverkun ofbeldis virðist hafin fyrir botni Miðjarðarhafs. Í gær skarst í odda á milli ísraelskra hermanna og herskárra Palestínumanna þriðja daginn og beið einn úr röðum þeirra síðarnefndu bana í átökunum. 20.5.2005 00:01 Dró sér fé af kirkjureikningum Fyrrverandi afleysingastarfsmaður íslensku kirkjunnar í Ósló hefur viðurkennt að hafa dregið sér umtalsvert fé af reikningum safnaðarins. Hann segir ástæðuna vera spilafíkn. Tveir starfsmenn safnaðarins hafa sagt af sér vegna málsins. 20.5.2005 00:01 Afsögn verði stjórnarskrá felld Forseti Evrópusambandsins segir að hafni Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins þýði það endalok hennar. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar í Frakklandi krefjast þess að hún segi af sér ef almenningur hafnar stjórnarskránni. 20.5.2005 00:01 Búist við sigri Ingibjargar Búist er við því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir beri sigurorð af sitjandi formanni, Össuri Skarphéðinssyni, í formannskosningu Samfylkingarinnar. Úrslit verða kynnt á hádegi í dag á landsfundi flokksins. Talið er að þrír muni gefa kost á sér í varaformanninn, Ágúst Ólafur Ágústsson, Lúðvík Bergvinsson og Björgvin G. Sigurðsson. </font /></b /> 20.5.2005 00:01 Samfylkingin vanbúin síðast Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að Samfylkingin hafi farið vanbúin í kosningabaráttuna fyrir síðustu kosningar, stefnuvinnu hafi ekki verið gefinn nægur gaumur. Samfylkinguna hafi því skort trúverðugleika. Hún leggur til stofnun skuggaráðuneyta. </font /></b /> 20.5.2005 00:01 Veittu 93 milljóna króna styrki Rauði kross Íslands fékk hæsta styrkinn þegar Pokasjóður úthlutaði styrkjum til 109 samtaka. Samtals námu styrkirnir 93 milljónum króna og fékk Rauði krossinn fimm milljónir vegna hamfaranna í Asíu í desember. 20.5.2005 00:01 Leggjum niður allar deilur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, talaði fyrir sáttum fylkinga innan flokksins að loknum formannsslagnum. Tímabilið fram að næstu kosningum verði hið mikilvægasta í sögu flokksins. Flokkurinn ætli sér að verða stærsti flokkurinn í næstu kosningum. </font /></b /> 20.5.2005 00:01 Kosið um flugvöll á landsfundi Lagt er til við landsfund Samfylkingar að Reykjavíkurflugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni í áföngum og verði farinn þaðan ekki síðar en árið 2010. Jafnframt er lagt til að byggður verði nýr flugvöllur í jaðri höfuðborgarsvæðisins, ekki lengra en tuttugu kílómetra frá Alþingishúsinu í loftlínu. 20.5.2005 00:01 Spurning um reynslu og bakgrunn "Ég tel mig hafa þá reynslu, þekkingu og getu sem þarf til að takast á við þetta verkefni. Ég tel að hún muni nýtast mjög vel," segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður, sem hefur gefið kost á sér í embætti varaformanns Samfylkingar. 20.5.2005 00:01 Kviknaði tvisvar í á sama stað Útkall barst til slökkviliðsins í Reykjavík klukkan 16:36 vegna bruna á horni Njálsgötu og Rauðarárstígs.Íbúar að Njálsgötu 112 létu vita af eldinum. Skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi var svo aftur tilkynnt um eld á sama stað. 20.5.2005 00:01 Kosningar gætu eflt Samfylkinguna Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í dag að þúsundir hefðu gengið til liðs við Samfylkinguna vegna formannskosninganna. Kosningarnar gætu því markað tímamót og eflt flokkinn til langframa. 20.5.2005 00:01 Norræni skálinn vinsæll Norræni skálinn á EXPO 2005, heimssýningunni í Japan, hefur verið mjög vinsæll síðan hann var formlega opnaður 25.mars síðastliðinn. Gestur númer 500 þúsund kom í skálann nú fyrir skemmstu, en það voru tvær systur, Ayane Shigemori 9 ára og Yuko Shigemori 7 ára, sem voru verðlaunaðar fyrir það. Þær fengu margvíslegan varning sem var til sölu í skálanum. 