Lög um stofnfrumurannsóknir vantar 20. maí 2005 00:01 Tekist hefur að búa til einstaklingsmiðaðar stofnfrumur sem þýðir að í framtíðinni gætu sjúklingar pantað sérsniða líffærahluta. Hér á landi hefur ekki farið fram stefnumótun um rannsóknir á stofnfrumum og sem stendur væri ólöglegt að fylgja rannsókn sem þessari eftir. Hópi vísindamanna í Suður-Kóreu hefur tekist að búa til klæðskerasniðnar stofnfrumur fyrir ellefu sjúklinga með því að taka frumkjarna úr sjúklingunum og setja þá í gjafaegg úr konum. Enn sem komið er hafa sjúklingarnir ekkert gagn af stofnfrumunum en vonast er til þess að í framtíðinni verði hægt að lækna sjúkdóma með þessu móti. Magnús K. Magnússon blóðmeinafræðingur segir að menn voni að stofnfrumulínur geti þróast og þroskast yfir í líffæri eða líffæravefi sem hægt verði að nota til lækninga í framtíðinni. Magnús segir alls ekki víst hvort eða hvenær verði hugsanlega hægt að þróa líffærahluta með þessu móti en í það séu að lágmarki fimm til tíu ár. Markmiðið núna sé að ná að breyta stofnfrumu yfir í þroskaða frumu sem í kjölfarið gæti svo nýst til lækninga á Parkinson-sjúkdómnum, sykursýki og eins til þess að laga skemmdir í mænu og taugum. Vandamálið við líffæraígræslur nú er að líkami fólks hafnar oft líffærum úr öðrum og þeir sem ganga í gegnum slíka aðgerð þurfa að vera á ónæmisbælandi lyfjum í mörg ár. Þetta vandamál yrði úr sögunni ef hægt væri að þróa líffæri úr erfðaefni sjúklingsins sjálfs. Hér á landi væri ekki hægt að vinna að rannsóknum sem þessum við óbreytta lagasetningu. Magnús segir að lagarammninn sé fyrst og fremst sniðinn að tækifrjógvunum en það átt sér stað umræða um þetta á þingi og lögð hafi verið fram þingsályktunartillaga sem taka hafi átt á þessum málum en ekki hafi náðst að afgreiða hana úr nefnd. Fréttir Innlent Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Tekist hefur að búa til einstaklingsmiðaðar stofnfrumur sem þýðir að í framtíðinni gætu sjúklingar pantað sérsniða líffærahluta. Hér á landi hefur ekki farið fram stefnumótun um rannsóknir á stofnfrumum og sem stendur væri ólöglegt að fylgja rannsókn sem þessari eftir. Hópi vísindamanna í Suður-Kóreu hefur tekist að búa til klæðskerasniðnar stofnfrumur fyrir ellefu sjúklinga með því að taka frumkjarna úr sjúklingunum og setja þá í gjafaegg úr konum. Enn sem komið er hafa sjúklingarnir ekkert gagn af stofnfrumunum en vonast er til þess að í framtíðinni verði hægt að lækna sjúkdóma með þessu móti. Magnús K. Magnússon blóðmeinafræðingur segir að menn voni að stofnfrumulínur geti þróast og þroskast yfir í líffæri eða líffæravefi sem hægt verði að nota til lækninga í framtíðinni. Magnús segir alls ekki víst hvort eða hvenær verði hugsanlega hægt að þróa líffærahluta með þessu móti en í það séu að lágmarki fimm til tíu ár. Markmiðið núna sé að ná að breyta stofnfrumu yfir í þroskaða frumu sem í kjölfarið gæti svo nýst til lækninga á Parkinson-sjúkdómnum, sykursýki og eins til þess að laga skemmdir í mænu og taugum. Vandamálið við líffæraígræslur nú er að líkami fólks hafnar oft líffærum úr öðrum og þeir sem ganga í gegnum slíka aðgerð þurfa að vera á ónæmisbælandi lyfjum í mörg ár. Þetta vandamál yrði úr sögunni ef hægt væri að þróa líffæri úr erfðaefni sjúklingsins sjálfs. Hér á landi væri ekki hægt að vinna að rannsóknum sem þessum við óbreytta lagasetningu. Magnús segir að lagarammninn sé fyrst og fremst sniðinn að tækifrjógvunum en það átt sér stað umræða um þetta á þingi og lögð hafi verið fram þingsályktunartillaga sem taka hafi átt á þessum málum en ekki hafi náðst að afgreiða hana úr nefnd.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira