Fleiri fréttir Flestum starfsmönnum sagt upp Útlit er fyrir að tæplega fimm þúsund starfsmönnum MG Rover bílaverksmiðjanna í Bretlandi verði sagt upp um helgina, en tilraunir til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti hafa runnið út í sandinn. Búist er við að um þúsund manns muni starfa áfram hjá fyrirtækinu í Birmingham, í það minnsta tímabundið, en samningaviðræður við kínverska fjárfesta um yfirtöku í síðustu viku fóru út um þúfur og því fór fyrirtækið í greiðslustöðvun. 15.4.2005 00:01 Þúsundir þjást af fótaóeirð "Eins og gosvatn renni um æðar eða ormar skríði undir húð."Þannig lýsir yfirlæknir á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss fótasjúkdómi sem er algengur meðal landsmanna. Umfangsmiki, rannsókn er nú að hefjast á lyfi gegn honum. </font /></b /> 15.4.2005 00:01 Reykháfur á Sixtínsku kapelluna Reykháfi var í dag komið fyrir á Sixtínsku kapellunni, en það er liður í undirbúiningi þess að velja nýjan páfa. Kardínálar koma saman í kapellunni á mánudaginn kemur til að velja páfa og munu þeir ekki koma út úr henni fyrr en nýr páfi hefur verið kjörinn. Úr reykkáfnum munu koma svartur og hvítur reykur sem sýna það hverngi páfakjör gengur. 15.4.2005 00:01 Ræða uppsagnir vegna vinnuálags Mikið og langvarandi vinnuálag á starfsfólki Landspítalans hefur orðið til þess að hreyfing er komin á hjúkrunarfræðinga þar. Kvartanir streyma inn til Sjúkaliðafélagins og ljósmæður mæta jafnvel hálflasnar í vinnuna. </font /></b /> 15.4.2005 00:01 Fékk dæmdar dánarbætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Tryggingamiðstöðina til að greiða 25 ára gamalli konu tæplega 11 milljónir króna í vátryggingarbætur vegna andláts sambýlismanns hennar. Maðurinn lést í janúar árið 2000 þar sem hann var í ferðalagi á Spáni en hann og konan höfðu verið í sambúð í Keflavík frá árinu 1998. 15.4.2005 00:01 Hvetja til afgreiðslu frumvarps Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á allsherjarnefnd Alþingis að hleypa frumvarpi um niðurfellingu fyrningarfrests í kynferðisafbrotamálum gegn börnum út úr nefndinni og leyfa Alþingi að afgreiða frumvarpið á lýðræðislegan hátt í samræmi við þingskaparlög en frumvarpið hefur legið óafgreitt hjá nefndinni í hartnær tvö ár. 15.4.2005 00:01 Banna kveikjara í flugi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt bann við því að einstaklingar hafi sígarettukveikjara á sér eða í handfarangri í flugi til og frá Bandaríkjunum. Bannið sem gildir um allar tegundir kveikjara tók gildi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugmálatjórn á Keflavíkurflugvelli. 15.4.2005 00:01 Náið samstarf mikilvægt Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að niðurstaða málþings verkalýðshreyfingarinnar um ólöglegt erlent vinnuafl hafi verið sú að samstarf verkalýðshreyfingarinnar og samtaka á almennum vinnumarkaði við stjórnvöl sé mikilvægt. 15.4.2005 00:01 Auka kvóta til jafns við Norðmenn Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að íslenskum skipum verði heimilt að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld á þessu ári, en það er 14 prósentum stærri hlutur en Íslendingum var ætlaður samkvæmt vísindaráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Þessi aukning er jöfn aukningu Norðmanna á kvóta sínum úr stofninum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. 15.4.2005 00:01 Verðstríð á tímaritamarkaði Verðstríð virðist hafið tímaritamarkaðnum hér á landi eftir að Office One tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið sölu á erlendum tímaritum á mun lægra verði en áður hefur tíðkast. Í dag tilkynnti Griffill í Skeifunni að verslunin ætlaði að taka þátt í verðstríðinu. 15.4.2005 00:01 Útgerð Sólbaks braut samninga Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Útgerðarfélagið Sólbakur hefði brotið gegn ákvæðum kjarasamninga Landssambands íslenskra útvegsmanna og Vélstjórafélags Íslands þegar vélstjórar skipsins fengu ekki 30 klukkustunda hafnarfrí eftir löndun á Eskifirði í september á síðasta ári. 15.4.2005 00:01 Tornæmur maður í fangelsi Tvítugur fangi á Litla-Hrauni situr hálfu ári lengur inni þar sem Hæstiréttur þyngdi dóm héraðsdóms. Fanginn er dæmdur í eitt og hálft ár þrátt fyrir að sálfræðingur telji greind mannsins "á sviði tornæmis" og að hann hafi veruleg frávik í þroska. 15.4.2005 00:01 Svanhildur hæf fyrir borgina Kærunefnd jafnréttismála telur ekki efni til að líta svo á að Reykjavíkurborg hafi brotið jafnréttislög þegar borgin réð Svanhildi Konráðsdóttur í starf sviðstjóra menningar- og ferðamálasviðs. 15.4.2005 00:01 Mannréttindi barna brotin Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms og fólki er leyft að skrá lögheimili sitt í sumarhúsum. Fimm manna fjölskylda hefur búið í slíku húsi í rúmt ár. Börnin fengu ekki skólavist í heila önn. Faðirinn segir mannréttindi barnanna hafa verið brotin.</font /></b /> 15.4.2005 00:01 Telja að Ratzinger verði páfi Þýski kardínálinni Joseph Ratzinger þykir líklegastur til þess að setjast í stól páfa samkvæmt breskum og írskum veðmöngurum. Líkurnar á að hinn 77 ára gamli Ratzinger verði páfi eru 4-1 samkvæmt William Hill veðbankanum í Bretlandi. Írski veðbankinn Paddy Power metur líkurnar enn meiri, eða 3-1, en flestir sem veðja leggja fé við eldri kardínála fremur en þá yngri og telja að kardínálarnir velji ekki mann sem sitji ekki mjög lengi. 15.4.2005 00:01 Skal fá aðgang að heimtaugum Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landssímanum hafi verið óheimilt að synja Og Vodafone um aðgang að heimtaugum í grunnneti. Fyrirtækið hefur síðastliðna þrjá mánuði leitast við að fá afgreiddar beiðnir um aðgang að heimtaugum vegna viðskiptavina Margmiðlunar, en Og Vodafone og Margmiðlun sameinuðust í október 2004. 15.4.2005 00:01 Verðlaunahestur kemur í heiminn Á Ítalíu er verðlaunahestur kominn í heiminn. Hvernig geta menn verið vissir um það? Jú, þetta folald er afkvæmi verðlaunahests. Skyldleikinn er töluvert meiri en alla jafna þar sem þetta folald er klónað. Faðirinn var verðlaunakappreiðahestur og það sem meira er: Hann er geldingur. Folaldið var klónað úr húðfrumu. 15.4.2005 00:01 Kofi slær til baka Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sneri vörn í sókn í gær þegar hann sagði að Bandaríkin og Bretar bæru talsverða ábyrgð á að Saddam Hussein hagnaðist um milljarða króna á olíusmygli á meðan viðskiptaþvinganir SÞ voru í gildi. 15.4.2005 00:01 Vopnasölubann áfram í gildi Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna náðu ekki samkomulagi um að aflétta vopnasölubanni til Kína á fundi sínum í Lúxemborg í gær. Málinu hefur því verið frestað um sinn og líklegast verður það ekki tekið upp á ný fyrr en árið 2006. 15.4.2005 00:01 Hvatt til sakaruppgjafar Háttsettur klerkur úr hópi súnnía hvatti í gær Jalal Talabani, forseta Íraks, að beygja sig ekki undir þrýsting Bandaríkjamanna heldur láta íraska uppreisnarmenn lausa úr fangelsum. 15.4.2005 00:01 Rainier borinn til grafar Rainier III Mónakófursti var jarðsunginn í gær og fór útförin fram í sömu kirkju og hann gekk að eiga Grace Kelly á sínum tíma. Þau hvíla nú hlið við hlið í grafhýsi fjölskyldunnar. 15.4.2005 00:01 Reykháfurinn reistur Verkamenn í Páfagarði settu í gær upp reykháf á Sixtínsku kapelluna en upp úr honum mun hvítur eða svartur reykur streyma á mánudaginn. 15.4.2005 00:01 Skotið út í geiminn Þremur geimförum var skotið út í himingeiminn frá Baikonur í Kasakstan í gærmorgun. Förinni var heitið í alþjóðlegu geimstöðina sem sveimar á sporbaug um jörðu. 15.4.2005 00:01 Tuttugu fórust í eldsvoða Tuttugu manns týndu lífi í eldsvoða á hóteli í París í fyrrinótt og rúmlega fimmtíu slösuðust. Hópur flóttamanna frá Afríku bjó á hótelinu svo og ferðamenn víðs vegar að úr heiminum. 15.4.2005 00:01 Tuttugu fórust í eldsvoða í París Tuttugu manns týndu lífi í eldsvoða á hóteli í París í fyrrinótt og rúmlega fimmtíu slösuðust. Hópur flóttamanna frá Afríku bjó á hótelinu svo og ferðamenn víðs vegar að úr heiminum. 15.4.2005 00:01 Chirac í kröppum dansi Jacques Chirac, forseti Frakklands, rær nú öllum árum að því að sannfæra landa sína um að leggja blessun sína yfir stjórnarskrá Evrópusambandsins. 15.4.2005 00:01 Kaupa Símann út á landi "Sveitarstjórnir landsins ættu að láta þau skilaboð ganga til íbúa sinna að ef þeir kaupi hlut í Símanum að þá muni sveitarfélag hans setja sömu upphæð til slíkra hlutarbréfafékaupa." Þetta er mat Hauks Más Sigurðssonar fyrrum forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar og núverandi varamanns í bæjarstjórn. </font /> 15.4.2005 00:01 Ætlaði ekki að bana Sæunni Magnús Einarsson sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur, að bana með því að kyrkja hana mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun þegar málið var þingfest. Magnús játaði að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en sagði það ekki hafa verið ásetning sinn. 15.4.2005 00:01 Hafi tíma til að skila inn tilboði Forsætisráðherra telur einsýnt að almenningssímafélagi Agnesar Bragadóttur og fleiri vinnist tími til að skila inn tilboði í Landssímann, fresturinn verði rýmri en talið var. Agnes gekk ásamt félögum sínum á fund í stjórnarráðinu í hádeginu. 15.4.2005 00:01 Hvalfjarðargöng lokuð á morgun Hvalfjarðargöngin verða lokuð á morgun frá klukkan átta til þrjú síðdegis vegna almannavarnaæfingar. Hægt verður að aka fyrir Hvalfjörðinn eins og aðra daga. 15.4.2005 00:01 Enginn neyðarútgangur á hóteli Tíu börn eru meðal þeirra sem fórust þegar hótel í París brann til kaldra kola í nótt. Enginn neyðarútgangur var á hótelinu og eldurinn læsti sig í stigaganginn svo fjöldi fólks hafði enga undankomuleið. 15.4.2005 00:01 Samfylkingin: Félögum fjölgar ört Félögum í Samfylkingunni hefur að líkindum fjölgað um tæpan þriðjung í aðdraganda formannskosninganna, en kjörskrá var lokað klukkan sex. Formaður kjörstjórnar óttast ekki að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig í stórum stíl til að hafa áhrif á kosningarnar. 15.4.2005 00:01 Versnandi staða mannréttinda Staða mannréttinda hefur versnað í heiminum eftir að stríðið gegn hryðjuverkum hófst. Þetta kom fram í máli Mary Robinson, fyrrum forseta Írlands og mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðana, í Hátíðarsal Háskólabíós í gær 15.4.2005 00:01 Brotið gegn samningi Félagsdómur segir Útgerðafélagið Sólbak brjóta gegn kjarasamningi við Vélstjórafélagið með tryggja tveimur vélstjórum ekki 30 tíma hafnarfrí. Vélstjórarnir tveir og forstjóri útgerðarfélagsins eru ósáttir. Formaður Vélstjórafélagsins er kátur. 15.4.2005 00:01 Braut lög en var sýknuð af kröfum Vegagerðin braut lög með því að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng árið 2003, samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegagerðin var hins vegar sýknuð af bótakröfu Íslenskra aðalverktaka sem áttu lægsta boð í verkið þar sem fyrirtækinu hafði ekki tekist að sýna fram á tjón. Lögmaður Íslenskra aðalverktaka segir dóminn marka tímamót. Dóminum verður að öllum líkindum áfrýjað. 15.4.2005 00:01 Gjörbreytt starf með hitamyndavél Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja tóku í notkun í dag sérstaka hitamyndavél sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Einnig var tekið í notkun nýtt æfingahúsnæði sem er byggt úr gámaeiningum. 15.4.2005 00:01 Leitað til erlends vinnuafls Hundruð starfa eru auglýst hjá Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins en það er erfitt að fá Íslendinga til að vinna þessi störf. Forstöðumaður vinnumiðlunarinnar telur að með tilkomu erlendra starfsmannaleiga muni útlendingar í auknum mæli inna þessi störf af hendi. 15.4.2005 00:01 Brot á útlendingalögum Ákæra á hendur Jóni Guðmundssyni fyrir brot á lögum um útlendinga, atvinnuréttindi útlendinga og almennum hegningarlögum, var þingfest hjá Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. 15.4.2005 00:01 Vilja fella niður fyrningafrest Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna skora á allsherjarnefnd að hleypa frumvarpi um niðurfellingu fyrningarfrests í kynferðisafbrotamálum gegn börnum út úr nefndinni enda hafi frumvarpið legið óafgreitt í nefndinni í tvö ár. 15.4.2005 00:01 Íslendingar hækka kvóta Aflaheimildir íslenskra skipa í norsk-íslenskri síld verða 14 prósentum hærri í ár en þegar samningar voru í gildi um stjórn veiða úr stofninum. Ástæðan er sú að Norðmenn hafa ekki viljað fallast á skiptingu heildarmagnsins og krafist þess að fá stærri hlut en þeir hafa haft. 15.4.2005 00:01 Börn hjálpa börnum Íslensk börn rétta indverskum jafnöldrum sínum nú hjálparhönd með því að safna fyrir skólabyggingu handa þeim. Meðal þeirra fyrstu verka var að fara að Bessastöðum þar sem forseti Íslands tók þeim fagnandi og gaf í marga söfnunarbauka. 15.4.2005 00:01 Vonarstjarna almennra flokksmanna Helle Thorning-Schmidt er fyrsta konan til að leiða danska jafnaðarmannaflokkinn og um leið fyrsta konan í sögu danskra stjórnmála sem á raunhæfan kost á að verða forsætisráðherra. Hún hyggst færa stefnu flokksins nær miðju.</font /></b /> 15.4.2005 00:01 Þörf á ungliðum í forystusveit Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Ákvörðun sína tilkynnti hann opinberlega í gær og tók þar með áskorun framkvæmdastjórnar Ungra jafnaðarmanna. 15.4.2005 00:01 Annasamur afmælisdagur Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagnaði 75 ára afmæli sínu í gær og er óhætt að segja að hún hafi haft í nógu að snúast. 15.4.2005 00:01 Landburður af nýjum félögum Talið er að allt að 4.000 nýir félagar hafi skráð sig í Samfylkinguna, en frestur til skráningar fyrir formannskjörið rann út klukkan sex í gærkvöld. "Það er landburður af nýjum félögum," segir Flosi Eiríksson formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar. 15.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Flestum starfsmönnum sagt upp Útlit er fyrir að tæplega fimm þúsund starfsmönnum MG Rover bílaverksmiðjanna í Bretlandi verði sagt upp um helgina, en tilraunir til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti hafa runnið út í sandinn. Búist er við að um þúsund manns muni starfa áfram hjá fyrirtækinu í Birmingham, í það minnsta tímabundið, en samningaviðræður við kínverska fjárfesta um yfirtöku í síðustu viku fóru út um þúfur og því fór fyrirtækið í greiðslustöðvun. 15.4.2005 00:01
Þúsundir þjást af fótaóeirð "Eins og gosvatn renni um æðar eða ormar skríði undir húð."Þannig lýsir yfirlæknir á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss fótasjúkdómi sem er algengur meðal landsmanna. Umfangsmiki, rannsókn er nú að hefjast á lyfi gegn honum. </font /></b /> 15.4.2005 00:01
Reykháfur á Sixtínsku kapelluna Reykháfi var í dag komið fyrir á Sixtínsku kapellunni, en það er liður í undirbúiningi þess að velja nýjan páfa. Kardínálar koma saman í kapellunni á mánudaginn kemur til að velja páfa og munu þeir ekki koma út úr henni fyrr en nýr páfi hefur verið kjörinn. Úr reykkáfnum munu koma svartur og hvítur reykur sem sýna það hverngi páfakjör gengur. 15.4.2005 00:01
Ræða uppsagnir vegna vinnuálags Mikið og langvarandi vinnuálag á starfsfólki Landspítalans hefur orðið til þess að hreyfing er komin á hjúkrunarfræðinga þar. Kvartanir streyma inn til Sjúkaliðafélagins og ljósmæður mæta jafnvel hálflasnar í vinnuna. </font /></b /> 15.4.2005 00:01
Fékk dæmdar dánarbætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Tryggingamiðstöðina til að greiða 25 ára gamalli konu tæplega 11 milljónir króna í vátryggingarbætur vegna andláts sambýlismanns hennar. Maðurinn lést í janúar árið 2000 þar sem hann var í ferðalagi á Spáni en hann og konan höfðu verið í sambúð í Keflavík frá árinu 1998. 15.4.2005 00:01
Hvetja til afgreiðslu frumvarps Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á allsherjarnefnd Alþingis að hleypa frumvarpi um niðurfellingu fyrningarfrests í kynferðisafbrotamálum gegn börnum út úr nefndinni og leyfa Alþingi að afgreiða frumvarpið á lýðræðislegan hátt í samræmi við þingskaparlög en frumvarpið hefur legið óafgreitt hjá nefndinni í hartnær tvö ár. 15.4.2005 00:01
Banna kveikjara í flugi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt bann við því að einstaklingar hafi sígarettukveikjara á sér eða í handfarangri í flugi til og frá Bandaríkjunum. Bannið sem gildir um allar tegundir kveikjara tók gildi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugmálatjórn á Keflavíkurflugvelli. 15.4.2005 00:01
Náið samstarf mikilvægt Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að niðurstaða málþings verkalýðshreyfingarinnar um ólöglegt erlent vinnuafl hafi verið sú að samstarf verkalýðshreyfingarinnar og samtaka á almennum vinnumarkaði við stjórnvöl sé mikilvægt. 15.4.2005 00:01
Auka kvóta til jafns við Norðmenn Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að íslenskum skipum verði heimilt að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld á þessu ári, en það er 14 prósentum stærri hlutur en Íslendingum var ætlaður samkvæmt vísindaráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Þessi aukning er jöfn aukningu Norðmanna á kvóta sínum úr stofninum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. 15.4.2005 00:01
Verðstríð á tímaritamarkaði Verðstríð virðist hafið tímaritamarkaðnum hér á landi eftir að Office One tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið sölu á erlendum tímaritum á mun lægra verði en áður hefur tíðkast. Í dag tilkynnti Griffill í Skeifunni að verslunin ætlaði að taka þátt í verðstríðinu. 15.4.2005 00:01
Útgerð Sólbaks braut samninga Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Útgerðarfélagið Sólbakur hefði brotið gegn ákvæðum kjarasamninga Landssambands íslenskra útvegsmanna og Vélstjórafélags Íslands þegar vélstjórar skipsins fengu ekki 30 klukkustunda hafnarfrí eftir löndun á Eskifirði í september á síðasta ári. 15.4.2005 00:01
Tornæmur maður í fangelsi Tvítugur fangi á Litla-Hrauni situr hálfu ári lengur inni þar sem Hæstiréttur þyngdi dóm héraðsdóms. Fanginn er dæmdur í eitt og hálft ár þrátt fyrir að sálfræðingur telji greind mannsins "á sviði tornæmis" og að hann hafi veruleg frávik í þroska. 15.4.2005 00:01
Svanhildur hæf fyrir borgina Kærunefnd jafnréttismála telur ekki efni til að líta svo á að Reykjavíkurborg hafi brotið jafnréttislög þegar borgin réð Svanhildi Konráðsdóttur í starf sviðstjóra menningar- og ferðamálasviðs. 15.4.2005 00:01
Mannréttindi barna brotin Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms og fólki er leyft að skrá lögheimili sitt í sumarhúsum. Fimm manna fjölskylda hefur búið í slíku húsi í rúmt ár. Börnin fengu ekki skólavist í heila önn. Faðirinn segir mannréttindi barnanna hafa verið brotin.</font /></b /> 15.4.2005 00:01
Telja að Ratzinger verði páfi Þýski kardínálinni Joseph Ratzinger þykir líklegastur til þess að setjast í stól páfa samkvæmt breskum og írskum veðmöngurum. Líkurnar á að hinn 77 ára gamli Ratzinger verði páfi eru 4-1 samkvæmt William Hill veðbankanum í Bretlandi. Írski veðbankinn Paddy Power metur líkurnar enn meiri, eða 3-1, en flestir sem veðja leggja fé við eldri kardínála fremur en þá yngri og telja að kardínálarnir velji ekki mann sem sitji ekki mjög lengi. 15.4.2005 00:01
Skal fá aðgang að heimtaugum Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landssímanum hafi verið óheimilt að synja Og Vodafone um aðgang að heimtaugum í grunnneti. Fyrirtækið hefur síðastliðna þrjá mánuði leitast við að fá afgreiddar beiðnir um aðgang að heimtaugum vegna viðskiptavina Margmiðlunar, en Og Vodafone og Margmiðlun sameinuðust í október 2004. 15.4.2005 00:01
Verðlaunahestur kemur í heiminn Á Ítalíu er verðlaunahestur kominn í heiminn. Hvernig geta menn verið vissir um það? Jú, þetta folald er afkvæmi verðlaunahests. Skyldleikinn er töluvert meiri en alla jafna þar sem þetta folald er klónað. Faðirinn var verðlaunakappreiðahestur og það sem meira er: Hann er geldingur. Folaldið var klónað úr húðfrumu. 15.4.2005 00:01
Kofi slær til baka Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sneri vörn í sókn í gær þegar hann sagði að Bandaríkin og Bretar bæru talsverða ábyrgð á að Saddam Hussein hagnaðist um milljarða króna á olíusmygli á meðan viðskiptaþvinganir SÞ voru í gildi. 15.4.2005 00:01
Vopnasölubann áfram í gildi Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna náðu ekki samkomulagi um að aflétta vopnasölubanni til Kína á fundi sínum í Lúxemborg í gær. Málinu hefur því verið frestað um sinn og líklegast verður það ekki tekið upp á ný fyrr en árið 2006. 15.4.2005 00:01
Hvatt til sakaruppgjafar Háttsettur klerkur úr hópi súnnía hvatti í gær Jalal Talabani, forseta Íraks, að beygja sig ekki undir þrýsting Bandaríkjamanna heldur láta íraska uppreisnarmenn lausa úr fangelsum. 15.4.2005 00:01
Rainier borinn til grafar Rainier III Mónakófursti var jarðsunginn í gær og fór útförin fram í sömu kirkju og hann gekk að eiga Grace Kelly á sínum tíma. Þau hvíla nú hlið við hlið í grafhýsi fjölskyldunnar. 15.4.2005 00:01
Reykháfurinn reistur Verkamenn í Páfagarði settu í gær upp reykháf á Sixtínsku kapelluna en upp úr honum mun hvítur eða svartur reykur streyma á mánudaginn. 15.4.2005 00:01
Skotið út í geiminn Þremur geimförum var skotið út í himingeiminn frá Baikonur í Kasakstan í gærmorgun. Förinni var heitið í alþjóðlegu geimstöðina sem sveimar á sporbaug um jörðu. 15.4.2005 00:01
Tuttugu fórust í eldsvoða Tuttugu manns týndu lífi í eldsvoða á hóteli í París í fyrrinótt og rúmlega fimmtíu slösuðust. Hópur flóttamanna frá Afríku bjó á hótelinu svo og ferðamenn víðs vegar að úr heiminum. 15.4.2005 00:01
Tuttugu fórust í eldsvoða í París Tuttugu manns týndu lífi í eldsvoða á hóteli í París í fyrrinótt og rúmlega fimmtíu slösuðust. Hópur flóttamanna frá Afríku bjó á hótelinu svo og ferðamenn víðs vegar að úr heiminum. 15.4.2005 00:01
Chirac í kröppum dansi Jacques Chirac, forseti Frakklands, rær nú öllum árum að því að sannfæra landa sína um að leggja blessun sína yfir stjórnarskrá Evrópusambandsins. 15.4.2005 00:01
Kaupa Símann út á landi "Sveitarstjórnir landsins ættu að láta þau skilaboð ganga til íbúa sinna að ef þeir kaupi hlut í Símanum að þá muni sveitarfélag hans setja sömu upphæð til slíkra hlutarbréfafékaupa." Þetta er mat Hauks Más Sigurðssonar fyrrum forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar og núverandi varamanns í bæjarstjórn. </font /> 15.4.2005 00:01
Ætlaði ekki að bana Sæunni Magnús Einarsson sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur, að bana með því að kyrkja hana mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun þegar málið var þingfest. Magnús játaði að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en sagði það ekki hafa verið ásetning sinn. 15.4.2005 00:01
Hafi tíma til að skila inn tilboði Forsætisráðherra telur einsýnt að almenningssímafélagi Agnesar Bragadóttur og fleiri vinnist tími til að skila inn tilboði í Landssímann, fresturinn verði rýmri en talið var. Agnes gekk ásamt félögum sínum á fund í stjórnarráðinu í hádeginu. 15.4.2005 00:01
Hvalfjarðargöng lokuð á morgun Hvalfjarðargöngin verða lokuð á morgun frá klukkan átta til þrjú síðdegis vegna almannavarnaæfingar. Hægt verður að aka fyrir Hvalfjörðinn eins og aðra daga. 15.4.2005 00:01
Enginn neyðarútgangur á hóteli Tíu börn eru meðal þeirra sem fórust þegar hótel í París brann til kaldra kola í nótt. Enginn neyðarútgangur var á hótelinu og eldurinn læsti sig í stigaganginn svo fjöldi fólks hafði enga undankomuleið. 15.4.2005 00:01
Samfylkingin: Félögum fjölgar ört Félögum í Samfylkingunni hefur að líkindum fjölgað um tæpan þriðjung í aðdraganda formannskosninganna, en kjörskrá var lokað klukkan sex. Formaður kjörstjórnar óttast ekki að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig í stórum stíl til að hafa áhrif á kosningarnar. 15.4.2005 00:01
Versnandi staða mannréttinda Staða mannréttinda hefur versnað í heiminum eftir að stríðið gegn hryðjuverkum hófst. Þetta kom fram í máli Mary Robinson, fyrrum forseta Írlands og mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðana, í Hátíðarsal Háskólabíós í gær 15.4.2005 00:01
Brotið gegn samningi Félagsdómur segir Útgerðafélagið Sólbak brjóta gegn kjarasamningi við Vélstjórafélagið með tryggja tveimur vélstjórum ekki 30 tíma hafnarfrí. Vélstjórarnir tveir og forstjóri útgerðarfélagsins eru ósáttir. Formaður Vélstjórafélagsins er kátur. 15.4.2005 00:01
Braut lög en var sýknuð af kröfum Vegagerðin braut lög með því að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng árið 2003, samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegagerðin var hins vegar sýknuð af bótakröfu Íslenskra aðalverktaka sem áttu lægsta boð í verkið þar sem fyrirtækinu hafði ekki tekist að sýna fram á tjón. Lögmaður Íslenskra aðalverktaka segir dóminn marka tímamót. Dóminum verður að öllum líkindum áfrýjað. 15.4.2005 00:01
Gjörbreytt starf með hitamyndavél Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja tóku í notkun í dag sérstaka hitamyndavél sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Einnig var tekið í notkun nýtt æfingahúsnæði sem er byggt úr gámaeiningum. 15.4.2005 00:01
Leitað til erlends vinnuafls Hundruð starfa eru auglýst hjá Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins en það er erfitt að fá Íslendinga til að vinna þessi störf. Forstöðumaður vinnumiðlunarinnar telur að með tilkomu erlendra starfsmannaleiga muni útlendingar í auknum mæli inna þessi störf af hendi. 15.4.2005 00:01
Brot á útlendingalögum Ákæra á hendur Jóni Guðmundssyni fyrir brot á lögum um útlendinga, atvinnuréttindi útlendinga og almennum hegningarlögum, var þingfest hjá Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. 15.4.2005 00:01
Vilja fella niður fyrningafrest Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna skora á allsherjarnefnd að hleypa frumvarpi um niðurfellingu fyrningarfrests í kynferðisafbrotamálum gegn börnum út úr nefndinni enda hafi frumvarpið legið óafgreitt í nefndinni í tvö ár. 15.4.2005 00:01
Íslendingar hækka kvóta Aflaheimildir íslenskra skipa í norsk-íslenskri síld verða 14 prósentum hærri í ár en þegar samningar voru í gildi um stjórn veiða úr stofninum. Ástæðan er sú að Norðmenn hafa ekki viljað fallast á skiptingu heildarmagnsins og krafist þess að fá stærri hlut en þeir hafa haft. 15.4.2005 00:01
Börn hjálpa börnum Íslensk börn rétta indverskum jafnöldrum sínum nú hjálparhönd með því að safna fyrir skólabyggingu handa þeim. Meðal þeirra fyrstu verka var að fara að Bessastöðum þar sem forseti Íslands tók þeim fagnandi og gaf í marga söfnunarbauka. 15.4.2005 00:01
Vonarstjarna almennra flokksmanna Helle Thorning-Schmidt er fyrsta konan til að leiða danska jafnaðarmannaflokkinn og um leið fyrsta konan í sögu danskra stjórnmála sem á raunhæfan kost á að verða forsætisráðherra. Hún hyggst færa stefnu flokksins nær miðju.</font /></b /> 15.4.2005 00:01
Þörf á ungliðum í forystusveit Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Ákvörðun sína tilkynnti hann opinberlega í gær og tók þar með áskorun framkvæmdastjórnar Ungra jafnaðarmanna. 15.4.2005 00:01
Annasamur afmælisdagur Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagnaði 75 ára afmæli sínu í gær og er óhætt að segja að hún hafi haft í nógu að snúast. 15.4.2005 00:01
Landburður af nýjum félögum Talið er að allt að 4.000 nýir félagar hafi skráð sig í Samfylkinguna, en frestur til skráningar fyrir formannskjörið rann út klukkan sex í gærkvöld. "Það er landburður af nýjum félögum," segir Flosi Eiríksson formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar. 15.4.2005 00:01