20.5.2005 00:01 Tveir samningar undirritaðir Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur undirritað tvo samstarfssamninga á sviði umhverfismála við kínversk yfirvöld. Samningarnir eru á sviði jarðskjálftavár og umhverfisverndar og koma í kjölfar tveggja funda sem Sigríður átti í Kína. 20.5.2005 00:01 Gætu unnið náið saman Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir að pólitísk framtíð þess sem verður undir í formannskjöri Samfylkingarinnar ráðist meðal annars af því hversu afgerandi úrslitin verða. Ef það verður mjótt á mununum gæti orðið um nánari samvinnu að ræða. Hann segir litla þátttöku í kosningunum skýrast af því að fleiri séu skráðir í stjórnmálaflokka en kæri sig um. 20.5.2005 00:01 Tveimur mönnum bjargað Mannbjörg varð þegar Hildur ÞH-38 sökk á Þistilfirði um 7 sjómílur austsuðaustur af Raufarhöfn. Tveir skipverjar höfðu komist í björgunarbát og var síðan bjargað um borð í björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Gunnbjörgu frá Raufarhöfn. Vaktstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning frá flugstjórn um að flugvél hefði tilkynnt um neyðarsendingar kl: 12:43. 20.5.2005 00:01 Óttast árásir á stjórnmálamenn Tifandi tímasprengjur. Þannig lýsir norska lögreglan 40 mönnum sem óttast er að muni gera árásir á stjórnmálamenn í landinu. Yfirmaður öryggisdeildar lögreglunnar segist óttast slíkar árásir meira en hryðjuverk. 20.5.2005 00:01 Lög um stofnfrumurannsóknir vantar Tekist hefur að búa til einstaklingsmiðaðar stofnfrumur sem þýðir að í framtíðinni gætu sjúklingar pantað sérsniða líffærahluta. Hér á landi hefur ekki farið fram stefnumótun um rannsóknir á stofnfrumum og sem stendur væri ólöglegt að fylgja rannsókn sem þessari eftir. 20.5.2005 00:01 Karlar fá margfalt fleiri punkta Karlar fá fleiri refsipunkta og valda fleiri alvarlegum slysum en konur. Þó telja þeir sig mun betri ökumenn.Nýleg rannsókn segir þó engan mun á kynjunum þegar kemur að ökuleikni. 20.5.2005 00:01 Hraðakstur á Suðvesturlandi Lögreglan á Suðvesturlandi hefur orð á því að ökumenn séu farnir að fara fullgeyst nú þegar sumarið er gengið í garð. Lögreglan í Kópavogi stöðvaði 10 ökumenn í gær og í Hafnarfirði stöðvaði lögreglan tvöfalt fleiri í fyrradag 20.5.2005 00:01 Æðra stjórnvald stjórni ekki Yfirvöld eiga ekki að skipta sér af ættleiðingarferli ef barnaverndarnefnd hefur skorið úr um hvort einhver sé hæfur til að ættleiða eða ekki. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um mál Lilju Sæmundsdóttur sem hefur verið hafnað um að fá að ættleiða vegna þess að hún þykir of feit. 20.5.2005 00:01 Aldrei fleiri áskrifendur Áskrifendur Stöðvar tvö komust í um 42 þúsund talsins í nýliðinni viku og hafa aldrei verið fleiri í sögu stöðvarinnar. 20.5.2005 00:01 Afmælis kosningaréttar minnst „Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélagsins.“ Þetta var fyrirsögnin á grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í <em>Kvennablaðinu</em> um þær gleðifregnir sem bárust frá Kaupmannahöfn sumarið 1915 að konum hefði verið veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Í ár eru liðin níutíu ár frá þessum tímamótum og því er fagnað með ýmsum hætti. 20.5.2005 00:01 Myndir af Saddam valda fjaðrafoki Bresk og bandarísk dagblöð birtu í gær ljósmyndir af Saddam Hussein í nærfötunum einum klæða, en birting myndanna olli strax miklu fjaðrafoki. Myndirnar kváðu vera teknar fyrir um ári og sýna Íraksleiðtogann fyrrverandi vera að setja plögg af sér í þvottavél þar sem honum er haldið í fangelsi. 20.5.2005 00:01 Þrýstingur eykst á Karimov Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið bættust í gær í lið með Sameinuðu þjóðunum um að þrýsta á ráðamenn Úsbekistans að heimila alþjóðlega rannsókn á því sem gerðist er mikill fjöldi mótmælenda féll fyrir byssukúlum öryggissveita í bænum Andijan í austurhluta landsins fyrir viku. Ríkisstjórnin hvikaði hins vegar hvergi frá andstöðu sinni. 20.5.2005 00:01 Fjárdráttarmál hjá söfnuði í Ósló Tveir starfsmenn íslenska safnaðarins í Ósló hafa sagt af sér vegna fjárdráttar sem afleysingastarfsmaður hans varð uppvís að. Maðurinn segir ástæðu fjádráttarins vera spilafíkn, að því er Stöð tvö greindi frá. 20.5.2005 00:01 Vélarvana við Garðskaga Vélarvana snekkja var dregin til hafnar í Sandgerði í gærkvöldi. Báturinn er hollenskur, um 250 og nefnist Daphne, en hann var að sögn tilkynningaskyldunnar á leið til Grænlands og þaðan til Bandaríkjanna. 20.5.2005 00:01 GT verktakar sýknaðir Héraðsdómur Austurlands sýknaði í gær GT verktaka ehf. af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lög um útlendinga. Var það niðurstaða dómsins að Lettar sem fyrirtækið réð til að sinna störfum við fólksflutninga á Kárahnjúkasvæðinu hefðu ekki þurft atvinnuleyfi hér á landi. 20.5.2005 00:01 Færeyskur kútter til Norðfjarðar Færeyski kútterinn Jóhanna TG 326 er væntanlegur til Norðfjarðar á sjómannadaginn að sögn færeyska blaðsins Norðlýsið. Jóhanna TG er einn þeirra færeysku kúttera sem sigldu á stríðsárunum með fisk milli Íslands og Skotlands. 20.5.2005 00:01 Samstarf eflt við Gæsluna Á fimmta landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem hófst á Akureyri í gær, var undirritaður nýr samstarfssamningur félagsins og Landhelgisgæslunnar. Samninginn undirritaði einnig Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, en báðir samningsaðilar heyra undir ráðuneyti hans. 20.5.2005 00:01 Dómstólar eiga síðasta orðið Ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins segir að dómstólar eigi síðasta orðið í ættleiðingarmáli Lilju Sæmundsdóttur. Hann segir réttindi barnsins, öryggi og hamingju í fyrirrúmi í ákvarðanatöku ráðuneytisins hverju sinni. </font /></b /> 20.5.2005 00:01 Stórslysi forðað fyrir tveim árum Litlu munaði að stórslys yrði þegar tvær erlendar flugvélar stefndu hvor á aðra í sömu flughæð vestur af landinu, en íslenskur flugumferðarstjóri kom til bjargar. Atvikið átti sér stað 1. ágúst árið 2003. Vélarnar voru fjögurra hreyfla þota frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways og Piper-einkaflugvél. 19.5.2005 00:01 Strandaði um stund við Faxasker Betur fór en á horfðist þegar ísfisktogarinn Smáey VE 144 strandaði við Faxasker norðan við Heimaey á fjórða tímanum í nótt. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um strandið frá Vaktstöð siglinga og Neyðarlínunni og að Smáey hefði losnað af strandstað og væri á leið til hafnar. Björgunarbáturinn var Þór kallaður út í öryggisskyni en hann þurfti þó ekki að aðstoða. 19.5.2005 00:01 Snarpur skjálfti á Súmötru Snarpur skjálfti upp á 6,8 á Richter varð á eyjunni Súmötru í Indónesíu í morgun. Mikil hræðsla greip um sig á eyjunni Nias, sem er skammt frá, og þyrptist fólk út á götur af hræðslu við að jarðskjálftinn ylli flóðbylgju, en skjálfti upp á 8,7 á Richter varð við eyjuna í mars síðastliðnum og biðu þá hundruð bana. Engar fréttir hafa borist af mannfalli eða skemmdum að þessu sinni. 19.5.2005 00:01 Gunnar hvattur til að segja af sér Frambjóðendur og stuðningsmenn Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi Gunnars Arnar Örlygssonar, hvetja hann til að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í ályktun frambjóðenda og stuðningsmanna flokksins fyrir síðustu kosningar í kjördæminu. Þar er harmað að Gunnar hafi snúið baki við félögum sínum og gengið í Sjálfstæðisflokkinn en með þeirri gjörð hafi hann fyrirgert því trausti sem til hans hafi verið borið. 19.5.2005 00:01 Styðja baráttu fyrir stjórnarskrá Þrjátíu og fimm háttsettir stjórnmálamenn víða að úr Evrópu eru komnir til Parísar til þess að styðja franska sósíalista í baráttunni fyrir samþykki stjórnarskrá Evrópusambandsins. Nú eru aðeins tíu dagar þar til kosið verður um stjórnarskrána í Frakklandi og sem stendur virðast ívið fleiri ætla að hafna henni en samþykkja. 