Afmælis kosningaréttar minnst 20. maí 2005 00:01 „Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélagsins.“ Þetta var fyrirsögnin á grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Kvennablaðinu um þær gleðifregnir sem bárust frá Kaupmannahöfn sumarið 1915 að konum hefði verið veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Í ár eru liðin 90 ár frá þessum tímamótum og því er fagnað með ýmsum hætti. 19. júní 1915 undirritaði Danakonungur lög sem veittu konum, fertugum og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þessi lög voru ávöxtur áratugabaráttu, allt frá því að konur sem „áttu með sig sjálfar“, eins og það hét, öðluðust rétt til að kjósa til sveitarstjórna árið 1882. Í dag var haldið málþing um kosningarétt kvenna og áhrif hans í 90 ár og þar var meðal annars rætt um muninn á kynjunum í stjórnmálastarfi. Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur segir aðalmuninn á körlum og konum þann að konur hafi beitt sér mjög fyrir réttindum kvenna en karlar geri það ógjarnan. Auður segir konur einnig hafa einbeitt sér meira að velferðarmálum sem nú séu komin inn í stefnuskrár allra stjórnmálaflokka. Munurinn sé því að minnka. Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin á þing fyrst kvenna, árið 1922 en 1983, rúmum 60 árum síðar, höfðu einungis 12 konur setið á þingi. Hlutfall kvenna á þingi hefur hækkað mjög síðan og er nú um 30 prósent sem er þó lægra en annars staðar á Norðurlöndum. Í nýlegri könnun Alþjóðaefnahagsráðsins lenti Ísland í öðru sæti yfir þau lönd þar sem áhrif og völd kvenna voru mæld. Ýmsir höfðu á orði að þetta gæfi ekki rétta mynd af ástandinu. Það að kona var forseti í sextán ár skekkti myndina. Er þetta rétt? Auður segir niðurstöðu könnunarinnar mjög skrýtna og hún sé ekki í samræmi við þá mynd sem blasi við fólki hér heima. Að vísu standi íslenskar konur framarlega þegar litið sé yfir heiminn en þær vilji miða sig við það sem best er. Þegar litið sé á hlutfall kvenna á þingi hafi Ísland verið í 15. sæti í heiminum og í hennar huga sé það alls ekki nógu gott. Kúveiska þingið samþykkti nú á dögunum að veita konum kosningarétt eftir áralanga baráttu þarlendra kvenna. Þótt Íslendingar vilji að sjálfsögðu bera sig saman við það besta má ekki gleymast að um víða veröld eru konur - og í sumum tilfellum karlar líka - enn að berjast fyrir þessum mikilvæga rétti. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
„Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélagsins.“ Þetta var fyrirsögnin á grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Kvennablaðinu um þær gleðifregnir sem bárust frá Kaupmannahöfn sumarið 1915 að konum hefði verið veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Í ár eru liðin 90 ár frá þessum tímamótum og því er fagnað með ýmsum hætti. 19. júní 1915 undirritaði Danakonungur lög sem veittu konum, fertugum og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þessi lög voru ávöxtur áratugabaráttu, allt frá því að konur sem „áttu með sig sjálfar“, eins og það hét, öðluðust rétt til að kjósa til sveitarstjórna árið 1882. Í dag var haldið málþing um kosningarétt kvenna og áhrif hans í 90 ár og þar var meðal annars rætt um muninn á kynjunum í stjórnmálastarfi. Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur segir aðalmuninn á körlum og konum þann að konur hafi beitt sér mjög fyrir réttindum kvenna en karlar geri það ógjarnan. Auður segir konur einnig hafa einbeitt sér meira að velferðarmálum sem nú séu komin inn í stefnuskrár allra stjórnmálaflokka. Munurinn sé því að minnka. Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin á þing fyrst kvenna, árið 1922 en 1983, rúmum 60 árum síðar, höfðu einungis 12 konur setið á þingi. Hlutfall kvenna á þingi hefur hækkað mjög síðan og er nú um 30 prósent sem er þó lægra en annars staðar á Norðurlöndum. Í nýlegri könnun Alþjóðaefnahagsráðsins lenti Ísland í öðru sæti yfir þau lönd þar sem áhrif og völd kvenna voru mæld. Ýmsir höfðu á orði að þetta gæfi ekki rétta mynd af ástandinu. Það að kona var forseti í sextán ár skekkti myndina. Er þetta rétt? Auður segir niðurstöðu könnunarinnar mjög skrýtna og hún sé ekki í samræmi við þá mynd sem blasi við fólki hér heima. Að vísu standi íslenskar konur framarlega þegar litið sé yfir heiminn en þær vilji miða sig við það sem best er. Þegar litið sé á hlutfall kvenna á þingi hafi Ísland verið í 15. sæti í heiminum og í hennar huga sé það alls ekki nógu gott. Kúveiska þingið samþykkti nú á dögunum að veita konum kosningarétt eftir áralanga baráttu þarlendra kvenna. Þótt Íslendingar vilji að sjálfsögðu bera sig saman við það besta má ekki gleymast að um víða veröld eru konur - og í sumum tilfellum karlar líka - enn að berjast fyrir þessum mikilvæga rétti.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira