Erlent

Sprenging í kolanámu í Kína

Um fimmtíu verkamenn eru innilokaðir eftir að gassprenging varð í kolanámu um 200 kílómetra frá Peking, höfuðborg Kína, í morgun. Ekki er vitað um orsakir slyssins eða hvernig mennirnir eru á sig komnir en unnið er að björgunaraðgerðum. Sprengingar, flóð og önnur slys eru algeng í kínverskum námum og hafa nú þegar yfir eitt þúsund manns látist af þeim völdum á fyrstu þremur mánuðum ársins þrátt fyrir að ríkið hafi aukið forvarnir til að koma í veg fyrir slys sem þessi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×