19.5.2005 00:01 Hugsanlega ákærður fyrir manndráp Lögreglumaður sem skaut Víetnama til bana í Larvik í Noregi í gær gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Víetnaminn, sem var liðlega þrítugur, var vopnaður hnífi og kjötöxi og var samkvæmt vitnum ógnandi og neitaði að láta vopnin af hendi. Þegar hann síðan gekk í átt að lögreglumönnunum var hann skotinn og sagði lögreglumaðurinn sem skaut hann að það hefði verið gert í nauðvörn. 19.5.2005 00:01 Hálftóm tíu þúsund manna höll? Keppnishaldarar segja að uppselt sé á undanúrslitakvöld Eurovision, en það sögðu þeir einnig fyrir generalprufuna í gærkvöldi, en þá var höllin tóm. Það var afar slæmt fyrir Svíana sem sjá um útsendinguna, því upptaka af rennslinu í gærkvöld verður látin rúlla með undanúrslitum í kvöld og gripið til hennar í öllum evrópulöndunum ef bein útsending rofnar. 19.5.2005 00:01 Vilja lausnargjald fyrir Cantoni Ræningjar ítalska hjálparstarfsmannsins Clementinu Cantoni sem rænt var í Kabúl í Afganistan á dögunum, hóta nú að myrða hana fái þeir ekki uppsett lausnargjald greitt nú þegar. Þeir hafa fjórum sinnum gefið frest sem ekki hefur verið virtur og vona þeir sem vinna að lausn hennar að það gildi einnig um frestinn sem rann út klukkan hálfsjö í morgun. Ekki hefur verið gefið upp hversu mikils fjár þeir krefjast. 19.5.2005 00:01 Viðvörunarkerfi á Súmötru 2007 Yfirvöld í Indónesíu vonast til að viðvörunarkerfi sem myndi vara við yfirvofandi flóðbylgjum á Súmötru innan fimm mínútna frá jarðskjálfta á hafsbotni verði komið í gagnið í lok næsta árs og kerfi fyrir allt landið ætti að vera orðið virkt eftir fimm ár. Allt að 160 þúsund manns létust í Aceh-héraði á norðanverðri Súmötru í flóðbylgjunni á annan í jólum. 19.5.2005 00:01 Hjálparstarfsmenn myrtir við Kabúl Sex afganskir hjálparstarfsmenn létust í árás uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Kabúl. Uppreisnarmennirnir hófu skothríð á bifreið hjálparstarfsmannana, sem var merkt Sameinuðu þjóðunum, en það hefur ekki fengist staðfest að mennirnir hafi starfað á þeirra vegum. 19.5.2005 00:01 Flugskeytum skotið á landnemabyggð Palestínskir uppreisnarmenn skutu í morgun þremur flugskeytum að íbúabyggð Ísraelsmanna við Gaza-ströndina. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í árásunum. Í gær var einn Palestínumaður drepinn við Gaza og í kjölfarið skutu palestínskir uppreisnarmenn nokkrum sprengjum að byggðum gyðinga. 19.5.2005 00:01 Sprenging í kolanámu í Kína Um fimmtíu verkamenn eru innilokaðir eftir að gassprenging varð í kolanámu um 200 kílómetra frá Peking, höfuðborg Kína, í morgun. Ekki er vitað um orsakir slyssins eða hvernig mennirnir eru á sig komnir en unnið er að björgunaraðgerðum. 19.5.2005 00:01 Embættismaður skotinn til bana Háttsettur embættismaður í olíumálráðuneyti Íraks var skotinn til bana í Bagdad í morgun. Atburðurinn átti sér stað þegar maðurinn var að ganga út af heimili sínu og á leið í vinnuna. Engin samtök hafa lýst verknaðinum á hendur sér en unnið er að rannsókn málsins. 19.5.2005 00:01 Regnskógar við Amason hverfa hratt Regnskógarnir við Amasonfljótið minnka nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Frá ágúst 2003 til sama mánaðar árið 2004 voru alls 26 þúsund ferkílómetrar af skóglendi höggnir niður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ríkisstjórn Brasilíu. Alls er nú búið að höggva fimmtung af öllu skóglendi við fljótið. 19.5.2005 00:01 Vill aðgerðir gegn herskáum mönnum Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur fyrirskipað hernum að gera allt sem þarf til þess að taka úr umferð Palestínumenn sem hafa skotið eldflaugum á landnemabyggðir gyðinga á Gaza-svæðinu. Átök á svæðinu undanfarna daga hafa stefnt þriggja mánaða gömlu vopnahléi Ísraels og Palestínumanna í hættu. 19.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Grafið undan vopnahléinu Gamalkunnug keðjuverkun ofbeldis virðist hafin fyrir botni Miðjarðarhafs. Í gær skarst í odda á milli ísraelskra hermanna og herskárra Palestínumanna þriðja daginn og beið einn úr röðum þeirra síðarnefndu bana í átökunum. 20.5.2005 00:01
Dró sér fé af kirkjureikningum Fyrrverandi afleysingastarfsmaður íslensku kirkjunnar í Ósló hefur viðurkennt að hafa dregið sér umtalsvert fé af reikningum safnaðarins. Hann segir ástæðuna vera spilafíkn. Tveir starfsmenn safnaðarins hafa sagt af sér vegna málsins. 20.5.2005 00:01
Afsögn verði stjórnarskrá felld Forseti Evrópusambandsins segir að hafni Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins þýði það endalok hennar. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar í Frakklandi krefjast þess að hún segi af sér ef almenningur hafnar stjórnarskránni. 20.5.2005 00:01
Búist við sigri Ingibjargar Búist er við því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir beri sigurorð af sitjandi formanni, Össuri Skarphéðinssyni, í formannskosningu Samfylkingarinnar. Úrslit verða kynnt á hádegi í dag á landsfundi flokksins. Talið er að þrír muni gefa kost á sér í varaformanninn, Ágúst Ólafur Ágústsson, Lúðvík Bergvinsson og Björgvin G. Sigurðsson. </font /></b /> 20.5.2005 00:01
Samfylkingin vanbúin síðast Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að Samfylkingin hafi farið vanbúin í kosningabaráttuna fyrir síðustu kosningar, stefnuvinnu hafi ekki verið gefinn nægur gaumur. Samfylkinguna hafi því skort trúverðugleika. Hún leggur til stofnun skuggaráðuneyta. </font /></b /> 20.5.2005 00:01
Veittu 93 milljóna króna styrki Rauði kross Íslands fékk hæsta styrkinn þegar Pokasjóður úthlutaði styrkjum til 109 samtaka. Samtals námu styrkirnir 93 milljónum króna og fékk Rauði krossinn fimm milljónir vegna hamfaranna í Asíu í desember. 20.5.2005 00:01
Leggjum niður allar deilur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, talaði fyrir sáttum fylkinga innan flokksins að loknum formannsslagnum. Tímabilið fram að næstu kosningum verði hið mikilvægasta í sögu flokksins. Flokkurinn ætli sér að verða stærsti flokkurinn í næstu kosningum. </font /></b /> 20.5.2005 00:01
Kosið um flugvöll á landsfundi Lagt er til við landsfund Samfylkingar að Reykjavíkurflugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni í áföngum og verði farinn þaðan ekki síðar en árið 2010. Jafnframt er lagt til að byggður verði nýr flugvöllur í jaðri höfuðborgarsvæðisins, ekki lengra en tuttugu kílómetra frá Alþingishúsinu í loftlínu. 20.5.2005 00:01
Spurning um reynslu og bakgrunn "Ég tel mig hafa þá reynslu, þekkingu og getu sem þarf til að takast á við þetta verkefni. Ég tel að hún muni nýtast mjög vel," segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður, sem hefur gefið kost á sér í embætti varaformanns Samfylkingar. 20.5.2005 00:01
Kviknaði tvisvar í á sama stað Útkall barst til slökkviliðsins í Reykjavík klukkan 16:36 vegna bruna á horni Njálsgötu og Rauðarárstígs.Íbúar að Njálsgötu 112 létu vita af eldinum. Skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi var svo aftur tilkynnt um eld á sama stað. 20.5.2005 00:01
Kosningar gætu eflt Samfylkinguna Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í dag að þúsundir hefðu gengið til liðs við Samfylkinguna vegna formannskosninganna. Kosningarnar gætu því markað tímamót og eflt flokkinn til langframa. 20.5.2005 00:01
Norræni skálinn vinsæll Norræni skálinn á EXPO 2005, heimssýningunni í Japan, hefur verið mjög vinsæll síðan hann var formlega opnaður 25.mars síðastliðinn. Gestur númer 500 þúsund kom í skálann nú fyrir skemmstu, en það voru tvær systur, Ayane Shigemori 9 ára og Yuko Shigemori 7 ára, sem voru verðlaunaðar fyrir það. Þær fengu margvíslegan varning sem var til sölu í skálanum. 20.5.2005 00:01
