Innlent

Strandaði um stund við Faxasker

Mynd/Vísir
Betur fór en á horfðist þegar ísfisktogarinn Smáey VE 144 strandaði við Faxasker norðan við Heimaey á fjórða tímanum í nótt. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um strandið frá Vaktstöð siglinga og Neyðarlínunni og að Smáey hefði losnað af strandstað og væri á leið til hafnar. Björgunarbáturinn var Þór kallaður út í öryggisskyni en hann þurfti þó ekki að aðstoða. Lögreglan fór um borð í Smáey um leið og hún var lögst að bryggju og virstist við fyrstu sýn sem engar skemmdir hefðu orðið á skipinu og ekkert amaði að áhöfninni. Um tugur manna er í áhöfn Smáeyjar. Málið er í rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×