Erlent

Vill aðgerðir gegn herskáum mönnum

Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur fyrirskipað hernum að gera allt sem þarf til þess að taka úr umferð Palestínumenn sem hafa skotið eldflaugum á landnemabyggðir gyðinga á Gaza-svæðinu. Átök á svæðinu undanfarna daga hafa stefnt þriggja mánaða gömlu vopnahléi Ísraels og Palestínumanna í hættu. Heimildir innan hersins herma þó að viðbrögðum við eldflaugaárásum verði stillt í hóf eins og kostur er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×