Tveir samningar undirritaðir Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur undirritað tvo samstarfssamninga á sviði umhverfismála við kínversk yfirvöld. Samningarnir eru á sviði jarðskjálftavár og umhverfisverndar og koma í kjölfar tveggja funda sem Sigríður átti í Kína. 20.5.2005 00:01
Gætu unnið náið saman Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir að pólitísk framtíð þess sem verður undir í formannskjöri Samfylkingarinnar ráðist meðal annars af því hversu afgerandi úrslitin verða. Ef það verður mjótt á mununum gæti orðið um nánari samvinnu að ræða. Hann segir litla þátttöku í kosningunum skýrast af því að fleiri séu skráðir í stjórnmálaflokka en kæri sig um. 20.5.2005 00:01
Tveimur mönnum bjargað Mannbjörg varð þegar Hildur ÞH-38 sökk á Þistilfirði um 7 sjómílur austsuðaustur af Raufarhöfn. Tveir skipverjar höfðu komist í björgunarbát og var síðan bjargað um borð í björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Gunnbjörgu frá Raufarhöfn. Vaktstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning frá flugstjórn um að flugvél hefði tilkynnt um neyðarsendingar kl: 12:43. 20.5.2005 00:01
Óttast árásir á stjórnmálamenn Tifandi tímasprengjur. Þannig lýsir norska lögreglan 40 mönnum sem óttast er að muni gera árásir á stjórnmálamenn í landinu. Yfirmaður öryggisdeildar lögreglunnar segist óttast slíkar árásir meira en hryðjuverk. 20.5.2005 00:01
Lög um stofnfrumurannsóknir vantar Tekist hefur að búa til einstaklingsmiðaðar stofnfrumur sem þýðir að í framtíðinni gætu sjúklingar pantað sérsniða líffærahluta. Hér á landi hefur ekki farið fram stefnumótun um rannsóknir á stofnfrumum og sem stendur væri ólöglegt að fylgja rannsókn sem þessari eftir. 20.5.2005 00:01
Karlar fá margfalt fleiri punkta Karlar fá fleiri refsipunkta og valda fleiri alvarlegum slysum en konur. Þó telja þeir sig mun betri ökumenn.Nýleg rannsókn segir þó engan mun á kynjunum þegar kemur að ökuleikni. 20.5.2005 00:01
Hraðakstur á Suðvesturlandi Lögreglan á Suðvesturlandi hefur orð á því að ökumenn séu farnir að fara fullgeyst nú þegar sumarið er gengið í garð. Lögreglan í Kópavogi stöðvaði 10 ökumenn í gær og í Hafnarfirði stöðvaði lögreglan tvöfalt fleiri í fyrradag 20.5.2005 00:01
Æðra stjórnvald stjórni ekki Yfirvöld eiga ekki að skipta sér af ættleiðingarferli ef barnaverndarnefnd hefur skorið úr um hvort einhver sé hæfur til að ættleiða eða ekki. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um mál Lilju Sæmundsdóttur sem hefur verið hafnað um að fá að ættleiða vegna þess að hún þykir of feit. 20.5.2005 00:01
Aldrei fleiri áskrifendur Áskrifendur Stöðvar tvö komust í um 42 þúsund talsins í nýliðinni viku og hafa aldrei verið fleiri í sögu stöðvarinnar. 20.5.2005 00:01
Afmælis kosningaréttar minnst „Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélagsins.“ Þetta var fyrirsögnin á grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í <em>Kvennablaðinu</em> um þær gleðifregnir sem bárust frá Kaupmannahöfn sumarið 1915 að konum hefði verið veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Í ár eru liðin níutíu ár frá þessum tímamótum og því er fagnað með ýmsum hætti. 20.5.2005 00:01
Myndir af Saddam valda fjaðrafoki Bresk og bandarísk dagblöð birtu í gær ljósmyndir af Saddam Hussein í nærfötunum einum klæða, en birting myndanna olli strax miklu fjaðrafoki. Myndirnar kváðu vera teknar fyrir um ári og sýna Íraksleiðtogann fyrrverandi vera að setja plögg af sér í þvottavél þar sem honum er haldið í fangelsi. 20.5.2005 00:01
Þrýstingur eykst á Karimov Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið bættust í gær í lið með Sameinuðu þjóðunum um að þrýsta á ráðamenn Úsbekistans að heimila alþjóðlega rannsókn á því sem gerðist er mikill fjöldi mótmælenda féll fyrir byssukúlum öryggissveita í bænum Andijan í austurhluta landsins fyrir viku. Ríkisstjórnin hvikaði hins vegar hvergi frá andstöðu sinni. 20.5.2005 00:01
Fjárdráttarmál hjá söfnuði í Ósló Tveir starfsmenn íslenska safnaðarins í Ósló hafa sagt af sér vegna fjárdráttar sem afleysingastarfsmaður hans varð uppvís að. Maðurinn segir ástæðu fjádráttarins vera spilafíkn, að því er Stöð tvö greindi frá. 20.5.2005 00:01
Vélarvana við Garðskaga Vélarvana snekkja var dregin til hafnar í Sandgerði í gærkvöldi. Báturinn er hollenskur, um 250 og nefnist Daphne, en hann var að sögn tilkynningaskyldunnar á leið til Grænlands og þaðan til Bandaríkjanna. 20.5.2005 00:01
GT verktakar sýknaðir Héraðsdómur Austurlands sýknaði í gær GT verktaka ehf. af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lög um útlendinga. Var það niðurstaða dómsins að Lettar sem fyrirtækið réð til að sinna störfum við fólksflutninga á Kárahnjúkasvæðinu hefðu ekki þurft atvinnuleyfi hér á landi. 20.5.2005 00:01
Færeyskur kútter til Norðfjarðar Færeyski kútterinn Jóhanna TG 326 er væntanlegur til Norðfjarðar á sjómannadaginn að sögn færeyska blaðsins Norðlýsið. Jóhanna TG er einn þeirra færeysku kúttera sem sigldu á stríðsárunum með fisk milli Íslands og Skotlands. 20.5.2005 00:01
Samstarf eflt við Gæsluna Á fimmta landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem hófst á Akureyri í gær, var undirritaður nýr samstarfssamningur félagsins og Landhelgisgæslunnar. Samninginn undirritaði einnig Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, en báðir samningsaðilar heyra undir ráðuneyti hans. 20.5.2005 00:01
Dómstólar eiga síðasta orðið Ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins segir að dómstólar eigi síðasta orðið í ættleiðingarmáli Lilju Sæmundsdóttur. Hann segir réttindi barnsins, öryggi og hamingju í fyrirrúmi í ákvarðanatöku ráðuneytisins hverju sinni. </font /></b /> 20.5.2005 00:01
Stórslysi forðað fyrir tveim árum Litlu munaði að stórslys yrði þegar tvær erlendar flugvélar stefndu hvor á aðra í sömu flughæð vestur af landinu, en íslenskur flugumferðarstjóri kom til bjargar. Atvikið átti sér stað 1. ágúst árið 2003. Vélarnar voru fjögurra hreyfla þota frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways og Piper-einkaflugvél. 19.5.2005 00:01
Strandaði um stund við Faxasker Betur fór en á horfðist þegar ísfisktogarinn Smáey VE 144 strandaði við Faxasker norðan við Heimaey á fjórða tímanum í nótt. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um strandið frá Vaktstöð siglinga og Neyðarlínunni og að Smáey hefði losnað af strandstað og væri á leið til hafnar. Björgunarbáturinn var Þór kallaður út í öryggisskyni en hann þurfti þó ekki að aðstoða. 19.5.2005 00:01
Snarpur skjálfti á Súmötru Snarpur skjálfti upp á 6,8 á Richter varð á eyjunni Súmötru í Indónesíu í morgun. Mikil hræðsla greip um sig á eyjunni Nias, sem er skammt frá, og þyrptist fólk út á götur af hræðslu við að jarðskjálftinn ylli flóðbylgju, en skjálfti upp á 8,7 á Richter varð við eyjuna í mars síðastliðnum og biðu þá hundruð bana. Engar fréttir hafa borist af mannfalli eða skemmdum að þessu sinni. 19.5.2005 00:01
Gunnar hvattur til að segja af sér Frambjóðendur og stuðningsmenn Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi Gunnars Arnar Örlygssonar, hvetja hann til að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í ályktun frambjóðenda og stuðningsmanna flokksins fyrir síðustu kosningar í kjördæminu. Þar er harmað að Gunnar hafi snúið baki við félögum sínum og gengið í Sjálfstæðisflokkinn en með þeirri gjörð hafi hann fyrirgert því trausti sem til hans hafi verið borið. 19.5.2005 00:01
Styðja baráttu fyrir stjórnarskrá Þrjátíu og fimm háttsettir stjórnmálamenn víða að úr Evrópu eru komnir til Parísar til þess að styðja franska sósíalista í baráttunni fyrir samþykki stjórnarskrá Evrópusambandsins. Nú eru aðeins tíu dagar þar til kosið verður um stjórnarskrána í Frakklandi og sem stendur virðast ívið fleiri ætla að hafna henni en samþykkja. 19.5.2005 00:01
Hugsanlega ákærður fyrir manndráp Lögreglumaður sem skaut Víetnama til bana í Larvik í Noregi í gær gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Víetnaminn, sem var liðlega þrítugur, var vopnaður hnífi og kjötöxi og var samkvæmt vitnum ógnandi og neitaði að láta vopnin af hendi. Þegar hann síðan gekk í átt að lögreglumönnunum var hann skotinn og sagði lögreglumaðurinn sem skaut hann að það hefði verið gert í nauðvörn. 19.5.2005 00:01
Hálftóm tíu þúsund manna höll? Keppnishaldarar segja að uppselt sé á undanúrslitakvöld Eurovision, en það sögðu þeir einnig fyrir generalprufuna í gærkvöldi, en þá var höllin tóm. Það var afar slæmt fyrir Svíana sem sjá um útsendinguna, því upptaka af rennslinu í gærkvöld verður látin rúlla með undanúrslitum í kvöld og gripið til hennar í öllum evrópulöndunum ef bein útsending rofnar. 19.5.2005 00:01
Vilja lausnargjald fyrir Cantoni Ræningjar ítalska hjálparstarfsmannsins Clementinu Cantoni sem rænt var í Kabúl í Afganistan á dögunum, hóta nú að myrða hana fái þeir ekki uppsett lausnargjald greitt nú þegar. Þeir hafa fjórum sinnum gefið frest sem ekki hefur verið virtur og vona þeir sem vinna að lausn hennar að það gildi einnig um frestinn sem rann út klukkan hálfsjö í morgun. Ekki hefur verið gefið upp hversu mikils fjár þeir krefjast. 19.5.2005 00:01
Viðvörunarkerfi á Súmötru 2007 Yfirvöld í Indónesíu vonast til að viðvörunarkerfi sem myndi vara við yfirvofandi flóðbylgjum á Súmötru innan fimm mínútna frá jarðskjálfta á hafsbotni verði komið í gagnið í lok næsta árs og kerfi fyrir allt landið ætti að vera orðið virkt eftir fimm ár. Allt að 160 þúsund manns létust í Aceh-héraði á norðanverðri Súmötru í flóðbylgjunni á annan í jólum. 19.5.2005 00:01
Hjálparstarfsmenn myrtir við Kabúl Sex afganskir hjálparstarfsmenn létust í árás uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Kabúl. Uppreisnarmennirnir hófu skothríð á bifreið hjálparstarfsmannana, sem var merkt Sameinuðu þjóðunum, en það hefur ekki fengist staðfest að mennirnir hafi starfað á þeirra vegum. 19.5.2005 00:01
Flugskeytum skotið á landnemabyggð Palestínskir uppreisnarmenn skutu í morgun þremur flugskeytum að íbúabyggð Ísraelsmanna við Gaza-ströndina. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í árásunum. Í gær var einn Palestínumaður drepinn við Gaza og í kjölfarið skutu palestínskir uppreisnarmenn nokkrum sprengjum að byggðum gyðinga. 19.5.2005 00:01
Sprenging í kolanámu í Kína Um fimmtíu verkamenn eru innilokaðir eftir að gassprenging varð í kolanámu um 200 kílómetra frá Peking, höfuðborg Kína, í morgun. Ekki er vitað um orsakir slyssins eða hvernig mennirnir eru á sig komnir en unnið er að björgunaraðgerðum. 19.5.2005 00:01
Embættismaður skotinn til bana Háttsettur embættismaður í olíumálráðuneyti Íraks var skotinn til bana í Bagdad í morgun. Atburðurinn átti sér stað þegar maðurinn var að ganga út af heimili sínu og á leið í vinnuna. Engin samtök hafa lýst verknaðinum á hendur sér en unnið er að rannsókn málsins. 19.5.2005 00:01
Regnskógar við Amason hverfa hratt Regnskógarnir við Amasonfljótið minnka nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Frá ágúst 2003 til sama mánaðar árið 2004 voru alls 26 þúsund ferkílómetrar af skóglendi höggnir niður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ríkisstjórn Brasilíu. Alls er nú búið að höggva fimmtung af öllu skóglendi við fljótið. 19.5.2005 00:01
Vill aðgerðir gegn herskáum mönnum Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur fyrirskipað hernum að gera allt sem þarf til þess að taka úr umferð Palestínumenn sem hafa skotið eldflaugum á landnemabyggðir gyðinga á Gaza-svæðinu. Átök á svæðinu undanfarna daga hafa stefnt þriggja mánaða gömlu vopnahléi Ísraels og Palestínumanna í hættu. 19.5.2005 00:01